Fréttablaðið - 03.06.2004, Side 35

Fréttablaðið - 03.06.2004, Side 35
Um Hring- braut og fjölmiðalög Í tilefni „Skoðunar“ Jóns Kaldals hér í blaðinu á þriðjudag, þar sem hann líkir saman nýlegri lagasetn- ingu um fjölmiðla og ákvörðun um færslu Hringbrautar, er rétt að þetta komi fram: Ríki og borg hafa samið nokkrum sinnum um færslu Hringbrautar, fyrst 1969 en síðast í tengslum við byggingu barna- spítala árið 1998. Vegna ábend- inga og athugasemda hefur þrisv- ar sinnum í skipulagsferlinu verið kannaður möguleikinn á því að leggja götuna í stokk. Niðurstaðan hefur verið að lausnin hafi þótt of dýr. Tvisvar sinnum hefur al- menningur fengið formlegan að- gang að ákvörðuninni, þ.e. þegar auglýst var eftir athugasemdum við skipulagstillöguna og þegar fram fór mat á umhverfisáhrif- um. Á þremur opnum fundum nú í vetur, hvort tveggja á vegum Reykjavíkurborgar og Átakshóps Höfuðborgarsamtakanna/Sam- taka um betri byggð hafa borgar- yfirvöld og borgarbúar skipst á skoðunum um fyrirhugaða færslu brautarinnar. Að líkja þessu ferli saman við skyndilega lagasetningu um eign- arhald á fjölmiðlum er ekki sann- gjarn samanburður. ■ Við skulum líka taka upp hægri umferð á göngu- og hjólastígum borg- arinnar og við það verður umferðin örugglega hættu- minni og kemur til með að ganga greiðara fyrir sig. Er hægri umferð í Reykjavík? Tilefni þessarar greinar er það fyrir- komulag sem er á sumum göngustíg- um borgarinnar að afmarka sérstak- lega hluta göngu- og hjólastíga fyrir hjólandi vegfarendur. Örugglega hef- ur hugsunin að baki þessa fyrirkomu- lags verið góð og trúlega reiknað með að umferðin yrði öruggari fyrir vikið. Nýlega tók ég eftir að stofnuð hefur verið nefnd á vegum Reykjavíkur- borgar sem á að skoða hvernig betur verði hægt að búa að hjólreiðamönn- um og í því sambandi er nefnt hvort rétt sé að afmarka sérstaklega svæði fyrir hjólreiðafólk á göngustígum og gangstéttum. Fyrir nokkrum árum notaði ég hjóla- og göngustíga mikið í Colorado í Bandaríkjunum nánar til- tekið í kringum þorpið Vail. Fyrir- komulagið á þessum stígum fannst mér hreint til fyrirmyndar en þeir voru hins vegar ekki að finna upp hjólið heldur notuðu bara allar sömu reglur og gilda í almennri umferð fyrir vélknúin ökutæki. Þarna gekk fólk og hjólaði hægra megin á stígun- um og tók fram úr vinstra megin þ.e.a.s. ef engin umferð var á móti. Á stígunum var miðjulína og þar gilti reglan um óbrotnar línur og brotnar eins og í umferðinni og einu sinni sá ég meira að segja skilti um blint horn framundan og annað um blindhæð. Mér kom þetta nokkuð skringilega fyrir sjónir í fyrstu en fljótlega var mér farið að líka afar vel við skipu- lagið. Þarna gat ég allt í einu treyst því að sá sem kom á móti mér tæki ekki langan tíma í að ákveða sig hvoru megin hann ætlaði fram hjá mér þegar við mættumst. Lengst var ég þó að venjast því þegar einhver byrjaði að kalla fyrir aftan mig og rétt á eftir hjólaði hann fram úr mér (vinstra megin) en eftir nokkur skip- ti fór ég að greina betur orðaskil og kallið var „to your left“ sem mætti út- leggjast „ég fer vinstra megin við þig“ eða bara „vinstra megin“. Enn og aftur fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir slys og greiða fyrir umferð. Það er ljóst að þegar afmark- aður