Fréttablaðið - 03.06.2004, Síða 49
FÓTBOLTI Þjálfari franska liðsins
er Elisabeth Loisel. Þetta fannst
henni um íslenska liðið: „Þetta er
ungt og efnilegt lið sem á ýmis-
legt eftir ólært á alþjóðavettvangi
en er þó greinilega í mikilli fram-
för. Í liðinu eru nokkrir mjög góð-
ir leikmenn eins og númer 3 (Olga
Færseth) og númer 9 (Margrét
Lára Viðarsdóttir) og liðið getur
án nokkurs vafa staðið sig vel í
umspilinu. Mér fannst liðið nota
of mikið af langspyrnum í staðinn
fyrir að láta boltann ganga betur
og halda honum á jörðinni því það
getur spilað mjög vel.“ Aðspurð
sagði Loisel að hún væri nokkuð
ósátt með leik síns liðs í það heila:
„Það var smá þreyta í liðinu enda
er deildarkeppninni í Frakklandi
nýlokið og vissulega vantaði að-
eins meiri ryþma í leik okkar en
það skipti ekki öllu – sigurinn var
fyrir öllu og gott að vera komin
áfram og sleppa við umspil.“ En
hvar stendur franska liðið á með-
al þeirra bestu í heiminum að mati
hennar? „Við erum líklega í fjórða
til áttunda sæti,“ sagði Elisabeth
Loisel. ■
37FIMMTUDAGUR 3. júní 2004
Voru einu númeri of stórar
Íslenska kvennalandsliðið tapaði 0-3 fyrir Frakklandi á Laugardalsvelli í gær. Frakkar hafa unnið
alla sex leiki sína í riðlinum og eru búnar að tryggja sig inn í lokakeppni EM næsta sumar.
OLGA FÆRSETH
Fékk úr litlu að moða gegn Frökkum á
Laugardalsvellinum í gær.
Olga Færseth:
Grísamark í
byrjun leiks
FÓTBOLTI Olga Færseth fékk ekki
úr miklu að moða í framlínunni:
„Markmið okkar fyrir leik var að
halda hreinu og það að fá á okkur
svona grísamark strax í byrjun
leiks er erfiður biti að kyngja. Síð-
an þegar annað markið kom þá
var þetta orðið of mikið – sér í lagi
gegn svona sterku liði eins og
Frakkarnir eru.
Með dálítilli heppni hefðum við
getað komist aftur inn í leikinn en
fengum ekki víti sem við áttum
réttilega að fá og svo skora þær
rangstöðumark. Þetta var rosa-
lega svekkjandi en það gengur
bara ekki að byrja svona illa – það
er svo erfitt að koma til baka. Nú
leggjum við allan okkar metnað í
leikinn gegn Rússum í haust, við
erum búnar að gera jafntefli fjór-
um sinnum við þær á undanförn-
um árum en ætlum okkur sigur
núna, það kemur ekkert annað til
greina,“ sagði Olga Færseth. ■
Landsbankadeildin:
Skagamenn í
fjölmiðlabann
FÓTBOLTI Leikmenn og þjálfari
Skagamanna í Landsbankadeild
karla í knattspyrnu eru komnir í
sjálfskipað fjölmiðlabann og neit-
uðu að ræða við fjölmiðla eftir
leik liðsins gegn KA á þriðju-
dagskvöldið.
Þegar Fréttablaðið leitaði
skýringa á þeirri ákvörðun leik-
manna og þjálfara liðsins að snið-
ganga fjölmiðla hjá Guðjóni
Kristjánssyni, framkvæmda-
stjóra knattspyrnudeildar ÍA, var
fátt um svör og benti Guðjón á
þjálfara liðsins.
Aðspurður sagði Guðjón að for-
ráðamenn félagsins hefðu ekki
sett þetta bann en lét þess þó jafn-
framt getið að honum finndist
eðlilegt að ákveðnir fjölmiðlar
væru hundsaðir. Þegar hann var
spurður hvaða fjölmiðlar það
væru sagði hann menn gætu ein-
faldlega lagt saman tvo og tvo í
þeim efnum. Ekki hefur komið
nein opinber skýring frá ÍA. ■
ÍSLAND–FRAKKLAND 0–3 (0–2)
0–1 Hoda Lattaf 4.
