Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 23
3ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004 Breytingarskeiðið er ekki sjúkdómur. Það er náttúrulegt ferli í ævi kvenna. Breytingarskeiðinu geta hins vegar fylgt óþægindi. Úr náttúrunni má fá mild en afar virk efni við þessum óþægindum. Í Kvennablóma eru: • Soja ísóflavonóíðar, stundum nefndir jurtaestrógen • Dong Quai, þekkt sem lækningajurt kvenna • Villi-yam inniheldur jurtaprógesteronlík hormón • Náttljósarolía til betri nýtingar kalks • Drottningarhunang inniheldur fjölþætt bætiefni fyrir konur • Kalk er afar nauðsynlegt steinefni fyrir beinin • Magnesíum viðheldur ásamt kalki sterkum beinum • E-Vítamín er andoxunarefni og nauðsynlegt fyrir margháttaða starfsemi líkamans • Vítamín B-6 er m.a. nauðsynlegt til myndunar prótína, hormóna og taugaboðefna Kvennablómi er einstök samsetning þessara náttúruefna. Berið innihald Kvennablóma saman við innihald annara vörutegunda sem ætlaðar eru konum á þessu skeiði ævinnar. Einungis Kvennablómi inniheldur ofangreind bætiefni öll í einni töflu. ENGIN SKAÐLEG HORMÓN Fyrir konur á breytingarskeiði Valin náttúruleg bætiefni og jurtir fyrir konur á breytingarskeiði Oft hefur því verið haldið fram að fæða grænmetisæta sé ekki eins og holl og þeirra sem borða kjöt og að græn- metisætur séu að missa af því besta sem matur hafi upp á að bjóða og séu oft frekar úrillar. En síðustu ár hefur grænmetisætum fjölgað og grænmetis- fæði orðið fjölbreyttara og því hefur það komið í ljós að grænmetisætum líkar fæði sitt og jafnvel fylgir grænmetisfæð- inu kostir sem geta haft jákvæð áhrif á heilsuna. En hvort er betra að vera grænmetisæta eða kjötæta og hverjir eru kostir og gallar hvers fæðis fyrir sig? Grænmetisfæði - kostir minna af mettuðum fitusýrum meira af trefjum minna af salti stærri skammtar af ávöxtum og græn- meti fleiri samsett kolvetni og minna af óbrotnum sykri Einnig getur grænmetisfæði minnkað hættu á krabbameini. Grænmetisfæði - gallar járnskortur skortur á B12 vítamíni og kalsíum skortur á D-vítamíni skortur á amínósýrum og próteini Kjötfæði - kostir mikið af próteini mikið af járni mikið af B-vítamínum mikið af kaloríum Kjötfæði - gallar mikið af mettuðum fitusýrum – leiðir til hás kólesterólmagns mögulega aukin hætta á krabbameini lítið af trefjum mikið af salti Hvort er þá heilsusamlegra? Vel samsett mataræði af hvoru tveggja er mjög hollt og gott er líka að blanda saman þessum tveimur pólum. Grænmetisætur þurfa þó að gæta þess að taka inn nóg af vítamínum og járni og kjötætur að borða ekki kjöt í hvert mál og fá sér meira af grænmeti með máltíðum og mikið af ávöxtum á milli mála. [ GRÆNMETISÆTA EÐA EKKI ] Kostir og gallar Grænmeti er ríkt af trefjum. og kjöt af próteini. Mörg vitum við að einhverjar breytingar þurfa að gerast í lífi okkar. Við erum jafnvel búin að vita það lengi. Við segjum í sífellu við okkur sjálf: Af hverju haga ég mér svona. Ég ætti að vita betur. Í mörgum tilfellum snýr þessi hugsun að fíkn, matarvenjum, hreyfingarleysi eða vanafestu af öðru tagi. Til þess að breytingar eigi sér stað er ekki nóg að hugsa um þær. Við þurfum að verða fyr- ir tilfinningalegum ónotum eða finna mjög aðlaðandi hvata til að framkalla breytingar. Við þurfum