Fréttablaðið - 08.06.2004, Side 12

Fréttablaðið - 08.06.2004, Side 12
8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Richard Clarke: Sádi-Arabía hættulegust MADRÍD, AP Richard Clarke, sem áður var einn æðsti yfirmaður varna Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum, segir að óstöðug- leiki í Sádi-Arabíu sé eitthvert mesta áhyggjuefni heimsins í dag. „Vandamál sádi-arabísku stjórnarinnar er mjög alvarlegt vandamál sem við hefðum átt að veita meiri eftirtekt en, til dæm- is, Írak,“ sagði Clarke í Madríd þar sem hann var á ferð til að kynna nýja bók sína. Hann var- aði við því að ástandið í Sádi-Ar- abíu gæti leitt til sambærilegra atburða og byltingarinnar í Íran 1979. Þá komust harð- línumúslimar til valda í stað stjórnar sem hafði verið banda- maður Bandaríkjanna. ■ Gagnrýnd frá hægri og vinstri Ísraelsstjórn lifði af tvær vantraustsályktanir á Ísraelsþingi í gær. Þrátt fyrir það þykir stjórnin völt í sessi og líklegt að breytingar verði gerðar á henni. Böndin berast að Verkamannaflokknum. ÍSRAEL Þrátt fyrir að ísraelska ríkis- stjórnin hafi náð málamiðlun um brotthvarf frá landnemabyggðum í Gaza á fundi sínum á sunnudag þykir stjórnin enn völt í sessi og er við því búist að einhver uppstokk- un verði gerð á henni. Ísraelsþing felldi í gær tvær vantraustsályktanir á stjórnina. Önnur var borin fram af vinstrisinnuðum og arabískum þingmönnum sem finnst ekki nóg gert til að koma til móts við Palestínumenn. Hin var borin fram af Shah, flokki strangtrú- aðra gyðinga, sem þykir alltof langt gengið í eftirlátssemi við Palestínumenn. Stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn, Verkamannaflokkurinn, ætlaði í fyrstu að leggja fram eig- in vantraustsályktun en ákvað að sitja hjá í báðum atkvæðagreiðsl- um og gefa Ariel Sharon forsætis- ráðherra færi á að hrinda áætlun sinni í framkvæmd. Nokkrir þing- menn Likud sátu einnig hjá, sem og þingmenn og ráðherrar flokks strangtrúaðra og þjóðernissinn- aðra gyðinga. Sá flokkur þykir lík- legur til að segja sig úr stjórninni. Talað hefur verið um að Verka- mannaflokkurinn komi inn í stjórnina. Shimon Peres, formað- ur flokksins hefur vísað því á bug en vitað er af áhuga hvort tveggja Sharons og Yosef Lapid, formanns næst stærsta stjórnarflokksins Shinui, á að fá flokkinn með í stjórn. Nokkrir forystumenn í Verkamannaflokknum hafa lýst áhuga á stjórnarsamstarfi við Likud. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar sökuðu Verkamannaflokkinn um að reyna að reyna að læðast undir stjórnarsængina. Forystumenn þeirra sögðu Verkamannaflokk- inn hættan að hegða sér eins og stjórnarandstöðuflokkur þrátt fyrir að gegna lykilhlutverki í því hlutverki sem stærsti flokkurinn utan stjórnar. brynjolfur@frettabladid.is flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.100kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.200kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.300 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 9. – 15. júní GRÍMSEYJAR 3.500 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 49 49 06 /2 00 4 VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 3.500 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og STJÓRNMÁL Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra telur ekki þörf á öðru verklagi við lagasetn- ingu sem snertir fjölmiðla en við setningu annarra laga, svo sem með að krefjast aukins meirihluta við afgreiðslu þeirra á Alþingi. „Ég er ekki þeirrar skoðunar og veit ekki til þess, að það sé nokkur staðar gert. Málfrelsi er stjórnar- skrárvarið og um rekstrarlegt umhverfi fjölmiðla eiga að gilda lög, sem stuðla að málfrelsi með sem mestri fjölbreytni,“ segir hann. Aðspurður hvort hann telji aukinn meirihluta á Alþingi væn- lega leið til að skapa sátt um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslunnar sem í hönd fer, seg- ist Björn jafnframt telja að fara ætti að þingsköpum og stjórnar- skrá í þeim efnum. Hann áréttar jafnframt fyrri orð um 75 pró- senta lágmarksþátttöku í þjóðaat- kvæðagreiðslunni. „Ég tel ekki ósanngjarnt sjónarmið að hafa sömu reglu um þátttöku í þjóðar- atkvæðagreiðslu og var sett af R- listanum vegna flugvallakosning- anna. Sú regla gerir ráð fyrir því, að atkvæðagreiðsla sé bindandi, þótt þátttaka sé um 13% minni en meðaltalsþátttaka í þingkosning- um,“ segir hann. ■ BJÖRN BJARNASON Dóms- og kirkjumálaráðherra segir meðaltalsþátttöku í þingkosningum frá árinu 1942 vera um 88 prósent og ekki ósanngjarnt að gera ráð fyrir að at- kvæðagreiðsla sé bindandi, þótt þátt- taka sé um 13 prósentum minni en meðaltalsþátttaka í þingkosningum. Lög um fjölmiðla: Málfrelsið er stjórnarskrárvarið UTANRÍKISRÁÐHERRA SÁDÍ-ARABÍU Mikið hefur verið um hryðjuverk í Sádí- Arabíu sem stjórnvöld hafa ekki getað stöðvað. STUND MILLI STRÍÐA Samþykkt Ísraelsstjórnar um að hverfa frá Gaza er söguleg, þar sem í fyrsta skipti er samþykkt að hverfa frá landnemabyggð- um, en óvíst hvað hún þýðir þar sem engar dagsetningar hafa verið ákveðnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.