Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 19
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur nú komist að þeirri snilldar- legu niðurstöðu að eðlilegt sé að gera 75% kosningaþátttöku að skilyrði fyrir því að niðurstaða þjóðarat- kvæðagreiðslu verði bindandi. Hvað þýðir þetta í raun? Ef við miðum við kringum 85% þátttöku í þingkosn- ingum undanfarið, dugar fylgjend- um fjölmiðlalaganna að fá ríflega 10% fólks til að hunsa kosningarnar til að gera þær ógildar. Þá skiptir jafnvel engu þótt meira en helming- ur allra atkvæðisbærra manna greiði atkvæði gegn lögunum. Meira að segja gæti það dugað eitt og sér að halda atkvæðagreiðsluna um verslunarmannahelgina – og Björn Bjarnason er kannski búinn að láta sér detta það í hug sjálfur. Á hinn bóginn: Má bjóða ráðherran- um að endurtaka atkvæðagreiðsluna á Alþingi og miða þar við þessa 75% reglu? Þá dygði stjórnarandstöðunni að breyta um aðferð og sitja heima til að fella frumvarpið. Að sjálfsögðu dettur engum heilvita manni í hug að beita slíkum reglum á Alþingi. Þar ræður einfaldur meiri- hluti úrslitum. Hitt skiptir ekki máli hve margir þingmenn eru fjarstadd- ir eða skila auðu. Þetta er ósköp ein- falt og lýðræðislegt. Með því að setja þrengri reglur um þjóðaratkvæðagreiðslu en þær sem gilda á Alþingi, er verið að setja beint lýðræði skör neðar en fulltrúa- lýðræði. Þó hef ég aldrei heyrt öðru haldið fram en að þjóðin sjálf fari með æðsta vald í lýðræðissamfélagi. Við búum við þingræði, segja menn. Og utanríkisráðherra telur það rangt af forseta Íslands vísa þessum um- deildu lögum til þjóðarinnar allrar. Það er vegna þess að hann er þing- ræðissinni, segir hann. Og hver er þá kjarni þingræðisins? Jú, á fjögurra ára fresti er það réttur minn, að krossa við þann flokk sem ég tel færastan um að hafa vit fyrir mér næstu fjögur árin. En allir flokkar „ganga óbundnir til kosninga“ þannig að ég hef í rauninni enga hug- mynd um hvaða samsteypustjórn ég er að kjósa. Því síður hef ég græna glóru um afstöðu væntanlegs þing- meirihluta til mála sem alls ekki voru nefnd í kosningabaráttunni. Hæstvirtir ráðherrar verða að hafa mig afsakaðan þótt mig langi stund- um til að fá að hafa vit fyrir mér sjálfur – alveg milliliðalaust. Það er rétt að taka fram að mér finnst að setja þurfi lög um fjölmiðla. Fjöl- miðlar hafa mikil áhrif á skoðana- myndun og þess vegna er ekkert eðli- legra en að setja einhvers konar skorður við áróðursvaldi. Ég hef ver- ið þessarar skoðunar í ríflega 30 ár. Um slík lög – og reyndar miklu fleiri lög – mætti þó ríkja talsvert meiri sátt en raunin er og kannski mætti hugsa sér einhvers konar almennar reglur um nægilega mikinn meiri- hluta að baki þeirra ákvarðana, sem teknar eru í þágu þjóðarinnar allrar, til að tala mætti um þjóðarsátt í því samhengi. Þessi 75prósentahugmynd Björns gæti sem sagt verið tilraunar- innar virði, þegar allt kemur til alls. En slíka tilraunastarfsemi á auðvitað ekki að byrja á æðsta stigi lýðræðis- ins, heldur hinu óæðra stigi -– sem sagt við atkvæðagreiðslur á Alþingi. ■ Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. 19ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004 Misnotkun Fjölmiðlamálið svokallaða gengur út á það að valdaklíka Davíðs Oddssonar gerði til- raun til að misnota ríkisvaldið til að ná sér niðri á ímynduðum óvinum sínum. Þeir ætluðu að slá tvær flugur í einu höggi með framlagningu ritskoðunarlaganna og ná að þagga í leiðinni niður í eitthvað af gagn- rýnendunum á landstjórn Sjálfstæðis- flokksins sem nú hefur setið í rúm 13 ár. En þeir kalla það reyndar ekki gagnrýni heldur heilaþvott og árásir. Það er nú allt álitið sem þeir hafa á þjóðinni að hana megi heilaþvo og slíkt er ofmatið á sjálfum sér að telja alla gagnrýni óréttmæta og hluta af samsæri gegn sér. Geta merkin um valdþreytu og firringu æðstu ráðamanna þjóðarinnar orðið mikið skýrari? Andrés Jónsson á politik.is Styrkur og staðfesta Reagans Þó intelligensían á Vesturlöndum muni auðvitað ekki viðurkenna það fremur en annað, þá vita menn eins og Lech Walesa vel hvílíka þýðingu styrkur og staðfesta Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta hafði á þá þróun mála á níunda áratug síðustu aldar, sem lauk með því að Austur-Evrópa fékk frelsi undan kommúnismanum. Alla forsetatíð Reagans talaði intellígensían á Vesturlöndum um hann sem stríðsótt fífl, mann sem varla gæti hugsað heila hugsun. Vinstrimönnum í Evrópu, einkum í hinum hefðbundnu kjaftastéttum, þótti heims- friðnum ekki stafa meiri hætta af öðrum manni en þessum. Milljónir manna gengu „friðargöngur“ í Evrópu og kröfðust þess að dregið yrði stórlega úr vörnum Vestur-Evr- ópu. Þau mótmæli sem nú fara reglulega fram í sömu borgum gegn stefnu Banda- ríkjanna í alþjóðamálum – og oft skipulögð af sömu mönnum og áður kröfðust ein- hliða afvopnunar Vesturveldanna – eru hreint grín hjá því sem fór fram á níunda áratugnum. Vefþjóðviljinn á andriki.is Ráðhúsklíka Mesta afrek vinstrimeirihlutans í borginni var unnið á fyrsta kjörtímabilinu. Þá voru dagvistarmál borgarinnar tekin til rækilegr- ar endurskoðunar og rýmum fjölgað til mikilla muna. Okkur vinstrigrænum er það mál skylt enda var það Árni Þór Sigurðs- son, forseti borgarstjórnar og oddviti Reykjavíkurlistans, sem öðrum fremur bar hitann og þungann af þeirri vinnu. Á öðru kjörtímabili R-listans gerðist hins vegar lít- ið og margir eru farnir að óttast að hann sé ekkert annað en hræðslubandalag flokka sem er ekki sammála um annað en að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda í borginni. Þar að auki eru teikn á lofti um það að undanfarin ár hafi myndast umboðslaus „ráðhúsklíka“ embættismanna sem sé engu betri en klík- an sem stjórnaði borginni á valdatíma Sjálfstæðisflokksins. Sverrir Jakobsson á vg.is/postur AF NETINU JÓN DANÍELSSON UMRÆÐAN ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLAN Galin hugmynd – eða tilraunarinnar virði?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.