Fréttablaðið - 03.06.2004, Síða 25

Fréttablaðið - 03.06.2004, Síða 25
3FIMMTUDAGUR 3. júní 2004 Gengið er um söguslóðir Íslendinga í Höfn. Kóngsins Kaupmannahöfn: Gönguferðir um söguslóðir Íslenskum ferðamönnum í Kaup- mannahöfn gefst eins og undanfarin sumur kostur á að ganga um fornar og nýjar Íslendingaslóðir í borginni. Gönguferðirnar eru alla sunnudaga og miðvikudaga í sumar og standa út september. Þær hefjast klukkan eitt á tröppum Ráðhússins og taka um það bil tvo tíma. Farið er yfir Vesturvegginn og inn í gamla bæinn þar sem þorri Íslend- inga bjó á öldum áður. Við sögu koma meðal annars Baldvin Einarsson, Jón Sigurðsson og Fjölnismenn. Gengið er fram hjá síðasta bústað Jónasar Hall- grímssonar, Háskólanum, Gamla Garði, Sívala turninum, svo eitthvað sé nefnt og komið inn á handritabrunann árið 1728 og sagan skoðuð í ljósi hans. Á sunnudögum liggur leiðin að Jóns- húsi þar sem skoðað er nýtt og endur- bætt minningarsafn um Jón Sigurðs- son og Ingibjörgu Einarsdóttur, en á miðvikudögum endar ferðin á Hviids Vinstue við Kóngsins nýja torg nema upp komi aðrar óskir. Ferðin kostar 100 krónur danskar á mann en ókeyp- is er fyrir 12 ára og yngri. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni islandscenter.dk Skaftafell: Áhersla lögð á upplýsingar og fræðslu Við leggjum höfuðáherslu á fræðsluefni um Skaftafell og upp- lýsingar um allt Suðausturland. Hér er til dæmis umferðarmið- stöð fyrir Laka, Fjallabaksleið og Skálafellsjökul,“ segir Ragnar Frank Kristjánsson þjóðgarðs- vörður þar sem hann er staddur fyrir utan Skaftafellsstofu, sem nú er verið að stækka verulega. Ilm af nýútsprungnu birki leggur að vitum en inni er verið að leggja lokahönd á breytingar. „Þetta er í fyrsta sinn frá því hér var byggt 1974 sem þjóðgarður- inn fær allt húsið til umráða,“ segir Ragnar. „Auk fræðslu og upplýsingaþjónustu verðum við með minjagripaverslun og sölu á því allra brýnasta sem snýr að tjaldgestum svo sem mjólk, brauð og grillkol. Svo verða hér stólar og borð og sjálfsalar bæði utan dyra og innan, meðal annars kaffisjálfsali.“ En hvað varð um verslunina og veitingasöluna sem sett hefur svip á staðinn síðustu þrjátíu ár? „Við auglýstum þann rekstur til leigu en enginn sótti um,“ svarar hann og heldur áfram: „Sú uppbygging sem hefur átt sér stað hér í kring kallar á að við endurskoðum okkar rekstur enda ekki eðlilegt að ríkið keppi við einkaaðila á svæðinu. Aðalverkefni þjóðgarðsins er að veita upplýsingar um náttúrufar og gönguleiðir innan garðsins og um aðra áhugaverða staði á þessu horni.“ ■ Ragnar Frank þjóðgarðsvörður messar yfir dönskum skólabörnum. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 48 86 8 05 /2 00 4 www.urvalutsyn.is Trygg›u flér bestu k jörin og bóka›u strax á n etinu! *Innifali›: Flug, flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting og íslensk fararstjórn. Morgunver›ur er alltaf innifalinn, nema á Kúbu. Ver›i› er netver› á mann í tvíb‡li. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. Sérfer›ir Úrvals-Úts‡nar í haust eru a› seljast upp og vegna mikillar eftirspurnar eru aukafer›ir í bo›i. fieir sem eru á bi›lista geta bóka› strax á www.uu.is, e›a haft samband vi› Úrval-Úts‡n eftir helgi í síma 585 4000. Kúba er engu lík me› ólgandi tónlist og í Palermo á Sikiley rís matar- og vínmenning Ítala hva› hæst. Fer› til Marrakech líkist ævint‡rum 1001 nætur og ver›lagi› í Tyrklandi er ótrúlegt. fieir sem flanga› halda koma heim hla›nir gulli, teppum, le›ri og hverju flví sem hugurinn girnist. Kúba 9. nóv. í 7 nætur - Uppselt 17. nóv. í 7 nætur - Aukafer› Ver› frá: 96.370 kr. Sikiley Palermo 18. nóv. í 4 nætur - Uppselt 4. nóv. í 4 nætur - Aukafer› Ver› frá: 62.820 kr. Marokkó Marrakech 26. okt. í 7 nætur - 19 sæti laus Ver› frá: 79.450 kr. Tyrkland: Marmaris 23. sept. í 13 nætur - Uppselt 6 okt. í 9 nætur - 25 sæti laus Antalya 11. okt. í 11 nætur - Laus sæti Ver› frá: 99.960 kr. - „Allt innifali›“ Leifsstöð: 28% fjölgun farþega Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríks- sonar fjölgaði um tæplega 28% í maímánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 105 þúsund far- þegum árið 2003 í rúmlega 134 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur tæplega 26% milli ára. Farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlants- hafið fjölgar þó hlutfallslega enn meira eða um 37%. Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um rúmlega 22% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2003, eða úr rúm- lega 423 þúsund farþegum í tæp- lega 517 þúsund farþega.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.