Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 4
Sjálfstæðisflokkurinn eykurfylgi sitt meðan Framsóknar- flokkurinn tapar fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins sem gerð var sunnudaginn 5. júní síðast- liðinn. Ríkisstjórnin bætir held- ur við sig fylgi, en nýtur engu að síður lítils fylgis miðað við það sem áður var. Ríkisstjórnin mælist einungis með 40,3 pró- senta fylgi, sem er svipað og í síðasta þjóðarpúlsi Gallups. Í fyrri könnun blaðsins, 20. maí, mældist stuðningur við ríkis- stjórnina bara 30,9 prósent. Samanlagt fylgi ríkisstjórnar- flokkanna núna er 42,8 prósent, sem samkvæmt þessum niður- stöðum fengju 27 þingmenn. At- hygli vekur að í síðustu könnun þegar ríkisstjórnin mældist með metóvinsældir, gáfu nokkuð færri upp afstöðu sína, eða 82,2 prósent, á móti 86,2 prósentum nú. Nokkuð ber í milli þegar kemur að fylgi flokka milli kannana og frá því í kosningun- um í maí 2003. Framsóknar- flokkurinn virðist hins vegar á niðurleið og tapar tæplega 3 prósenta fylgi milli kannana. Flokkurinn er núna með rúm- lega 8 prósent og tapar 7,9 pró- sentum frá því í alþingiskosn- ingunum. Væru þetta niðurstöð- ur kosninga fengi flokkurinn ekki nema 5 þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn bætir hins vegar verulega í og munar þar nær 10 prósentum frá fyrri könnun Fréttablaðsins. Með 34,7 prósent er flokkurinn kominn eitt prósentustig yfir kjörfylgi í síðustu alþingiskosningunum. Flokkurinn væri samt enn með 22 þingmenn kjörna. Vinstri grænir og Samfylkingin bæta töluverðu við sig frá því í kosn- ingunum, en síga aðeins milli kannana. Vinstri grænir mælast nú með tæplega 17 prósent fylgi og fengju 10 þingmenn kjörna, en Samfylkingin er með 37 pró- senta fylgi og 24 þingmenn. Sem fyrr er nokkur munur á kynjunum þegar kemur að stuðningi við ríkisstjórnina í nýjustu könnun Fréttablaðsins. Ekki nema 36,8 prósent kvenna styðja ríkisstjórnina meðan 43,5 prósent karla gera það. Þá kem- ur fram að andstaða við stjórn- ina er nokkuð minni á lands- byggðinni, en í þéttbýli, eða 56,6 prósent á móti 61,1 prósenti. Þá kemur einnig fram að Sjálfstæð- isflokkurinn nýtur miklu minna stuðnings meðal kvenna en karla, eða 29,1 prósent á lands- vísu, á móti 39,1 prósent fylgi karlanna. Að sama skapi styðja fleiri konur Samfylkinguna, tæp 42 prósent á móti rúmlega 33 prósenta stuðningi karlanna. Vinstri-græna styðja svo tæp 20 prósent kvenna á móti rúmum 14 prósentum karla. Minni mun- ur er á kynbundnu fylgi hinna flokkanna. Úrtak blaðsins er sem fyrr 800 manns, þar sem kynjahlut- fall er jafnt og rétt deilt niður eftir kjördæmum. Afstöðu til ríkisstjórnarinnar tóku 86,2 pró- sent aðspurðra og 58,4 prósent gáfu upp afstöðu sína til flokka. olikr@frettabladid.is 4 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN Ögmundur Jón- asson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir sinn flokk una vel við sitt. „Á döpru gengi ríkisstjórnarinnar er hins vegar ljóst að þjóðin vill breyta til. Að- spurður hvað hann telji að valdi mun á gengisbreytingum stjórn- arflokkanna segir Ögmundur að það beri að hafa fyrirvara á slíku í skoðanakönnunum, en honum þykir þó líklegt að marg- ir stuðningsmenn flokkanna hafi orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu þeirra undanfarn- ar vikur. ■ Sjálfstæðisflokkur bætir við sig fylgi Ríkisstjórnin eykur fylgi sitt en væri engu að síður fallin kæmi til kosninga. Sjálfstæðisflokkur bætir miklu við sig og mælist yfir kjörfylgi en Framsóknarflokkurinn tapar og er langt undir kjörfylgi. Sam- an fengju flokkarnir bara 27 þingmenn. Samfylkingin er stærst flokka og fengi 24 þingmenn kjörna. Ertu búin/n að skipuleggja sumarfríið? Spurning dagsins í dag: Á að setja skilyrði um lágmarksþátt- töku í lögum um þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlalögin? