Fréttablaðið - 08.06.2004, Side 37
29ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004
Mitre Academy
Legghlífar
Kr. 990.-
Án/ökklahlífar
Markmannshanskar
fyrir krakka kr. 990.-
Mitre MS2
Legghlífar
Kr. 1790.-
m/ökklahlíf
Mitre Hydro
Frá kr. 3.990.-
Mitre Superfit
Æfingahanskar
Kr. 3.990.-
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36, Reykjavík,
sími 588 1560
www.joiutherji.is
sendum í póstkröfu
Mitre GRT Pro
Keppnishanskar
Kr. 5.990.-
Við eigum gott úrval af HM vörum
Fylkismenn sluppu
Fylkir hélt toppsætinu eftir 1-1 jafntefli gegn Fram. Varnarmaðurinn
Atli Sveinn Þórarinsson skoraði sitt þriðja mark fyrir KA í sumar.
FÓTBOLTI Fylkismenn eru áfram á
toppnum í Landsbankadeild karla
eftir leiki gærkvöldsins en Árbæj-
arliðið gerði þá jafntefli við Fram í
Laugardalnum. KA náði hinsvegar
í fyrsta stig sitt á heimavelli í 1–1
jafntefli gegn Grindavík.
Það var Ólafur Stígsson sem
kom Fylkismönnum yfir í lok fyrri
hálfleiks sem var mjög dapur en í
seinni hálfleik lifnaði yfir leiknum
og þá aðallega yfir Frömurum sem
voru óheppnir að tryggja sér ekki
öll þrjú stigin.
Það var aðeins Andri Fannar
Ottósson, sem kom inn á sem vara-
maður í seinni hálfleik, sem fann
leiðina í markið en hann var fyrsti
maðurinn til að skora framhjá
Bjarna Þórði Halldórssyni í
Fylkismarkinu í 332 mínútur.
Fylkismenn geta þakkað fyrir
að fara með stig úr Laugardalnum
í gær því hinn frábæri
markvörður þeirra Bjarni varði
tvisvar úr algjörum dauðafærum á
lokamínútunum.
Framarar voru arfaslakir í
fyrri hálfleik rétt eins og
Fylkismenn en í þeim seinni sýndu
þeir meira af þeirri góðu spila-
mennsku sem þeir hófu
Íslandsmótið á gegn Víkingum á
dögunum.
Framarinn Eggert Stefánsson
var svekktur með að hafa ekki
fengið þrjú stig. „Við bættum
okkur mikið í seinni hálfleik og
gerðum það sem við áttum að gera
frá fyrstu mínútu; að spila okkar
bolta. Nú verðum við bara að
byggja okkur upp út frá þessum
síðari hálfleik og fara að spila
heilan leik á sama hátt.“
Enn skorar Atli fyrir KA
KA-maðurinn Atli Sveinn
Þórarinsson er marksæknasti
varnarmaður deildarinnar en hann
skoraði sitt þriðja mark í sumar er
hann tryggði KA-mönnum fyrsta
stigið á heimavelli í sumar í 1–1
jafntefli KA og Grindavíkur á
Akureyri í gær. Atli hefur skorað 3
af 4 mörkum norðanmanna í
deildinni.
Grétar Hjartarson kom
Grindvíkingum yfir í upphafi leiks
með enn einu marki sínu fyrir utan
vítateig en þetta var þriðja mark
hans af löngu færi í sumar og er
hann nú markahæstur í deildinni
með fjögur mörk.
KA-menn voru manni fleiri á
lokamínútunum en tókst ekki að
tryggja sér sigurinn. ■
ÞORBJÖRN ATLI Í BARÁTTU GEGN SÍNUM GÖMLU FÉLÖGUM Í FRAM
Þorbjörn Atli Sveinsson lék í gær í fyrsta sinn með Fylki gegn sínum gömlu félögum í Fram. Hann var óheppinn með að skora ekki en
hann átti meðal annars skot í stöngina í seinni hálfleik. Hér glímir hann við Andrés Jónsson.
KA–GRINDAVÍK 1–1
0–1 Grétar Hjartarson 6.
1–1 Atli Sveinn Þórarinsson 62.
