Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 8
8 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Ljúka þarf þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst:
Eðlilegt að meirihluti
þurfi að hafna lögunum
Fámenn nefnd
skipuð hið fyrsta
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði einu þekktu dæmin um lágmarksþátttöku í atkvæða-
greiðslu vera hugmyndir R-listans og Ingibjargar Sólrúnar þegar kosið var um veru eða
brottflutning Reykjavíkurflugvallar.
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA „Ég og
Halldór höfum ákveðið að setja á
laggirnar ákveðna nefnd. Ekki hef-
ur verið ákveðið hverjir verða í
nefndinni. Hún verður ekki stór,“
sagði Davíð Oddsson, formaður
Sjálfstæðisflokks, að loknum þing-
flokksfundi í gær og vonaðist hann
til að nefndin yrði ákveðin ekki síð-
ar en í dag. Hann
sagði að nefndina
þyrftu að skipa vel
meinandi menn.
Davíð sagði
þingflokksfund-
inn hafa verið
góðan. Þar hafi
verið farið yfir
stöðuna en engin
ástæða hafi verið
til að taka ákvörð-
un. Aðspurður
hvort eigi að miða
við að 75 prósent
kjósenda þurfi að
kjósa til að þjóð-
a r a t k v æ ð a -
greiðslan taki gildi sagði hann það
vera einu þekktu dæmin, hug-
myndir sem R-listinn og Ingibjörg
Sólrún lögðu fram þegar kjósa átti
um Reykjavíkurflugvöll sem að
vísu hafi verið minna mál en þetta.
Reyndar hafi sama prósenta verið
nefnd í sambandi við Sambands-
lögin og þar hafi jafnframt 75 pró-
sent kjósenda þurft að samþykkja.
Davíð segir að ekki sé búið að
ákveða hvenær þing verði kallað
saman til að setja lög um þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Stjórnarandstaðan
hafi óskað eftir fundi og sá fundur
verði fljótlega.
Davíð segir að hugsanlegar
breytingar á stjórnarskránni hafi
verið í vinnslu í ráðuneyti hans frá
því í febrúar en það hafi ekki verið
sérstaklega tekið upp núna. Þegar
að því kæmi yrði farið yfir öll
ákvæði stjórnarskrár sem eru óskýr
og þau skýrð. Það yrði þó aldrei gert
fyrr en í lok kjörtímabils.
„Nei það er ekki búið að boða
ríkisráðsfund. Það er ekki bara ég
sem get boðað hann, forseti getur
það líka. Sumir halda blaða-
mannafund í staðinn fyrir ríkis-
ráðsfund þannig að það er allt til í
þessu,“ segir Davíð.
hrs@frettabladid.is
,,Nei það
er ekki
búið að
boða ríkis-
ráðsfund.
Það er ekki
bara ég
sem get
boðað
hann, for-
seti getur
það líka
– hefur þú séð DV í dag?
Ofsóttur fyrir
að reka
erótíska
nuddstofu
SVONA ERUM VIÐ
HJÓNABÖND OG SKILNAÐIR
1991-1995 1996-2000 2002
Giftingar 1.249 1.539 1.619
Skilnaðir 515 509 524
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA
Davíð lýsti ánægju sinni með lit á öryggisneti á vinnupöllum á Valhöll á leið sinni á þingflokksfund Sjálfstæðismanna í gær. Öryggisnetið
er blátt að lit en oft eru slík net græn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
IN
AR
Ó
LA
VIÐSKIPTI „Nýjum tilmælum Fjár-
málaeftirlitsins er ætlað að veita
fjármálastofnunum meira aðhald í
aðkomu að óskyldum rekstri og
hnekkja á að slík starfsemi skuli
vera tímabundin,“ segir Páll Gunn-
ar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftir-
litsins. Nýju tilmælin kalla eftir
sérstakri greinargerð fjármálafyr-
irtækja eigi þær lengur í slíkum
rekstri en í hálft annað ár. Páll
Gunnar segir tilmælin gefin út
núna því þátttaka fjármálastofn-
ana og þá sérstaklega viðskipta-
bankanna í óskyldum atvinnu-
rekstri hafi verið að aukast „Við
erum að móta og koma á blað verk-
lagi sem allir eru sammála um að
sé eðlilegt,“ segir Páll Gunnar og
bætir við að ekki hafi verið gefin
sérstök tímamörk eignaraðildar
fjármálastofnana í óskyldum
rekstri því upp geti komið aðstæð-
ur sem kalli á ákveðinn sveigjan-
leika. Ef hins vegar banki eða önn-
ur fjármálastofnun lætur hjá líða
að skila inn greinargerð eða að
skýringar reynast ófullnægjandi
segir Páll Gunnar að eftirlitið
bregðist við og geri kröfur um úr-
bætur og bætt verklag. Til dæmis
sagði hann að eftirlitið gæti þrýst
á að fjármálastofnun seldi eignar-
hlut sinn í viðkomandi rekstri. ■
PÁLL GUNNAR PÁLSSON
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir tilgang til-
mæla sem gefin voru út í síðustu viku vera
að veita fjármálastofnunum meira aðhald
vegna aðkomu að óskyldum rekstri, en
hún er raunar bara heimil tímabundið.
