Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2004, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 03.06.2004, Qupperneq 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 169 stk. Keypt & selt 25 stk. Þjónusta 55 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 13 stk. Tómstundir & ferðir 10 stk. Húsnæði 32 stk. Atvinna 27 stk. Tilkynningar 1 stk. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Helgartilboð BLS. 4 Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 3. júní, 155. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.17 13.26 23.37 Akureyri 2.24 13.11 24.00 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „París er eins og blómvöndur sem breytist á ör- skotstundu og nýtt blóm bætist í vöndinn á degi hverjum,“ segir Kristín Jónsdóttir, sem búsett er í París ásamt frönskum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Kristín vann sem leiðsögu- maður í París fyrir ferðaskrifstofuna Terra Nova síðan árið 1999 en þar sem Terra Nova er nú hætt að bjóða upp á skipulagðar ferðir til Parísar, þá hefur Kristín tekið upp á því að starfa sjálfstætt sem leiðsögumaður í París fyrir Íslendinga. „Það er afskaplega gaman að kynna París fyrir Íslendingum því þeir eru sumir hverjir svo- lítið hræddir við Frakkana. París kemur rosalega á óvart og yfirleitt fara allir alsælir heim til Ís- lands,“ segir Kristín og bætir við að henni finnist yndislegt að búa í París og starf sitt mjög gefandi og skemmtilegt. „Mér finnst ástæðulaust að bjóða ekki upp á neinar skoðunarferðir fyrir Íslendinga því það er mikill markaður fyrir því. Göngutúrarnir sem ég býð upp á taka um tvær til tvær og hálfa klukku- stund og eru þeir tvisvar sinnum í viku, bæði fimmtudaga og föstudaga,“ segir Kristín og segir ennfremur að túrarnir séu frekar léttir og allir ættu að geta haft gagn og gaman að þeim. Auk þess að leiða fólk um aðalstaði Parísar þá veitir Kristín ferðamönnum einnig ráðgjöf og bendir þeim til dæmis á góða veitingastaði og annað snið- ugt í kaupbæti. „Ég hef verið búsett í Frakklandi síðan árið 1989 og ég þekki París eins vel og hægt er að þekkja hana. Því ætti fólk að fá mikið út úr göngutúrunum,“ segir Kristín. Á boðstólnum hjá Kristínu er tveir mismun- andi göngutúrar en ef viðtökur verða góðar, sem hún býst fastlega við, þá getur hún í raun og veru boðið upp á hvaða skoðunarferðir sem er. Til að panta og fá nánari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á netfangið parisardaman@free.fr ■ Íslenskur leiðsögumaður í París: París er eins og blómvöndur tilbod@frettabladid.is Sumarverð á myndavélum er auðvitað tilvalið tækifæri til þess að fjárfesta í myndavélum. Ný framköllunarþjónusta og ljós- mynda- vöruversl- un gerir það ódýr- ara að varðveita sumarminningarnar. Pixlar við Suðurlandsbraut býður nú fjölda góðra tilboða á myndavélum og framköllun. Fimm þúsund króna afsláttur er á öllum Canon- og Kodak-myndavélum auk þess sem gjafakort á 50 mynda fram- köllun fylgir frítt með. Bæði staf- rænar og hefðbundnar myndir á Kodak Royal pappír fást á sann- gjörnu verði í versluninni. Fram- köllun á 24 myndum kostar að- eins 1.290 krónur en með hverri filmuframköllun fylgir frír CD-diskur með. Síðustu forvöð í sport- markaðinn í Mosfellsbæ eru þessa dagana. Þar hefur að undanförnu staðið yfir útsölumarkaður á íþrótta- og barnafatnaði. Föstu- daginn 4. júní er síðasti dagur markaðsins en þar er að finna stór- lækkað verð á vörum frá Nike, Adi- das, Asics og fleiri merkjum. Allt að 70% afsláttur af útsöluverð- um eru á Banjo barnafatnaði og 50% afsláttur af öðrum útsölu- vörum. Nú eru síðustu forvöð til að gramsa á markaðnum sem er til húsa í Þver- holti 2 í Mosfellsbæ, beint fyrir ofan Bónus. Tími til að mála er einmitt á sumrin. Þá er um að gera að líta við í Húsasmiðjunni þar sem standa yfir góð tilboð á úti- málningu. Tíu lítrar af akrýl- bundinni málningu á stein frá Hörpu Sjöfn kosta nú 5.990 krónur. Þetta er hin hefðbundna íslenska utanhússmálning og er einnig til í fjögurra og eins lítra dollum. Málningin er fáanleg í nánast öllum litum og ólíkt mörgum öðrum málningatilboð- um er sama verð á öllum litum. Málningadeild Húsasmiðjunnar býður auk þess tilboð á viðar- vörn, þakmálningu og pallaolíu. Handfrjáls bún- aður tryggir að hendurnar eru á stýri, ekki síma. Handfrjálsi búnaðurinn fæst víða og kostar ekki mikið. Eico í Skútuvogi sel- ur handfrjálsan bún- að á sérstöku sumar- verði í júní. Nokia- búnaðurinn sem hentar flestum Nokia-farsímum kostar nú aðeins 990 krónur. Verslunin Innréttingar & tæki er flutt úr Síðumúla 34, þar sem hún hefur verið til húsa í tíu ár, í glænýtt húsnæði að Ármúla 31. Af því tilefni býður verslunin afslátt af salernum, sturtuklefum, baðkerum og baðkarshlífum svo nokkuð sé nefnt. Til dæmis má finna salerni á 15.900 krónur, baðker með hálkuvörn í botni á 18.900 staðgreitt og nuddsturtuklefa á 149.900 krónur staðgreitt. Vörurnar koma frá þekktum framleiðend- um í Svíþjóð, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi, m.a. frá Roca- Gala á Spáni sem er stærsti hreinlætis- tækjaframleiðandi í Evrópu. Eins og nafn verslunarinnar gefur til kynna má finna þar fleira en tæki og verða nýjar eldhúsinnréttingar frá Twis til sýnis í nýju versluninni um helg- ina. Tilboðið stendur eitthvað fram í júní eða meðan birgðir endast. Kristín Jónsdóttir er búsett í París og þekkir því borgina út og inn. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í TILBOÐUM Bombardier 650cc. árg. 2003 flott hjól. Verð 800 þús. Áhvílandi 600 þús. 13 þús. pr. mán. Ath skipti á dýr./ódýr. Til sölu A-Liner árg. ‘97. Verð 650 þús. Tilbúin í ferðalagið. Ísmax ehf. Akralind 5. 201 Kópavogur. S. 554 1111 & 893 7333. Eigum á lager reiðhjólastoðir fyrir stétt eða gólf. Borgahjól sf., Hverfisgata 50. S. 551 5653. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR TILBOÐ BÍLAR ATVINNA TÍSKA NEYTENDUR o.fl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.