DÓMARI
Magnús Þórisson Sæmilegur
BESTUR Á VELLINUM
Atli Sveinn Þórarinsson KA
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 8–8 (6–5)
Horn 2–5
Aukaspyrnur fengnar 19–20
Rangstöður 2–2
Spjöld (rauð) 2–3 (0–1)
MJÖG GÓÐIR
Atli Sveinn Þórarinsson KA
Sinisa Valdimar Kekic Grindavík
GÓÐIR
Dean Martin KA
Ronni Hartvig KA
Jóhann Þórhallsson KA
Sigurður Skúli Eyjólfsson KA
Albert Sævarsson Grindavík
Ray Anthony Jónsson Grindavík
Óðinn Árnason Grindavík
Grétar Hjartarson Grindavík
■ Óðinn Árnason hjá Grindavík fékk tvö
gul spjöld í leiknum fyrir það að brjóta á
æskuvini sínum Jóhanni Þórhallssyni hjá
KA en þeir léku báðir með Þór áður en
þeir skiptu í Grindavík og KA.
■ ÞAÐ SEM SKIPTI MÁLI
FH–ÍBV 2–1
1–0 Tommy Nielsen, víti 7.
1–1 Einar Þór Daníelsson 35.
2–1 Guðmundur Sævarsson 81.
DÓMARI
Egill Már Markússon Slakur
BESTUR Á VELLINUM
Einar Þór Daníelsson ÍBV
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 17–11 (7–8)
Horn 4–5
Aukaspyrnur fengnar 14–16
Rangstöður 3–2
Spjöld (rauð) 3–4 (0–1)
GÓÐIR
Einar Þór Daníelsson ÍBV
Birkir Kristinsson ÍBV
Matt Garner ÍBV
Bjarnólfur Lárusson ÍBV
Bjarni Geir Viðarsson ÍBV
Daði Lárusson FH
Baldur Bett FH
Heimir Guðjónsson FH
■ ÞAÐ SEM SKIPTI MÁLI
KEFLAVÍK–VÍKINGUR 1–0
1–0 Þórarinn Kristjánsson 73.
DÓMARI
Gylfi Þór Orrason Góður
BESTUR Á VELLINUM
Grétar Sigurðsson Víkingi
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 6–14 (3–7)
Horn 7–4
Aukaspyrnur fengnar 19–18
Rangstöður 1–2
Spjöld (rauð) 0–1 (0–0)
MJÖG GÓÐIR
Grétar Sigurðsson Víkingi
GÓÐIR
Haraldur Guðmundsson Keflavík
Ólafur Gottkskálsson Keflavík
Höskuldur Eiríksson Víkingi
Sölvi Geir Ottesen Víkingi
Martin Trancík Víkingi
■ ÞAÐ SEM SKIPTI MÁLI
FRAM–FYLKIR 1–1
0–1 Ólafur Ingi Stígsson 42.
1–1 Andri Fannar Ottósson 62.
DÓMARI
Gísli Hlynur Jóhannsson Í meðallagi
BESTUR Á VELLINUM
Andri Fannar Ottósson Fram
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 9–11 (4–5)
Horn 3–5
Aukaspyrnur fengnar 20–14
Rangstöður 2–4
Spjöld (rauð) 2–3 (0–0)
GÓÐIR
Andri Fannar Ottósson Fram
Ragnar Árnason Fram
Eggert Stefánsson Fram
Ríkharður Daðason Fram
Bjarni Þórður Halldórsson Fylki
Kristján Valdimarsson Fylki
Helgi Valur Daníelsson Fylki
■ ÞAÐ SEM SKIPTI MÁLI
LANDSBANKADEILD KARLA
Fylkir 5 3 2 0 7–2 11
Keflavík 5 3 1 1 7–5 10
ÍA 4 2 2 0 5–2 8
FH 5 2 2 1 5–4 8
ÍBV 5 1 3 1 6–6 6
Grindavík 5 1 3 1 5–6 6
Fram 5 1 2 2 7–7 5
KR 4 1 1 2 5–7 4
KA 5 1 1 3 4–6 4
Víkingur 5 0 1 4 2–8 1
MARKAHÆSTIR
Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík 4
Atli Sveinn Þórarinsson, KA 3
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 3
Björgólfur Takefusa, Fylki 2
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Fram 2
Sævar Þór Gíslason, Fylki 2
Þorbjörn Atli Sveinsson, Fylki 2
Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV 2
Arnar Gunnlaugsson, KR 2
Ríkharður Daðason, Fram 2
Andri Fannar Ottóssonn, Fram 2
NÆSTU LEIKIR
KR–ÍA Mið. 9. júní 20.00
Fylkir–Víkingur Þri. 15. júní 19.15
ÍBV–Keflavík Þri. 15. júní 19.15
Grindavík–KR Mið. 16. júní 19.15
Fram–KA Mið. 16. júní 19.15
ÍA–FH Mið. 16. júní 20.00
■ STAÐAN Í DEILDINNI
Haukar missa leikmann í handboltanum:
Pauzuolis til Þýskalands
HANDBOLTI Litháinn Robertas
Pauzuolis, sem leikið hefur með
Haukum, gerði um helgina samn-
ing við þýska úrvalsdeildarfélag-
ið Wilhelmshavener sem íslenski
landsliðsmaðurinn Gylfi Gylfason
leikur með. Pauzuolis gerði eins
árs samning við félagið með
möguleika á framlengingu eftir
næsta tímabil.