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 48% 52% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Hjálmar Árnason: Fylgið mun aukast á ný SKOÐANAKÖNNUN „Þetta kemur mér á óvart, en samt ekki. Ég trúi því að þegar fram í sækir munum við sækja í okkur veðrið eins og við höfum alltaf gert,“ sagði Hjálm- ar Árnason, þingflokks- f o r m a ð u r Framsóknar- flokksins, um könnunina , þar sem fylgi flokksins dal- ar og fer í 8,1 p r ó s e n t . H j á l m a r kveðst ekki hafa neinar skýringar á hvers vegna Framsókn tapi fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig. „Ef ég vissi það værum við sjálfsagt ekki í þess- ari stöðu.“ ■ 20. maí ‘04 5. júní ’04 3 0 ,9 % 6 9 ,1 % 4 0 ,3 % 5 9 ,7 % FYLGJANDI ANDSNÚNIR HJÁLMAR ÁRNASON Magnús Þór Hafsteinsson: Ótrúlegar sveiflur SKOÐANAKÖNNUN Magnús Þór Haf- steinsson, þingflokksformaður Frjáls lynda f l o k k s i n s , segir það koma sér á óvart hversu lítið gengi sinn flokkur mælist með. „Við höfum verið öflug á þingi og verið áberandi í ýmsum mála- f l o k k u m . Annars þykir mér þær sveiflur í gengi flokk- anna í skoðanakönnunum undan- farið hvað ótrúlegastar.“ ■ VIÐ MYNDUN RÍKISSTJÓRNAR Sjálfstæðisflokkurinn er kominn yfir kjörfylgi meðan Framsóknarflokkurinn tapar miklu fylgi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á sunnudaginn. STUÐNINGUR VIÐ RÍKISSTJÓRN Stuðningur við ríkisstjórnina hefur vaxið um tíu prósentustig frá síðustu könnun. FYLGI FLOKKA Línuritið sýnir breytingar á fylgi flokkanna frá því í alþingiskosningunum á síðasta ári. Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur sveiflast nokkuð en fylgi Framsóknarflokks hefur dalað stöðugt. Össur Skarphéðinsson: Greinileg óánægja með stjórnina SKOÐANAKÖNNUN „Það sem stendur upp úr í þessu máli er óánægja fólks með nú- verandi ríkis- stjórn og það er greinilegt að það er vilji fyrir breyt- ingum,“ segir Össur Skarp- h é ð i n s s o n , f o r m a ð u r Samfylking- arinnar, um k ö n n u n i n a . Hann kveðst einnig ánægð- ur með gott gengi síns flokks. ■ SKOÐANAKÖNNUN „Þessi könnun end- urspeglar fjölmiðlaumræðuna eins og hún hefur verið síðustu vikurnar auk þess sem fylgdi í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir, vara- þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, um niðurstöður skoðana- könnunar Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Sigríður bætir við að Sjálfstæðisflokkurinn sé að endur- heimta sitt fyrra fylgi sem sé „eðli- legt í ljósi þess að í könnunum Fréttablaðsins hefur flokkurinn verið langt undir kjörfylgi.“ ■ SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Sigríður Anna Þórðardóttir: Endurspeglar umræðuna Ögmundur Jónasson: Þjóðin vill breytingar ÖGMUNDUR JÓNASSON ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON MAGNÚS ÞÓR HAF- STEINSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.