að gera eitthvað í málinu. Ekki dugar að auka stöðugt umburðar- lyndi gagnvart sjálfum sér og segja: Þetta er nú ekki svo slæmt. Aðeins þegar að við erum hreyfð tilfinningalega getum við snúið baki við hegðun sem okkur er ekki að skapi. Að þessu leyti getur þjáning, óhamingja og ótti orðið ansi sterkir hvatar að breyting- um. Þeir sem horfast í augu við lífs- hættulega sjúkdóma gera oft ótrúlegar breytingar á eigin lífi. Miðjumoðið gengur ekki. Við þurfum annaðhvort að fá NÓG eða fara í Pollýönnuleik og verða yfirmáta bjartsýn til að stórkost- legar breytingar geti átt sér stað. Það er ekki nóg að segja: Ég ætti að... Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR. Ég ætti að vita betur... gbergmann@gbergmann.is. - mestlesna blað landsins Á FIMMTUDÖGUM hjálpar þér að gera góð kaup auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Hjarta- og æðasjúkdómar: Örlagarík mistök á sviði rannsókna Líkur eru á því að fljótfærnislegar ráðleggingarnokkurra sérfræðinga í Bandaríkjunum á síðustu öld hafi verið einhver örlagaríkustu mistök sem gerð hafi verið í manneldismálum á sviði hjarta- og æða- sjúkdóma. Þetta kemur fram í grein í nýútkomnu tímariti Heilsuhringsins. Greinin er þýdd úr banda- ríska tímaritinu „Townsend Letter for Doctors and Patients“ og er höfundur hennar Wayne Martin líf- efnafræðingur. Ævar Jóhannesson, fyrrverandi starfsmaður Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, þýddi greinina. Hann segir Wayne Martin þekktan í Bandaríkjunum fyrir gagnrýni sína á ríkj- andi skoðanir í manneldismálum. „Martin gagnrýnir harkalega þær aðferðir og kenningar sem sérfræð- ingar þar settu fram um 1955 í sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma. Hann telur kenningarnar hafi valdið miklum skaða og segir að áralangar ráðlegg- ingar um mataræði séu meginorsök kransæða- sjúkdóma,“ segir Ævar. Um 1955 kom upp sú kenning í Bandaríkjunum að mettuð fita, smjör og tólg væri slæm fita sem væri orsök mikillar fjölgunar dauðsfalla vegna hjarta- áfalla. Hins vegar væri fjölómettuð fita, holl fita, sem verndi gegn hjartaáföllum. „Martin telur þetta alrangt og segir þessar kenningar sérfræðinganna ekki hafa verið reistar á viðeigandi rökum. Hann segir þær settar fram af auðhringjum í þágu eigin hagsmuna. Það hafi verið gert með því að gagnrýna landbúnaðarvörur og halda því fram hversu óhollar og beinlínis hættulegar heilsunni þær væru. Síðan hefur almenningur tekið þessar kenningar trúan- legar án þess að viðunandi sannanir hafi komið fram um að svo sé,“ segir hann. Ævar bendir á að ekki hafi verulega farið að bera á fjölgun kransæðasjúkdóma fyrr en í kringum stríðsárin. „Fyrsta kransæðatilfellið sem er fylli- lega sannað að hafi komið fram hér á landi var í kringum 1930 og hefur þróunin hér á landi verið svipuð og í Bandaríkjunum. Hér á landi hefur smjör verið á borðum Íslendinga í þúsundir ára og enn hefur ekkert bent til þess að það hafi skaðað fólk neitt,“ segir Ævar. ■ Mettuð fita Í grein Wayne Martin kemur fram að smjör og tólg sé ekki eins óhollt og talið er. Ævar Jóhannesson „Martin telur kenningar um óhollustu mettaðrar fitu hafa valdið miklum skaða á sviði hjarta- og kransæðasjúkdóma,“ segir Ævar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.