Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 9
9ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004 LAUNAMÁL Íslenska ríkið þarf að greiða það sem upp á vantar á launa- greiðslur Bandaríkjahers til starfs- manna á Keflavíkurflugvelli. Gunn- ar Snorri Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, segir ríkið svo eiga gagnkröfu á Banda- ríkin. Hann segir utanríkisráðherra hafa kallað sendiherra Bandaríkj- anna á sinn fund fyrir rúmri viku vegna málsins. „Við höfum fengið vísbendingar um að mál séu í vinnslu og vonumst til að þau leysist farsællega,“ sagði hann og var von- góður um ráðuneytið gæti haft milli- göngu um afgreiðslu sambærilegra mála og dómur er þegar fallinn í. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur hafði í liðinni viku bet- ur í einu máli vegna vanefnda á greiðslu starfsmenntaálags. Enn hafa launagreiðslur þó ekki verið leiðréttar af hálfu hersins. Eins er ástatt um fleiri starfsmenn. Guð- jón H. Arngrímsson, varaformaður félagsins, segir að eins hafi fjöldi starfsmanna í eldhúsi og víðar ekki fengið umsamdar launahækkanir um áramót. Málshöfðun er í undir- búningi vegna þeirra. Í varnarsamningnum er kveðið á um að starfsfólk hersins skuli njóta sömu launakjara og kveðið er á um í kjarasamningum hér. Kaup- skrárnefnd úrskurðar um launa- mál á vellinum og á að tryggja að starfsmenn hafi sömu kjör og sam- bærilegir starfsmenn hér á ís- lenskum vinnumarkaði. Friðþór Eydal, upplýsingafull- trúi Bandaríkjahers, segir að her- inn vanti greiðsluheimildir vegna launahækkana sem hér hafa orðið. „Bandarísk lög kveða á um ákveðið þak á upphæðir í launahækkanir í herstöðvum erlendis. Hækkanir sem hafa átt sér stað á undanförn- um misserum fara umfram þessi hámörk,“ sagði hann. olikr@frettabladid.is HERSTÖÐIN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Starfsfólk Bandaríkjahers sem fær greidd laun samkvæmt gildandi kjarasamningum hefur ekki fengið greiddar umsamdar launahækkanir frá því síðasta haust. Kjaramál starfsmanna varnarliðsins: Ákvæði varnarsamnings um launagreiðslur brotin KISTA REAGANS Líkkista Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríjkanna, sést hér komin í Forseta- bókasafnið í Simi Valley í Kaliforníu í gær. Safnið ber nafn Reagans og mun kista hans standa þar uppi fram á miðvikudag til minningar um hinn látna forseta. ■ AMERÍKA FANGAUPPREISN LÝKUR Fangar í brasilískri lögreglustöð slepptu í gær fangaverði sem þeir höfðu hneppt í gíslingu og lögðu niður vopn. Þeir höfðu náð lögreglustöð á sitt vald en gáfust upp eftir að ríkis- stjórinn í Ríó de Janeiro lýsti yfir neyðarástandi. Í millitíðinni lét einn maður lífið. HEFÐI BETUR ALDREI FÆÐST „Hann, sá sem hefði aldrei átt að fæðast, er látinn,“ sagði kúbversk útvarpsstöð um andlát Ronalds Reagan, fyrrum forseta Bandaríkj- anna. „Gleyminn og ábyrgðarlaus eins og hann var gleymdi hann að taka verstu verk sín með sér í gröf- ina,“ sagði útvarpsstöðin og þykir endurspegla vilja stjórnvalda. ■ MIÐAUSTURLÖND SKOTIÐ Á DANI Danskir her- menn sem voru á eftirlitsferð í suðurhluta Íraks urðu fyrir skotárás ókunnugra víga- manna. Átta menn sáust flýja svæðið og fannst bíll sem þeir skildu eftir. Í honum voru eld- flaugar, handsprengjur og byssur. LOFTÁRÁS Í LÍBANON Ísraelskar herþotur réðust á stöðvar palest- ínskra vígamanna nærri Beirút, höfuðborg Líbanons. Að sögn lí- banskra embættismanna skutu herþoturnar fjórum eldflaugum að skotmörkum í Naamehhæðun- um, suður af Beirút. Óvíst var um mannfall. ■ EVRÓPA SEX Í HUNGURVERKFALLI Sendi- herrar átta ESB-ríkja og yfirmaður sendinefndar Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu í Hvíta- Rússlandi, hittu í gær sex stjórnar- andstöðuþingmenn sem eru í hung- urverkfalli. Þingmennirnir mót- mæla einræðistilburðum Alexand- ers Lukasjenko forseta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.