Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 31
■ ÞETTA GERÐIST 1504 Stytta Michelangelo Buonarroti af Davíð er sett upp á Palazzo-safn- inu í Flórens á Ítalíu. 1845 Andrew Jackson, sjöundi forseti Bandaríkjanna, deyr í Nashville. 1917 163 námuverkamenn farast í eldsvoða í koparnámu í Granite Mountain í versta námuslysi í sögu Bandaríkjanna. 1947 Fyrsti þátturinn um hundinn góða Lassie er fluttur á ABC- útvarpsstöðinni. 1965 Rússneska tunglfarinu Luna 6 er skotið á loft. 1967 34 bandarískir sjóliðar farast þegar ísraelskar herflugvélar gera fyrir mistök árás á herskipið Liberty sem var á siglingu á Miðjarðarhafinu. 1968 James Earl Ray, sem grunaður var um morðið á Martin Luther King, er handtekinn á Lundúna- flugvelli. 1968 Robert Kennedy öldungadeildar- þingmaður er borinn til grafar en hann féll fyrir hendi morðingja. 23ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004 Hver? Hugi Ólafsson, nýskipaður skrifstofustjóri skrifstofu sjálfbærrar þróunar og al- þjóðamála í umhverfisráðuneytinu. Hvar? Skrifstofan er í Vonarstræti. Viðfangsefn- ið er alls staðar: Landið, miðin og loft- hjúpurinn. Hvaðan? Úr Árbænum. Erfðaefnið kemur aðallega úr Ísafjarðardjúpi og Biskupstungum. Hvað? Starfið felst í að reyna að mjaka samfé- laginu í átt til sjálfbærrar þróunar. Hvernig? Með því að nýta náttúruna af skynsemi og vernda lífríkið, loftslagið og önnur grunngæði jarðar. Hvers vegna? Við búum á eyju allsnægta í heimi fá- tæktar með yfirdrátt hjá framtíðinni. Við þurfum að viðhalda velferðinni, útrýma örbirgðinni og lifa á innistæðunni. Hvenær? Í dag, á morgun og væntanlega um langa framtíð. PERSÓNAN Starfsviðurkenning Reykjavík-urborgar var veitt á dögunum auk umhverfisviðurkenningar höfuðborgarinnar. Starfsviður- kenninguna hlaut Landupplýs- ingakerfi Reykjavíkur en það var sett á fót fyrir 16 árum síðan. Borgarbúar hafa aðgang að hluta kerfisins á Borgar- vefsjánni en hana nota um 10 þúsund manns í hverjum mánuði. Á henni má meðal annars nálgast upplýsingar um lagningu ljós- leiðara, lagna, hverfaskiptingu, nýframkvæmdir og viðhald. Landupplýsingakerfið hefur vak- ið athygli erlendis fyrir gæði og þá nýjung að hluti kerfisins er opinn almenningi. Það hefur á undanförnum árum unnið til fjöl- da viðurkenninga og verðlauna erlendis. Hin verðlaunin komu í hlut Skeljungs en fyrirtækið var verðlaunað fyrir starf í þágu um- verfismála. Í umsókn dómnefnd- ar sem var sammála í vali sínu segir að Skeljungur hefði unnið lofsvert starf í umhverfis- og ör- yggismálum meðal annars með þátttöku í vetnisverkefninu og samfélagsverkefnum ásamt því að sinna öflugu starfi í öryggis- málum. ■ VIÐURKENNINGAR REYKJAVÍKURBORG ■ afhenti bæði starfsviðurkenningu og umhverfisviðurkenningu á dögunum. UMHVERFISVIÐURKENNING REYKJAVÍKURBORGARGunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, tekur við verðlaununum úr hendi Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Umhverfisvænt olíufélag Meðal þess sem í boði verður: • Almenningsdeild: Ármannsdagshlaup. Nánari upplýsingar www.hlaup.is Einnig skráning á staðnum 12 júni. Þátttökugjald 500 kr. • Fimleikadeild: Sýningar, kynningarbæklingur, þjálfarar leiðbeina. • Frjálsíþróttadeild: verður með kynningu og setur upp þrautabraut. • Glíma: Glímukappar kynna íþróttina.Belti til staðar þannig að allir getir reynt sig. • Handboltadeild: Vítakeppni, boltafimi og fleira. • Júdódeild: Júdoiðkendur verða á staðnum að leiðbeina og sýna. Allir fá að prófa.. • Körfuknattleiksdeild: Street-ball mót á planinu við Þróttaraheimilið. Skráning á palli@internet.is, raggis@internet.is og á staðnum, nánari uppl. 897-7320. • Lyftingadeild: Afreksmenn úr íþróttinni verða á staðnum til að sýna og leiðbeina. Gestir glíma við lóðin. • Skíðadeild: Allir að mæta með línuskautana og prófa þrautabraut skíðadeildarinnar. • Sunddeild: verður með kynningarbás, gefur frítt í sund og tekur niður skráningu á námskeið. • Tae Kwon Do deild: Íþróttin kynnt og áhugasömum leyft að galla sig upp og prófa. • Hrókurinn: verður með kynningu á skákíþróttinni. Annað: Þrautakeppni milli deilda Ármanns og gesta. Veitingasala verður á staðnum. Ýmsar óvæntar og skemmtilegar uppákomur. Íþrótta- og Fjölskylduhátíð Ármenninga í Laugardal Ármannsdagurinn 12. júní 2004 Langar þig að taka þátt? Haldið í Laugardalshöllinn Dagskrá: Klukkan 11:00 Setning hátíðarinnar Klukkan 11:15 Street-ball keppni í körfubolta á Þróttaraplaninu. Klukkan 12:00 Fimleikasýning Klukkan 12:30 Judo sýning Klukkan 13:00 Ármansdagshlaupið/ganga/línuskautar Klukkan 13:30 Tae Kwon do sýning Klukkan 14:00 Glímu sýning Klukkan 15:00 Hápunktur dagsins með sameiginlegri sýningu deilda Ármanns. BONNIE TYLER Þessi fornfræga söngkona með viskírödd- ina er 51 árs í dag. Hún söng á sínum tíma um hetjuleit í kvikmyndinni Footloose og algeran sólmyrkva hjartans á hinu dá- samlega „með sítt að aftan“ tímabili í tón- listarsögunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.