Þjálfari Wilhelmshavener,
Michael Biegler, var ánægður
með nýja liðsstyrkinn. „Það er
mikilvægt að hafa bæði unga og
reynda leikmenn og ég er bjart-
sýnn á að Robertas eigi eftir að
reynast okkur vel.“
Þetta er að sjálfsögðu mikið
áfall fyrir Íslandsmeistara Hauka
enda hefur Pauzuolis leikið lykil-
hlutverk hjá liðinu undanfarin tvö
Íslandsmeistaraár. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
LOKSINS SIGUR HJÁ FH-INGUM
Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, sést
hér í baráttu við Eyjamanninn Magnús Már
Lúðvíksson. FH vann loksins sigur eftir þrjá
leiki í röð án þess að ná að vinna.
Landsbankadeild karla í gær:
Tap hjá ÍBV í metleik Birkis
FÓTBOLTI Guðmundur Sævarsson
tryggði FH-ingum langþráðan
sigur gegn ÍBV í Kaplakrika í gær
en Hafnarfjarðarliðið hafði leikið
þrjá síðustu leiki á undan án þess
að vinna. FH vann leikinn 2–1
eftir að hafa verið manni fleiri
síðasta klukkutímann.
Englendingurinn Ian Jeffs
fékk beint rautt spjald í annað
sinn í sumar á 30. mínútu þegar
hann braut mjög illa á Jóni
Þorgrími Stefánssyni. Eyjamenn
voru því komnir í sömu stöðu og
gegn KR í leiknum, manni færri
þegar meira en 60 mínútur voru
eftir af leiknum. Eyjamenn
börðust vel, líkt og gegn KR, en
urðu að lokum að sætta sig við
fyrsta tapleik sinn í sumar.
Birkir Kristinsson, mark-
vörður og fyrirliði ÍBV, bætti leik-
jamet sitt og Gunnars Oddssonar
þegar hann lék sinn 295. leik í
efstu deild.
FH-ingar voru frekar daprir,
sköpuðu sér fá færi en þolinmæði
liðsins borgaði sig í restina. Mark
Guðmundar kom eftir þunga sókn
FH-inga tíu mínútum fyrir leik-
slok, skot hans hafði viðkomu í
varnarmanni og Birkir átti enga
möguleika.
Úrsiltin voru sanngjörn þegar
á heildina er litið en Eyjamenn
áttu þó kannski skilið stig, ekki
síst vegna þess að þeir lögðu á sig
gríðarlega vinnu allan tímann. ■
Keflvíkingar unnu Víkinga í skelfilega slökum leik:
Þórarinn enn á réttum stað
FÓTBOLTI Þórarinn Kristjánsson,
var bjargvættur Keflvíkinga og
ekki í fyrsta skiptið þegar hann
tryggði liði sínu 1–0 sigur í
uppgjöri nýliðanna í Keflavík í
gær. Markið skoraði hann af stutt-
u færi á 73. mínútu eftir langt
innkast og skot frá Sreten
Djurovic.
Leikurinn var skelfilega lé-
legur og einn sá lélegasti leikur
sem boðið hefur verið upp á í
deildinni til þessa. Víkingar voru
betri aðilinn eins og oft í leikjum
sínum í sumar og áttu að minnsta
kosti skilið eitt stig en lánleysi
þeirra endurspeglar stöðu þeirra
á botni deildarinnar með aðeins 1
stig í húsi af 15 mögulegum.
Stefán Gíslason, miðju-
maðurinn sterki í liði Keflavíkur,
var sáttur með stigin þrjú þegar
Fréttablaðið ræddi við hann eftir
leikinn.
„Það verður að viðurkennast að
þetta var skelfilega slakt hjá
okkur í dag. Það er erfitt að spila
á móti liði sem kemur ekki inn á
völlinn til að spila fótbolta og því
miður duttum við niður á sama
plan og þeir. Í leik eins og þessum
eru það hinsvegar stigin þrjú sem
skipta máli. Þau eru í höfn hjá
okkur og því getum við ekki verið
annað en sáttir,“ sagði Stefán eftir
leikinn en Keflvíkingar eru eftir
nú aðeins stigi á eftir toppliði
Fylkismanna. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N