Fréttablaðið - 03.06.2004, Síða 41
29FIMMTUDAGUR 3. júní 2004
■ FÓLK Í FRÉTTUM
■ TÓNLIST
MASKARI SEM LENGIR AUGNHÁR OG STYRKIR MEÐ CERAMIDE R
Sterkari augnhár,
60% lengri.
NÝR
Útsölustaðir
Apótekarinn Akureyri
Hagkaup Kringlunni
Hagkaup Skeifunni
Hagkaup Smáralind
Lyf & heilsa Austurstræti
Lyf & heilsa Austurveri
Lyf & heilsa Keflavík
Lyf & heilsa Kringlunni
Lyfja Laugavegi
Lyfja Lágmúla
Lyfja Smáratorgi
Sérlega styrkjandi maskari með
Ceramide R djúpnæringu.
Augnhárin sýnast lengri þökk sé
náttúrulegum þráðum í bursta.
Þekur vel, djúpur litur. Klístrar ekki.
bursti 1
bursti 2
Nýr bursti - einkaleyfi L’Oréal
KRINGLUNNIFlo
tt
Bi
kin
í m
iki
ð
úr
va
l
Vinna nýja plötu
Breska poppsveitin Blur erbyrjuð að vinna að fylgifisk
plötunnar Think Tank sem kom út
í fyrra. Þetta verður önnur platan
sem sveitin vinnur án gítarleikar-
ans Graham Coxon sem segist
ekki vilja snúa til baka, þrátt fyr-
ir að sættir séu á milli hans og
liðsmanna sveitarinnar.
Blur var nýlega í hljóðverinu
og ætlar að halda upptökum
áfram eftir stutt sumarfrí.
Damon ætlar að eyða hluta af fríi
sínu hér á Íslandi.
Trommuleikari sveitarinnar,
Dave Rowntree, tjáði sig í viðtali
við XFM. „Við ætlum aftur inn í
hljóðverið í september. Það eru
engin tímamörk, við vinnum bara
þegar okkur langar, eins og við
gerðum með síðustu plötu. Grunn-
urinn af lögunum er frá Demo-
crazy plötunni hans Damons,
þannig að þeir sem hafa heyrt
hana ættu að átta sig á hvernig
lögin eru. Sum laganna þar ættu
að enda á plötunni okkar.“
Ekkert hefur verið ákveðið
með útgáfudag en Damon vinnur
einnig hörðum höndum að nýrri
Gorillaz-plötu og teiknimynd sem
er í smíðum. ■
N.E.R.D.
Popphljómsveit Pharell Williams er lögð af stað í heljarinnar tónleikaferð um Evrópu, og
kemur meðal annars fram á Hróarskelduhátíðinni eftir mánuð. Hér sjást þeir á sviði í
Sviss á þriðjudag.
David Beckham sagði í viðtalivið tímaritið Vanity Fair að
hann og konan hans Victoria muni
vera saman að eilífu, þrátt fyrir
meint framhjáhald hans. Hann
sagði fjölskyldu sína vera góða og
sterka sem myndi duga til að halda
fjölskyldunni saman í gegn um
þessa erfiðleika. „Fólk getur sagt
hvað sem það vill, en ég og Victor-
ia verðum alltaf saman,“ sagði
hann í viðtalinu. Þegar hann var
sérstaklega spurður út í þetta
meinta framhjáhald neitaði hann
að svara. Hann sagði að fólk talaði
almennt um það sem það vildi en
hann hafi lært það í gegnum tíðina
að það væri betra að svara ekki
slíkum ásökunum. Í sama blaði
sagði Victoria að hún og David
hefðu á prjónunum plön um að búa
í Bandaríkjunum, þar sem þau
gætu starfað við fótbolta og tónlist.
BLUR
Fylgifiskur Think Tank er í mótun.