Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 47
39ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004 ■ FÓLK Í FRÉTTUM Í nýju Subaru Outback bifreiðinni mætast fegurð og hæfni sem aldrei fyrr. Eigendur Subaru bíla hafa mestu vörumerkjatryggð sem um getur vegna þess að þeir sem eru góðu vanir vilja halda sínu. Með gæðum, hugviti og frammistöðu skipar Outback sér á bekk með helstu lúxusbílum nútímans. Subaru Outback er hannaður til að þú komist á fegurstu staðina með frábærum hætti. Komdu við hjá Ingvari Helgasyni og kynntu þér málið nánar. Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 F í t o n / S Í A 0 0 9 3 2 5 VIÐ KYNNUM NÝJASTA MEÐLIMINN Í FLOKKI LÚXUSBÍLA Vettlingar fyrir elskendur ÍAusturstrætinu er að finnanýstárlega vörur fyrir elskendur en þar er nú hægt að kaupa vettlinga sem eru sér- hannaðir fyrir kærustupör. „Arnfríður Eysteinsdóttir prjón- aði vettlingana,“ segir Kristín Rut Fjólmundardóttir, verslun- arstjóri Thorvadsensbazars í Austurstræti. „Þetta eru í raun þrír vettlingar, einn sérhannað- ur á sitt hvorn elskuhugann og svo einn prjónaður fyrir þær hendur sem elskendurnir leiðast með. Á þriðja, sameiginlega vettlingnum er enginn þumall en til að leiða elskuna þína smellirðu höndinni ofan í þar til gert stroff sem er skreytt með útprjónuðum hjörtum.“ Thorvaldsensfélagið hefur haldið úti búð í Austurstrætinu í 103 ár. „Nú starfa tuttugu konur í sjálfboðavinnu við að prjóna vörur fyrir búðina og handunnu vörurnar eru alltaf vinsælar,“ segir Kristín en auk frumlegra vettlinga segir Kristín útprjón- aðar úlnliðahlífar renna út eins og heitar pönnukökur. „Við köll- um þær pulsevarme á dönsku, því armhlífarnar hlýja púlsinum svo vel. Þær eru mjög fallegar og falla vel í kramið hjá unga fólkinu.“ Allur ágóði Thorvaldsensbaz- ars rennur til veikra barna en í nóvember á síðasta ári áorkuðu konurnar í félaginu að gefa tíu milljónir til sykursjúkra barna. ■ Lárétt: 1 svall, 5 flýtir, 6 leyfist, 7 listamað- ur, 8 læt af hendi, 9 dálítið heit, 10 ein- kennisstafir, 12 gerast, 13 stefna, 15 frá, 16 strengur, 18 náskyld. Lóðrétt: 1 beint af augum, 2 nóa, 3 fimm- tíu og einn, 4 kjaftagleið, 6 vörumerki, 8 merki um hættu, 11 álpast, 14 eins um u, 17 líta. Lausn: ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Holugeitungar. Dalvík (Dalvíkurskjálfti). Bill Wyman i Rolling Stones. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1rall,5asi,6má,7kk,8sel,9 volg,10ea,12ske,13inn,15af, 16taug, 18náin. Lóðrétt: 1rakleitt,2ask,3li,4málgefin, 6melka,8sos,11ana,14nun,17gá. Stelpusveitin Nylon virðist vera ágóðri siglingu þessa dagana en þær eiga nú tvö lög í efstu sætum listans yfir lög sem sótt eru á vefn- um Tónlist.is. Þær höfðu sætaskipti við Ragnheiði Gröndal í síðustu viku og nú er Ragnheiður með lag- ið Ást í öðru sætinu og Héðanífrá í því fjórða. Nylonstelpurnar eru svo aftur á toppnum með Einhvers staðar einhvern tímann aftur og í þriðja sæti með Lög unga fólksins. Á listanum er tekið mið af seldum lögum annars vegar og spiluðum lögum hins vegar. Aðeins eru tekin lög inn á listann sem bæði er mögulegt að kaupa og hlusta á í áskrift. Þar sem listinn er fyrst og fremst sölulisti fá seld lög meira vægi en lög sem eru mikið spiluð af áskrifendum. Lög sem eru mjög mikið spiluð eiga þó möguleika á að lenda ofar en þau sem selst meira af. Reiknað er út hlutfall milli er- lendrar og íslenskrar tónlistar og lög síðan vigtuð eftir heildarnotk- un. Þannig á listinn að gefa góða mynd af vinsælustu lögunum á Tónlist.is í hverri viku. HÖNNUN PRJÓNAHÖNNUN ■ Um tuttugu konur selja prjónahönnun sína á Thorvaldsensbazar til styrktar veik- um börnum. KÆRUSTUPARAVETTLINGAR Úlnlðahlífar og vettlingar fyrir kærus- tupör eru meðal vinsælustu hönnun- arinnar á Thorvaldsensbazar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.