Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004 35 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is SÝND kl. 6, 8 og 10 SECRET WINDOW kl. 5.50 og 10.10 KILL BILL kl. 5.30, 8 og 10.50 B.i. 16 PÉTUR PAN kl. 6 BUTTERFLY EFF. kl. 8 og 10.15TROY kl. 10 SÝND kl. 5.30, 8.30 og 11.30 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 SÝND kl. 6, 8 og 10 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH S.V. Mbl. SÝND kl. 5, 6.30 og 8 M/ENSKU TALI HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH S.V. Mbl. HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH H.L. Mbl. HHH Kvikmyndir.com HHH Kvikmyndir.is 25 þúsund manns á aðeins 12 dögum! 25 þúsund manns á aðeins 12 dögum! ER Alex Kingston, lengst til vinstri, hefur verið rekin úr þáttunum ER. Hún ætlar að flytja sig um set til Bretlands á næstunni. Of gömul fyrir ER Stöllurnar í Forever entertain-ment, þær Dóra Takefusa og Margrét Rós Gunnarsdóttir, sjá nú um að reka staðinn á Pravda barn- um í Austurstræti. Ýmsar nýjung- ar hafa verið kynntar á skemmti- staðnum en þriðjudagskvöldin í sumar verða tileinkuð spila- mennsku. Á borðum í kvöld verður að finna spilastokka, töfl, jatsí, Tri- vial Pursuit og svo verður að sjálf- sögðu tilboð á barnum. Þær Dóra og Margrét Rós þykja miklar keppnismanneskjur þegar kemur að spilamennskunni og ætla þær sér sjálfar að vera á staðnum í kvöld. Það er því um að gera fyrir þá sem vilja njóta kvöldsins að koma við á Pravda til að hlusta á góða tónlist og taka í spil. ■ Spilakvöld á Pravda barnum Reykjavík Shorts & Docs að hefjast ■ SJÓNVARP Alex Kingston, sem leikur dr.Elizabeth Corday í læknaþátt- unum ER, er að hætta eftir sjö ár í starfi. Samningur hennar er að renna út og ákváðu framleiðendur þáttarins að framlengja hann ekki. Ástæðan er sú að hún þykir of göm- ul í hlutverkið. Að sögn Kingston, sem er 41 árs, vilja framleiðendurnir leggja meira áherslu á yngra fólk í fram- tíðinni. „Þessi nýja stefna er mikil synd,“ sagði Kingston. „Það er í lagi að hafa unga læknanema í þátt- unum en þú verður líka að hafa persónur sem fara með völdin, fólk á öllum aldri, af öllum kynþáttum og gerðum.“ Kingston ætlar að einbeita sér að sjónvarpsþátta- og kvikmynda- leik í heimalandi sínu, Bretlandi, á næstu misserum. ■ ■ KVIKMYNDIR Þetta er þriðja árið í röð sem há-tíðin er haldin og við erum sí- fellt að byggja hana upp,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, framkvæmda- stjóri Reykjavík Shorts & Docs, heimilda- og stuttmyndahátíðar Reykjavíkur. „Í ár verða tólf nýjar, íslenskar myndir frumsýndar á há- tíðinni en svo eru þetta myndir héð- an og þaðan af erlendum kvik- myndahátíðum. Sérstök valnefnd sér um að velja myndirnar og lögð er áhersla á að þarna séu á ferðinni vandaðar og góðar heimilda- og stuttmyndir.“ Hjálmtýr Heiðdal sýndi mynd sína Gamla brýnið á Reykjavík Shorts & Docs í fyrra. „Nú var ég að koma frá kvikmyndahátíð í Ródos þar sem myndin var sýnd. Sú kvikmyndahátíð fjallaði fyrst og fremst um manninn og umhverfið,“ en Gamla brýnið er tekin í Ófeigs- firði norður í Strandasýslu og segir meðal annars frá hlunnindabúskap á Íslandi. „Við fylgjumst með Pétri Guðmundssyni bónda og sjáum hann meðal annars flá sel og nýta rekavið og æðardún. Það var mikið spurt út í þetta enda snerist um- ræðan á hátíðinni um hlutverk kvikmynda í náttúruvernd og áhrif þeirra á umhverfisvitund fólks.“ Hjálmtýr segist hafa nýtt ferðina fyrir Reykjavík Shorts & Docs. „Ég notaði tækifærið til að skoða hinar myndirnar á hátíðinni með Reykja- víkurhátíð næsta árs í huga.“ Reykjavík Shorts and Docs hefst þann 10. júní í Regnboganum og meðal áhugaverðra heimildamynda sem þar verða sýndar í ár er finnska heimildamyndin Scream- ing Men eftir leikstjórann Mika Ronkainen en myndin segir frá finnskum öskurkarlakór sem vein- ar jafnt þjóðlög og barnagælur áheyrendum til mikillar skelfingar. Screaming Men fékk verðlaun sem besta heimildamyndin á Nordisk Panorama árið 2003. ■ FINNSKI ÖSKURKARLAKÓRINN Finnska heimildamyndin Screaming Men var tekin að hluta til hér á landi og verður sýnd á Reykjavík Shorts & Docs í ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.