0–2 Hoda Lattaf 12.
0–3 Laetitia Tonazzi 71.
DÓMARINN
Alexandra Ihringova Góð
BEST Á VELLINUM
Hoda Lataff Frakklandi
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 8–12 (2–9)
Horn 5–8
Aukaspyrnur fengnar 11–14
Rangstöður 1–2
Spjöld (rauð) 0–1 (0–0)
MJÖG GÓÐAR
Hoda Lattaf Frakklandi
Laura Georges Frakklandi
GÓÐAR
Erla Hendriksdóttir Íslandi
Margrét Lára Viðarsdóttir Íslandi
Olga Færseth Íslandi
Laufey Ólafsdóttir Íslandi
Corinne Diacre Frakklandi
Sandrine Soubeyrand Frakklandi
Sonia Bompastor Frakklandi
Stephanie Mugneret-Beghe Frakklandi
Laetitia Tonazzi Frakklandi
■ Það sem skipti máliÞjálfari franska liðsins Elisabeth Loisel um íslenska kvennalandsliðið:
Ungt lið sem á ýmislegt eftir ólært
FÓTBOLTI Íslensku stelpurnar biðu
lægri hlut gegn þeim frönsku, 0-3,
í gærdag á Laugardalsvelli í riðla-
keppni EM 2005. Nokkur bjart-
sýni ríkti fyrir leikinn enda er ís-
lenska liðið búið að standa sig með
miklum sóma.
Að þessu sinni var andstæð-
ingurinn einu númeri of stór en þó
má segja að okkar stelpur hafi
fært þeim sigurinn á silfurfati
snemma leiks og var það alger
óþarfi. Strax á fjórðu mínútu
skoraði Hoda Lattaf frá vinstri
kanti, ætlaði að senda fyrir mark-
ið en boltinn hafnaði í netinu og
verður það að skrifast alfarið á
Þóru Björg Helgadóttur, mark-
vörð.
Átta mínútum síðar skoruðu
gestirnir svo annað mark sitt –
léku þá steinsofandi vörn íslenska
liðsins grátt og aftur var það
Hoda Lattaf sem skoraði. Þessi
hörmulega byrjun sló stelpurnar
algjörlega út af laginu og áhorf-
endur líka.
Það sem eftir lifði af fyrri hálf-
leiknum voru Frakkar nærri því
að bæta við og Þóra varði til að
mynda vel á síðustu mínútu hálf-
leiksins. Í byrjun seinni hálfleiks
var allt annað að sjá til íslenska
liðsins en þó lentu frönsku stelp-
urnar aldrei í neinum teljandi
vandræðum enda varnarleikur
þeirra, með Lauru Georges í
broddi fylkingar, mjög traustur.
Hafi einhver von lifað þá var
henni endanlega útrýmt á fimm
mínútna kafla. Á sextugustu og
sjöttu mínútu fór boltinn í hönd
einnar frönsku stúlkunnar og það
greinilega innan teigs en dómar-
inn færði brotið út fyrir teig og
ekkert kom út úr aukaspyrnunni.
Á sjötugustu og fyrstu mínútu var
svo náðarhöggið slegið – Laetitia
Tonazzi skoraði þá þriðja markið
og var megn rangstöðufnykur af
því og er þá frekar vægt til orða
tekið. Staðan því orðin 0-3 í stað 1-
2, en svona er þetta stundum. í
kjölfarið fjaraði leikurinn hægt
og rólega út án þess að nokkurt
markvert gerðist að ráði.
Skellur í upphafi leiks
Erla Hendriksdóttir fyrirliði
var einna sprækust í íslenska lið-
inu og þetta hafði hún að segja
eftir leik: „Það var hrikalegt að fá
þennan skell eftir aðeins fjórar
mínútur og hálf lamaði okkur og
annað markið var síðan ekki til að
bæta úr skák. Það er engin skömm
að tapa fyrir þessu geysisterka
liði og við verðum bara að taka
það jákvæða úr þessum leik sem
var það að við náðum að sækja
miklu meira á þær en í leiknum
úti. Við settum hins vegar ákveð-
na pressu á okkur fyrir leikinn og
vildum fá í það minnsta eitt stig
og við erum engan veginn sáttar
með eigin frammistöðu allar sam-
an – við eigum mikið inni.