Ný tilmæli Fjármálaeftirlitsins:
Bönkum veitt
raunverulegt aðhald
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA „Ég tel eðli-
legt að ljúka þjóðaratkvæðagreiðslu
af sem fyrst enda stendur í stjórnar-
skránni að það skuli gera eins fljótt
og kostur er,“ segir Geir H. Haarde,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
að loknum þingflokksfundi í gær.
Geir segir að ef þingið kjósi að
víkja forseta frá eigi þjóðaratkvæða-
greiðsla um það að fara fram innan
tveggja mánaða samkvæmt stjórn-
arskránni og það sé ákveðin viðmið-
un sem megi hafa í huga.
„Mér finnst að það eigi að vera
ákveðin lágmarksþátttaka í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni svo þetta verði
ekki markleysa,“ segir Geir. Hann
segir Björn Bjarnason hafa vakið
máls á að lágmarksþátttaka yrði að
vera 75 prósent og hann telji það
koma til greina enda séu fordæmi
fyrir því. Hann segir að ekki megi
rugla okkar kerfi saman við kerfi í
löndum þar sem kosningaþátttaka er
almennt mjög lítil.
Hann segir Alþingi hafa sam-
þykkt lögin með meirihluta atkvæða
og með meirihluta kjósenda á bak
við sig. „Er ekki eðlilegt að gera þá
kröfu að meirihluta kosningabærra
manna þurfi til að hafna þeim lögum
sem Alþingi hefur samþykkt.“ ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
IN
AR
Ó
LA
GEIR H. HAARDE
Geir segir að ekki þurfi að óttast lágmarksþátttökuskilyrði þar sem Ísland sé háþróað lýð-
ræðisríki þar sem kosningaþátttaka sé almennt mikil.
FYRR OG NÚ
Fyrrverandi formaður og stofandi Frjáls-
lyndaflokksins, Sverrir Hermannsson, ræðir
hér við núverandi formann, Guðjón Arnar
Kristjánsson.
Frjálslyndir vilja:
Almennar
kosninga-
reglur
ÞJÓÐARATKVÆÐI Þingflokkur frjáls-
lyndra og miðstjórn vilja að al-
mennar kosningareglur gildi í fyr-
irhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Miðstjórn og þingflokkur
Frjálslyndaflokksins fagna því að
æðsti dómstóll þjóðarinnar, þjóðin
sjálf, fái tækifæri til að skera úr
um hvort svokölluð fjölmiðlalög
verði staðfest,“ segir í fréttatil-
kynningu. Virða beri stjórnar-
skrána og hafna hugmyndum um
að málskotsréttur forseta verði
numinn brott úr stjórnarskránni.
Verði gerðar breytingar á stjórn-
arskránni lýsir þingflokkurinn og
miðstjórnin því yfir að eðlilegt sé
að landið verði gert að einu kjör-
dæmi. ■
■ MIÐAUSTURLÖND
LÉST Í SPRENGINGU Einn banda-
rískur hermaður lést og tveir
særðust af völdum sprengju sem
var falin í vegkanti nærri borg-
inni Iskandariyah, skammt suður
af Bagdad. Skotið var á grunaða
árásarmenn og einhverjir þeirra
særðir og teknir til fanga.