er hluti göngustígar fyrir hjól- reiðar og annar fyrir gangandi um- ferð þá er verið að vinna gegn þeirri umferðarreglu að hægri umferð sé notuð til að greiða fyrir umferð. Einnig vakna margar spurningar um ágæti þessa fyrirkomulags eins og hvernig hjólreiðarmenn eiga að mæt- ast á örmjórri hjólaakrein og eigum við að bæta við „í myrkri“. Annar flötur er á þessu máli sem er uppeldisáhrifin á ungu vegfarend- urna sem gjarna kynnast fyrst um- ferðinni sem einstaklingar á göngu- og hjólastígunum. Hér er oft um að ræða mjög ung börn og hvers virði er að geta í tiltölulega vernduðu um- hverfi þjálfað börnin í einföldustu umferðarreglunum sem þau þurfa hvort sem er seinna að kunna öll skil á svo þeim farnist vel. Góðir Reykvíkingar við skulum líka taka upp hægri umferð á göngu- og hjólastígum borgarinnar og við það verður umferðin örugglega hættuminni og kemur til með að ganga greiðara fyrir sig. Við skulum leggja af fyrirkomulag skiptingar milli hjólreiðafólks og gangandi á hjóla- og göngustígum og taka upp eðlilegar umgengnisreglur þar sem öllum er gert jafnhátt undir höfði. ■ 23FIMMTUDAGUR 3. júní 2004 STURLA ÞENGILSSON UMRÆÐAN UMFERÐARMÁL ÞÓRÓLFUR ÁRNASON borgarstjóri UMRÆÐAN FÆRSLA HRINGBRAUTAR ,, Nýr Subaru Legacy Er fjölskyldan fyrir útivist? Er þín fjölskylda ein þeirra mörgu sem elskar að skoða landið og stunda útivist? Jafnt í innanbæjarakstri og þegar þjóðvegir og óbyggðir kalla er Subaru Legacy draumabíllinn. Glæsilegur, fjórhjóladrifinn og þægilegur með fullkomnum öryggisbúnaði, óskabíll ferðafólksins. Komdu við hjá Ingvari Helgasyni og kynntu þér málin nánar. Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · www.ih.is F í t o n / S Í A F I 0 0 8 6 5 3 Innifalið: Full þjónusta, leiga til 36 mánaða, akstur allt að 20.000 km á ári, auka dekkjagangur, umfelgun, smur- og þjónustueftirlit samkvæmt þjónustubók. Kaupverð 2.790.000 kr. Tryggingarfé 202.668 kr. Leiga á mánuði í 36 mánuði 50.667 kr. Greiðsla viðskiptavina KB banka á mánuði í 36 mánuði 48.157 kr. Íslenskur fursti Furstinn eftir Machiavelli er eins konar heilræða- kver um lögmál valdabaráttunnar, og ólíkt flest- um öðrum hefur Machiavelli ekki mikinn áhuga á hugsjónum, heldur er meira umhugað um völd. Valdhafi samkvæmt Machiavelli má ekki vera veikgeðja og of mikill hugsjónamaður. Til þess að ná árangri þarf hann að ganga óhikað milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum, enda er maðurinn illur í eðli sínu. Ætli það geti verið að forsætisráðherrann sjálfur leiki eftir þeim reglum sem Machiavelli gefur valdhöfum? Hildur Edda Einarsdóttir á politik.is Smættarhyggja Átakið No Child Left Behind [í Bandaríkjun- um] hljómar fallega en afleiðingar þess virðast vera aukin skriffinnska, ákveðið ógnarástand fyrir almenna skóla sem ótt- ast lokun og ekki enn sýnilegar framfarir. Afleiðingarnar koma þó ekki á óvart ef litið er á forsendurnar; að próf séu algildir mælikvarðar á gæði menntunar. Þessari hugsun í skólamálum þarf að vinna gegn, hér á landi sem annars staðar, því að hún smættar menntun niður í einfaldan fróð- leik í stað þess að vera breiður grunnur fyr- ir persónulegan þroska einstaklingsins í lýðræðissamfélagi. KJ á murinn.is AF NETINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.