Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 35
27ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004
■ KVIKMYNDIR
■ SJÓNVARP
■ TÓNLIST
■ FÓLK Í FRÉTTUM
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Er
vin
nin
gu
r í l
ok
inu
?
fiú sér› strax
hvort fla› leynist óvæntur
gla›ningur í Engjaflykkninu
flínu!
Er vinningur
í lokinu?
Tveir ferðavinningar fyrir fjóra; Flug,
bíll og gisting í Billund og tveggja
daga aðgangur í Legoland • Samsung
myndavélasímar • Gjafabréf í Kringluna
26” reiðhjól og margt, margt fleira.
www.ms.is
A4
/
HG
M
Mikhaíl Gorbatsjov:
Illa við
stórmyndir
Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandiforseti Rússlands, sagði í
bandarísku kvikmyndatímariti á
dögunum að honum væri illa við
stórmyndir.
Gorbatsjov sagði að honum fynd-
ist stórmyndir alltof mikið auglýstar
og það tæki töfrana og dulúðina frá
þeim. Gorbatsjov játaði þó að horfa
stundum á Hollywood-myndir en
finnst þær of mikið kynntar fyrir
sinn smekk.
Gorbatsjov er sérstaklega illa við
hasarmyndir en lagði þó ríka áherslu
á að honum væri ekki illa við
Hollywood-leikarana sem leika í
stórmyndum. „Ég á fjölda vina sem
eru leikarar eins og Paul Newman og
Robert de Niro og fór til dæmis í
heimsókn til Kevins Costner um dag-
inn og hitti syni hans þrjá,“ sagði
Gorbatsjov í spjalli við tímaritið. ■
Tvær myndir um ævi
Ians Curtis
Tvær kvikmyndir eru í bígerðum ævi Ians Curtis, fyrrum
söngvara bresku hljómsveitarinn-
ar Joy Division. Curtis framdi
sjálfsvíg árið 1980, aðeins 23 ára,
skömmu áður en sveitin átti að
fara í tónleikaferð um Banda-
ríkin. Eftir dauða hans naut lag
sveitarinnar, Love Will Tear Us
Apart, mikilla vinsælda.
Bandaríska framleiðslufyrir-
tækið Claraflora hefur nú keypt
réttinn að gerð kvikmyndar um
ævi söngvarans, sem mun bera
heitið Touching From a Distance.
Handritshöfundur er Deborah,
ekkja Curtis. Mun hún einnig
verða aðstoðarframleiðandi. „Við
viljum sýna áhorfendum hvernig
Ian var í raun og veru,“ sagði einn
af framleiðendunum. „Það hefur
mikið verið fjallað um myrku
hliðarnar í lífi hans vegna sjálfs-
vígsins. Við viljum líka beina
sjónum okkar að því sem fékk
fólk til að elska Ian og Joy
Division. Einnig verður fjallað um
erfið mál eins og flogaveiki hans
og þau sett í samhengi.“
Hin kvikmyndin um Curtis er
frá sama framleiðanda og sendi
frá sér hina svörtu gamanmynd
Secretary. Moby hefur verið feng-
inn til að sjá um tónlistina í þeirri
mynd. „Ian Curtis var sorglega
rómantískur,“ sagði einn af tals-
mönnum myndarinnar. „Hann
trúði því að hann yrði frægt ljóð-
skáld og myndi deyja hálfþrítug-
ur. Það var einmitt það sem
gerðist.“
Eftir dauða Curtis stofnuðu
eftirlifandi meðlimir Joy Division
hljómsveitina New Order sem er
enn starfandi. ■
Diaz og Fez á MTV?
Leikkonan Cameron Diaz ogWilmer Valderrama, sem
leikur Fez í gamanþáttunum That
70’s Show, vonast bæði eftir að
koma nýjum þáttum sínum að hjá
tónlistarstöðinni MTV fyrir næsta
vetur.
Þættir Diaz kallast Trippin.
Fjalla þeir um ferðir hennar og
vinkvenna, þar á meðal Drew
Barrymore, til fjarlægra landa
þar sem lögð verður áhersla á að
vekja fólk til umhugsunar um um-
hverfismál. Valderrama ætlar að
stjórna þáttum um götukapp-
akstur þar sem atvinnumenn í
kappakstri kíkja í heimsókn og
gefa góð ráð. Alls eru tíu þættir til
athugunar hjá MTV fyrir vetur-
inn og miðað við vinsældir raun-
veruleikaþátta á borð við The Os-
bournes þar sem stórstjörnur eru
í aðalhlutverkum eru líkurnar
taldar góðar á að þættir Diaz og
Valderrrama fari í loftið.
MTV er þessa dagana að ein-
mitt undirbúa nýja stjörnuþætti
með rapparanum Jay-Z. Þar fær
hann fær til sín tónlistarmenn úr
ýmsum áttum og lætur þá til að
blanda mismunandi stefnum sín-
um saman þannig að úr verði nýr
og ferskur hljómur. ■
MIKHAÍL GORBATSJOV
Er illa við stórmyndir en á samt fullt
af vinum sem eru leikarar.
IAN CURTIS
Joy Division sló í gegn eftir dauða
söngvarans Ians Curtis með laginu
Love Will Tear Us Apart.
CAMERON DIAZ
Ætlar að ferðast vítt og breitt um heiminn
með tónlistarstöðinni MTV næsta vetur.
Leikkonan unga Scarlett Jo-hansson er byrjuð að haga sér
eins og kvikmyndastjarna. Hún
var ráðin á
dögunum sem
gestgjafi í
veislu fyrir
Calvin Klein.
Stúlkan heimt-
aði að fjölmiðl-
ar fengju ekki
aðgang að
veislunni.
Þetta olli
nokkru rifrildi
þar sem fata-
hönnuðurinn
vildi auðvitað fá sem mest um
veisluna í blöðunum. Talsmenn
leikkonunnar segja að málið hafi
einungis snúist um það að passa
upp á fólksfjöldann.