Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 18
Þeim var ek verst Í Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar, sem nýkomið er út, ræðir Pétur Knútsson, lekt- or í ensku, um hin frægu orð Guðrúnar Ósvífursdóttur í Laxdælu: „Þeim var ek verst, er ek unna mest“. Sýnir hann fram á að orðin eiga sér samsvörun í írsku kvæði sem er frá 9. öld eða eldra: an ro carus ro cráidius (þann sem ég hef elskað hef ég kvalið). „Hér fer ekkert á milli mála: í stað þess að svara [Bolla] syni sínum [hverjum hún hafi unnað mest] vitnar Guð- rún í írskt kvæði,“ skrifar Pétur og telur þetta til marks um sterk tengsl við írska menningu á Vest- urlandi á fyrsta skeiði Íslands- byggðar. Aðstöðumunur Annars vekur Ritið, svo áhugavert tímarit sem það er, umhugsun um aðstöðumun sem er á milli útgefenda menningartíma- rita á frjálsum markaði og hinna sem gefa rit sín út í skjóli ríkisins og með fjárveiting- um þaðan. Ritið er ekki eina tímaritið, sem háskólamenn gefa út „á kostnað skatt- borgaranna“, eins og það er stundum kall- að. Margar deildir háskólans standa að svipaðri útgáfu. Oft eru þetta litrík og ríkuleg myndskreytt tímarit um þröng svið. Og því miður ekki víst að lesendur séu margir. Aðra sögu er t.d. að segja af Tímariti Máls og menningar sem endurreist var fyrir skömmu af einkaaðila, Bók- menntafélagi Máls og menn- ingar, og ritstýrt er af Silju Að- alsteinsdóttur. Til að halda TMM úti þarf yfir 500 kaupendur og aug- lýsingar. Sagt er að útgáfan sé réttu megin við strikið um þessar mundir en ekki er langt síðan fyrri útgefendur hættu henni og sögðu ekki væri fjárhagslegur grund- völlur fyrir þessari menningarstarfsemi. Aftur synjun? Varla verður forseti Íslands ánægður ef hugmynd ráðherra um 75% lágmarks- þátttöku verður í nýju kosningalögunum sem setja á vegna fyrirhugaðrar þjóðar- atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Og eins gott fyrir ráðherrana að styggja forsetann ekki; hann getur ekkert síður synjað þeim lögum staðfestingar en fjölmiðlalögun- um og sent þau til þjóðarat- kvæðagreiðslu. En þá fyrst yrði tilveran verulega flókin. Síðasta vika var sannarlega við- burðarík í stjórnmálunum þegar forseti lýðveldisins ákvað að nota þá heimild sem embættinu er veitt í 26. grein stjórnarskrárinn- ar í fyrsta sinn. Sagan mun dæma hvort ákvörðun forsetans var skynsamleg eða ekki, svo sem er um aðrar stórar ákvarðanir sem teknar eru. Þar með voru vond lög sem hafði verið þjösnað í gegnum þingið sett í hendur þjóðarinnar, sem mun kveða upp sinn dóm.. Mér finnst einkennilegt að það þótti frétt að forsætisráðherrann ætlar að hefja undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslunni. For- sætisráðherrann verður nefni- lega að hlýða lögunum eins og annað fólk, þó honum finnist þau bæði ljót og leiðinleg. Hvað þá stjórnarskránni sem er ramminn sem öll önnur lög verða að rúmast innan og má kannski segja að sé til þess að vernda borgaranna fyr- ir ofríki valdhafanna. Á grund- velli hennar sóttu örykjar rétt sinn, var ósanngjarnt að vona að ríkisstjórnin lærði eitthvað af því? Lögin umdeildu eru stutt, segir Davíð. Það er stjórnarskráin líka þess vegna er ekki mikill vandi að kanna að þar stendur skýrum stöfum að forsetinn hafi vald til að neita lögum staðfestingar og ef hann geri það skuli „svo fljótt sem kostur er“ bera þau undir at- kvæði þjóðarinnar. Maður þarf ekki lestrarkennslu úr lagadeild til að lesa það, áttaárabekkjar- kunnáttan nægir til þess. For- menn stjórnarflokkanna kvarta yfir því að forsetinn hafi tilkynnt ákvörðun sína á blaðamanna- fundi. Er önnur aðferð betri til að tilkynna hana þjóðinni? Þeir vilja að hann hefði sagt frá ákvörðun- inni á ríkisráðsfundi (eru það ekki fundir sem forsætisráðherra boð- ar til, þegar honum hentar að ergja forsetann, þannig virtist það a.m.k. vera fyrr í vetur). Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé enn einn vitnisburðurinn um að mennirnir séu alveg búnir að missa sjónar á því „hvurs er hvað og hvað er hvurs“ í stjórnskipun- inni. Í ríkisráði sitja forseti og ríkisstjórn. Ríkisstjórnin fer með framkvæmdavaldið. Alþingi set- ur lögin og forseti staðfestir þau (eða synjar – nú orðið) – það er löggjafarvaldið. Svo fara dóm- stólarnir með dómsvaldið og þar er Hæstiréttur æðstur. Þrískipt- ing valdsins: löggjafarvald, fram- kvæmdavald, dómsvald – grund- völlur stjórnskipunarinnar, alltaf verið að reyna að vernda borgar- ana fyrir óprúttnum valdhöfum. Virðist því rökréttast að forsetinn tilkynni þinginu að hann hyggist ekki samþykkja lögin og í fjar- veru þess þjóðinni. Enda var ekki verið að vísa málinu til ríkis- stjórnannar, það gerist þegar lög eru samþykkt, í þetta sinn var lögunum synjað og þeim vísað til þjóðarinnar. Það hlýtur að skipta höfuðmáli að menn átti sig á því starfsumhverfi sem þeir starfa og búa í, það þurfum við venjulegt fólk að gera alla daga. Tvíeykið, formenn stjórnar- flokkanna, er líka ákaflega reitt yfir því að forsetinn skuli ekki hafa ráðfært sig við þá áður en hann tók ákvörðun. Er mönnunum alvara ? Þeim, sem ákváðu að Íslendingar væru aðilar að stríðs- yfirlýsingu á hendur Írak án þess að bera það undir kóng eða prest. Þeir geta talað sig hása um að eftir þann ósóma hafi þeir verið endurkosnir, það sýnir enn og aft- ur að þeir eru algjörlega blindir. Er verið að gera því skóna að þjóðin hafi samþykkt samstöðuna með Bush í kosningunum fyrir ári síðan? Það er þessi yfirgengilega framkoma og lítilsvirðing fyrir fólki og skoðunum þess sem er að setja hér allt á annan endann. Daginn áður en forsetinn boð- aði til fréttamannafundarins á Bessastöðum birtist skoðana- könnun frá Gallup. Í stuttu máli: stjórnarflokkarnir tapa fylgi, Sjáfstæðisflokkurinn þó meira, og fylgið við ríkisstjórnina hryn- ur enn meira. Viðbrögð þing- flokksformanns Sjálfstæðis- flokksins við þessum tíðindum var, að þetta væri e.t.v. ekki skrítið miðað við þær árásir sem flokkurinn hefði orðið fyrir að undanförnu. Ég er þannig innrétt- uð að ég get ekki samþykkt að andstaða við og gagnrýni á stjórn- málamenn og athafnir þeirra séu árásir. Hver veldur sem á heldur. Ef stjórnmálmenn bera og þröng- va fram vondum frumvörpum þá verður gagnrýnin mikil og hávær, en hún er ekki árás. Stjórnmál- menn sem líta þannig á eiga ann- aðhvort að fá sér aðra vinnu eða fara í endurhæfingu. ■ F ylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist aftur eftir óvenjudjúpalægð í maímánuði. Þetta er helsta niðurstaða skoðanakönnun-ar Fréttablaðsins um fylgi flokkanna nú í júníbyrjun. Hinn stjórnarflokkurinn er hins vegar kominn í verulega vond mál. Fylgi Framsóknar mælist aðeins rúm 8 prósent. Það eru þrír flokkar með meiri fylgi en Framsókn, aðeins Frjálslyndir njóta minni stuðnings meðal þjóðarinnar. Og þótt fylgi við ríkisstjórnina sé meira nú en í maí er það enn lítið. Aðeins 40 prósent segjast styðja ríkisstjórnina. Það er ívið minna en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna. Fylgi þeirra samkvæmt þessari könnun myndi skila stjórnarflokkunum 27 þing- mönnum – Sjáfstæðisflokkur missti tvo og Framsókn fimm. Í dag eru 100 dagar þar til Halldór Ásgrímsson tekur við forsæt- isráðherraembættinu samkvæmt samkomulagi hans við Davíð Oddsson. Hundrað fyrstu dagarnir í embætti eru stundum kallaðir hveitibrauðsdagar. Þá nýtur nýliðinn velvildar til að sanna sig í starfi. Að þessum dögum liðnum tekur alvaran við. Ég veit ekki til þess að síðustu hundrað dagarnir fram að embættistöku eigi sér ein- hverja nafngift. Halldór þarf hins vegar að nýta þá vel ef ráðuneyti hans á ekki að verða það ráðuneyti sögunnar sem nýtur minnsta stuðnings meðal þjóðarinnar í upphafi ferils síns. Hann verður að mynda nýja sátt við þjóðina og eyða þeirri úlfúð sem ríkisstjórnin hefur skapað meðal þjóðarinnar á undanförnum vikum og mánuðum. Þetta er erfitt verk fyrir Halldór. Kannanir Fréttablaðsins ná ekki nógu langt aftur í tímann til að bera stöðuna nú saman við upphaf síð- asta kjörtímabils. En ef bornar eru saman Gallup-kannanir nýliðins maímánaðar við maí árið 2000 er munurinn á fylgi ríkisstjórnarinn- ar og stjórnarflokkanna sláandi. Fyrir réttum fjórum árum sögðust 63 prósent þjóðarinnar styðja stjórnina en aðeins 40 prósent nú. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna var þá 59 prósent en er 43 pró- sent nú. Staða ríkisstjórnarinnar í dag er því allt önnur en þegar eitt ár var liðið af síðasta kjörtímabili. Þá hafði ríkisstjórnin byr í seglin en nú blæs hraustlega á móti. Það sem verður líklega erfiðast fyrir Halldór er að temja sér – og öðrum ráðherrum – ný vinnubrögð og aukna hógværð. Ekki aðeins sökum þess að eldri vinnubrögð hafa uppskorið mikla andstöðu held- ur ekki síður vegna þess að ríkisstjórn sem nýtur takmarkaðs fylgis meðal þjóðarinnar getur ekki leyft sér það sama og stjórn sem nýtur mikils trausts. Það getur reynst Halldóri erfitt að fá ráðherrana til að skipta um gír og sætta sig við stöðuna. Til þess þurfa þeir að búa yfir nokkurri auðmýkt, sem sjaldnast dafnar við langsetur á valdastólum. En þótt verk Halldórs geti verið erfitt er það ekki síður mikil- vægt. Það er mikið álag fyrir samfélagið þegar ríkisstjórn fær meirihluta almennings á móti sér og stendur í nánast látlausum ófriði gagnvart þjóðinni. Ef stjórnin neitar að gefa eftir og ætlar þjóðinni að gera það er hætt við að hér aukist enn átök og fyrsta ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar komi litlu í verk. ■ 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Sjálfstæðisflokkurinn braggast en andstaðan enn mikil við ríkisstjórnina. Erfiðir 100 dagar fyrir Halldór ORÐRÉTT Viðhafnarrammar Moggans Af þessu tilefni er rétt að upp- lýsa, að þegar höfundar senda Morgunblaðinu greinar, sem eru mjög stuttar eða innan hæfilegra lengdarmarka, og óska eftir því að þær séu birtar í ramma án myndar er orðið við þeim óskum hver sem í hlut á. Staksteinar vegna gagnrýni Hróbjarts Jónatanssonar hrl. á það að Morgunblaðið noti sérstakan við- hafnarramma utan um aðsendan boð- skap sem ritstjórn blaðsins þyki bera hæst að inntaki og orðgildi. Morgunblaðið 7. júní. Vestfirska blóðið Móðir mín sem sat hjá okkur klökknaði af stolti og tautaði eitthvað á þá leið að forseti vor væri ekki Dýrfirðingur fyrir ekki neitt. „Þeim er ekki fisjað sam- an Vestfirðingunum,“ sagði hún og á henni mátti heyra að þessa mikilvægu ákvörðun hefði hann ekki tekið nema einmitt vegna hans vestfirska blóðs í æðum. Bergljót Davíðsdóttir og fjölskylda horfðu á Ólaf Ragnar Grímsson til- kynna um synjun fjölmiðlalaganna í sjónvarpinu. DV 7. maí. Góð spurning Úr því fjölmiðlafrumvarpið er liður í baráttu þjóðarinnar fyrir því að eiga Ísland og andstaðan við það stuðningur við viðskipta- blokkirnar, hvar eigum við þá að vera, sem viljum betra fjölmiðla- frumvarp og líka að þjóðin eigi landið? Birgir Guðmundsson blaðamaður. Morgunblaðið 7. júní. Capo og Consiglione Við þekkjum bulluskap og reiði- köst Capos, sem hringir með hótunum í embættismenn og leggur embætti þeirra niður til að ná sínu fram. Við höfum fylgst með, hvernig Consiglione hefur breyst í stríðsmála- ráðherra á gæsagangi með tindátum á flugvelli kristna hernámsliðsins í Kabúl í Afganistan. Jónas Kristjánsson. DV 7. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS Staða ríkisstjórnarinnar í dag er því allt önnur en þegar eitt ár var liðið af síðasta kjörtímabili. Þá hafði ríkisstjórnin byr í seglin en nú blæs hraustlega á móti. ,, Fjölmenning ehf. auglýsir: ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA. Morguntímar, 30 tíma hraðnámskeið. Kennt verður í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4.hæð. klukkan 9.30 - 12.00 alla virka daga. Námskeiðið hefst mánudag- inn 14. júní og lýkur 28. júní. ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA. Síðdegistímar, 30 tíma hraðnámskeið. Kennt verður í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, klukkan 17.30 - 19.45. Námskeiðið hefst mánudaginn 14. júní og því lýkur miðvikudaginn 30. júní. Nánari upplýsingar og innritun í síma 511 1319 eða á helga@fjolmenning.is degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Rétt að málum staðið Í DAG LAGASYNJUN FOSETANS VALGERÐUR BJARNADÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Tvíeykið, formenn stjórnarflokkanna, er líka ákaflega reitt yfir því að forsetinn skuli ekki hafa ráðfært sig við þá áður en hann tók ákvörðun. Er mönnunum alvara? Þeim, sem ákváðu að Íslendingar væru aðilar að stríðsyfir- lýsingu á hendur Írak án þess að bera það undir kóng eða prest. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.