Staðan er enn ágæt hjá okkur í
riðlinum en við verðum að mæta
tilbúnar frá fyrstu mínútu í leikn-
um gegn Rússum ef við ætlum að
landa sigri þá,“ sagði Erla.
Margrét Lára Viðarsdóttir,
Olga Færseth, Laufey Ólafsdóttir
og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir,
stóðu sig allar með ágætum.
sms@frettabladid.is
BROT Á MARKVERÐI FRAKKA
Hólmfríður Magnúsdóttir brýtur hér á markverði franska landsliðsins í leiknum í gær.
NÚMERI OF STÓRAR
Helena Ólafsdóttir, þjálfari íslenska
kvennalandsliðsins, gat ekki leynt von-
brigðum sínum á meðan á leik Íslands
og Frakka stóð í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
TVÖ GLÆSIMÖRK FRÁ BJÖRGÓLFI
Björgólfur Takefusa opnaði markareikning
sinn hjá Fylki í Landsbankadeildinni í gær.
Fylkir á toppinn í Landsbankadeild karla:
Björgólfur farinn í gang
FÓTBOLTI Fylkismenn náðu tveggja
stiga forustu á toppi Landsbanka-
deildar karla eftir 2–0 sigur á
Keflavík í lokaleik 4. umferðar í
gær. Markakóngur síðasta tíma-
bils, Björgólfur Takefusa, opnaði
markareikninginn sinn í sumar
með því að skora bæði mörkin.
Keflvíkingar byrjuðu betur og
Þórhallur Dan Jóhannsson bjarg-
aði á marklínu strax á þriðju
mínútu. Þegar leið á hálfleikinn
tóku Fylkismenn völdin og tvö
stórglæsileg mörk Björgólfs
Takefusa með átta mínútna milli-
bili kom þeim tveimur mörkum
yfir. Fyrra markið var hnitmiðað
skot utan teigs en í hinum síðari
snéri hann laglega af sér varnar-
mann og skoraði með tilþrifum.
Leikurinn bauð upp á fjölda
góðra marktækifæra og mörkin
hefðu getað orðið mun fleiri. Ólaf-
ur Stígsson átti sinn langbesta
leik á þessu tímabili. Hann var
eins og kóngur á miðjunni og hélt
Stefáni Gíslasyni niðri. ■
BESTUR Á VELLINUM
Ólafur Stígsson Fylki
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 13–13 (6–5)
Horn 4–7
Aukaspyrnur fengnar 9–15
Rangstöður 4–0
Spjöld (rauð) 0–1 (0–0)
FRÁBÆRIR
Enginn
MJÖG GÓÐIR
Ólafur Stígsson Fylki
GÓÐIR
Guðni Rúnar Helgason Fylki
Valur Fannar Gíslason Fylki
Finnur Kolbeinsson Fylki
Þórhallur Dan Jóhannsson Fylki
Sævar Þór Gíslason Fylki
Björgólfur Takefusa Fylki
Stefán Gíslason Keflavík
Haraldur Guðmundsson Keflavík
Magnús Þorsteinsson Keflavík
FYLKIR–KEFLAVÍK 2–0 (2–0)
1–0 Björgólfur Takefusa 22.
2–0 Björgólfur Takefusa 30.
DÓMARINN
Jóhannes Valgeirsson Góður
■ Það sem skipti máli
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
. Ó
L.
■ Staðan í deildinni
LANDSBANKADEILD KARLA
Fylkir 4 3 1 0 6–1 10
ÍA 4 2 2 0 5–2 8
Keflavík 4 2 1 1 6–5 7
ÍBV 4 1 3 0 5–4 6
FH 4 1 2 1 3–3 5
Grindavík 4 1 2 1 4–5 5
Fram 4 1 1 2 6–6 4
KR 4 1 1 2 5–7 4
KA 4 1 0 3 3–5 3
Víkingur 4 0 1 3 2–7 1
MARKAHÆSTIR
Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík 3
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 3
Björgólfur Takefusa, Fylki 2
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Fram 2
Sævar Þór Gíslason, Fylki 2
Þorbjörn Atli Sveinsson, Fylki 2
Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV 2
Arnar Gunnlaugsson, KR 2
Ríkharður Daðason, Fram 2
Atli Sveinn Þórarinsson, KA 2