Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004 Efnameðferð: Nauðgarar vanaðir NOREGUR, AP Nauðgarar og kyn- ferðisafbrotamenn verða vanaðir með efnameðferð ef þeir sam- þykkja slíka meðferð. Fjórir menn, sem hafa ýmist verið dæmdir fyrir nauðgun eða kynferðislega mis- notkun, hafa samþykkt að gangast undir slíka meðferð og þegið ráð- gjöf um hálfs árs skeið. Meðferðin drepur niður kyn- hvöt manna og getu þeirra til að stunda kynlíf, að sögn norska dag- blaðsins Dagsavisen. Meðferðin hefur engin áhrif á refsingu fanga, þeim sem gangast undir hana verður ekki sleppt og enginn verð- ur neyddur í hana. ■ Forsetakosningar: Eftirlit er ómögulegt TSJETSJENÍA, AP Stríðið í Tsjetsjen- íu kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með því að forseta- kosningarnar 29. ágúst fari fram með eðlilegum hætti, segja forsvarsmenn Evrópuþingsins. Í kosningunum verður kosinn eft- irmaður Akhmad Kadyrovs sem ráðinn var af dögum í síðasta mánuði. Lítið eftirlit var haft með for- setakosningunum í október á síðasta ári vegna þess að eftir- litsmenn gátu ekki treyst því að fara óáreittir milli kjörstaða. Framkvæmd kosninga í Tsjetsjeníu hefur verið gagn- rýnd harkalega og kosningarnar vart taldar marktækar. ■ SMYGLARAR HANDTEKNIR Lög- reglan í Mílanó á Ítalíu handtók fimmtán manns eftir að upp komst um mikið fíkniefnasmygl þeirra. Talið er að hópurinn hafi smyglað allt að tíu kílóum af kókaíni, heróíni og maríjúana frá Norður-Evrópu til Ítalíu í viku hverri. FÉFLETTI FÓRNARLÖMB NASISTA Fyrrum þingmaður á Úkraínu- þingi hefur verið fundinn sekur um að hafa dregið sér andvirði um 175 milljóna króna. Féð var hluti af greiðslum þýskra stjórnvalda og fyrirtækja til fórnarlamba nasista í síðari heimsstyrjöld. Maðurinn dró sér féð þegar það fór í gegnum banka sem hann stjórnaði. ÞINGMENN SÝKNAÐIR Fjórir kúrdískir þingmenn á tyrk- neska þinginu hafa verið sýkn- aðir af ákæru um tengsl við kúrdíska uppreisnarmenn. Áður höfðu mennirnir verið fundnir sekir í héraðsdómi. Óvíst er hvort þeim verði sleppt úr fangelsi því enn er hægt að rétta aftur í málinu. TÆKNIVÆÐING Skipta þarf út öllum greiðslukortum og posum þegar ný örgjafakort verða tekin í notkun á haustmánuðum. Pin-númer verður slegið inn í stað undirskriftar. Ragn- ar Önundarson, framkvæmdastjóri Eurocard, segir breytinguna kosta um hálfan milljarð króna. Þetta sé gert til að auka öryggi korthafa. Ragnar Önundarson segir að um arðbæra fjárfestingu sé að ræða því kortasvindl vaxi um 30-40% í Evr- ópu á ári. „Ég gæti giskað á að ár- legt tjón af kortasvindli sé um 40-50 milljónir,“ segir Ragnar. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri samtaka og verslunar, segir breytingarnar leggjast vel í versl- unarrekendur. „Þetta gerir það að verkum að ábyrgðin á notkun kort- anna flyst alfarið á korthafa og verður ekki lengur hjá söluaðilan- um eins og er í dag. Það er mjög mikils virði fyrir söluaðila,“ segir Sigurður. Fyrstu örgjafakortin koma á markað í ágúst og er áætlað að allir landsmenn verði komnir með nýju kortin í árslok. Bankarnir greiða fyrir greiðslukortin og kostnaður- inn við nýju posana verður felldur inn í leiguverð þeirra, segir Ragnar. Ragnar segir posana verða með báða eiginleika til að byrja með þar sem breytingarnar nái ekki fram að ganga alls staðar í heiminum. „Fólki verður því leyft að flýja í segul- röndina ef það gleymir pin-númer- inu,“ segir Ragnar. ■ Leyfi veitt: Leita gulls í Lapplandi SVÍÞJÓÐ, AP Sænskt fyrirtæki hef- ur ákveðið að hefja gulleit í norðurhluta Svíþjóðar, Lapp- landi. Fyrirtækið Gullnámumenn Lapplands hefur fengið leyfi stjórnvalda til að leita verð- mætra málma í Fæboliden. For- stjóri þess, Karl-Åke Johansson, sagði undirbúningsrannsóknir gefa til kynna að finna mætti allt að 27 tonn af gulli sem grafa mætti upp, þar af væru 23 tonn líklega nothæf. Ekki verður byrjað að grafa eftir gulli fyrr en í fyrsta lagi árið 2007 og þarf til þess sér- stakt leyfi yfirvalda umhverfis- mála. ■ ■ EVRÓPA Hálfum milljarði varið í öryggisvarnir: Öllum greiðslukortum skipt út HÖRMUNGARÆVI LOKIÐ Arafat Yaacoub, rúmlega þrítugur Palestínu- maður, var jarðsettur í gær en að sögn Palestínumanna var hann skotinn í höfuðið fyrir utan kaffihús þegar ísraelskar hersveitir skutu að hópi palestínskra ungmenna í Qualandia flóttamannabúðunum . Hann var bundinn við hjólastól eftir fyrri skotsár en Yaacoub særðist fyrst í uppreisn Palest- ínumanna árið 1987, þá 14 ára gamall. NÝ KORT FYRIR ÁRAMÓT Slá þarf inn pin-númer í stað undirskriftar. Posarnir verða með báðum eiginleikunum til að byrja með vegna þess að breyting- arnar ná ekki fram að ganga í Ameríku og Asíu fyrr en að nokkrum árum liðnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.