Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 14
14 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR UPPSAGNIR Á GAZA Tvö börn háskólakennara á Gaza mót- mæla uppsögn föður síns en Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að loka nokkrum skólum á svæðinu sem reknir eru fyrir alþjóðlegt fé til að rýma fyrir nýrri og betri skólastofnunum. Lyfjalisti tekinn í notkun á Landspítalanum: Markvisst val á því besta og ódýrasta LYFJAMÁL „Tilgangurinn með lyfja- listanum er að reyna að velja markvisst það besta og ódýrasta,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, hjúkrunarforstjóri á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Tekinn hefur verið upp lyfjalisti við spítalann og hefur hann nú verið birtur í frumútgáfu. Heilbrigðisráðherra skipaði á sínum tíma starfshóp um átak í lyfjamálum heilbrigðisstofnana. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu í lok nóvember 2003. Meðal þess sem þar var lögð áhersla á var að á öllum heilbrigðisstofnunum væri lyfjalisti sem byggði á klínískum leiðbeiningum, upplýs- ingum um virkni, öryggi og gæði lyfja og upplýsingum um verð. Með hliðsjón af tillögum starfshópsins var síðan hafin vinna við gerð lyfjalista á LSH. Jóhannes sagði að fagfólk spítal- ans gæti síðan gert athugasemdir við hann ef því sýndist svo. Í haust yrði listinn endurskoðaður og lagður fram í endanlegu formi. „Eins og tíðkast með alla lyfja- lista er þessi listi leiðbeinandi,“ sagði Jóhannes og bætti við að tekið yrði tillit til sérþarfa. Um slík frávik yrði að taka sérstakar ákvarðanir. Á listanum væru þau lyf sem miðað væri við að yrðu að jafnaði notuð á LSH og ávallt til í apóteki spítalans. ■ Suðurnesjalæknirinn formlega áminntur Læknir sem gaf móður deyfiefni í fæðingu með þeim afleiðingum að barn hennar lést hefur verið áminntur. Hann hefur áður verið áminntur, auk þess sem fjölmargar kærur hafa borist hans vegna. HEILBRIGÐISMÁL Settur landlæknir hefur formlega áminnt lækn- inn. sem gaf móður á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja deyfiefni í legháls meðan á fæðingu stóð. Barnið var tekið með bráðakeis- araskurði, en síðan flutt á Land- spítala - háskólasjúkrahús þar sem það lést. Lögreglurannsókn í málinu er lokið. Jón Hilmar Alfreðsson, sett- ur landlæknir, sendi heilbrigðis- ráðuneytinu áminninguna í lok síðasta mánaðar. Umræddur læknir hafði áður fengið áminn- ingu, auk þess sem á annan tug kæra og kvartana höfðu borist Landlæknisembættinu vegna hans, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Forsaga málsins er, að móðir- in kom á Heilbrigðisstofnunina til að fæða barn sitt í lok sept- ember sl. Fæðingin gekk með eðlilegum hætti. Þegar líða tók á hana bað móðirin um að fá mænudeyfingu. Henni var þá tjáð að svæfingalæknirinn væri ekki á staðnum. Síðan var henni boðin leghálsdeyfing, sem hún þáði. Henni var ekki tjáð hvaða áhættu slík deyfing gæti haft í för með sér, svo sem fall í hjart- slætti. Samkvæmt fyrirliggj- andi hjartalínuriti datt hjart- sláttur barnsins niður fimm til sjö mínútum eftir að deyfingin var sett upp og kom ekki upp aftur. Hálftíma til 35 mínútum síðan var gerður bráðakeisara- skurður á konunni. Barnið var flutt með sjúkrabíl á Landspít- ala, þar sem það lést skömmu síðar. Í álitsgerð setts landlæknis segist hann álykta „ ... að barnið hafi dáið af afleiðingum súrefn- isskorts í fæðingu, en súrefnis- skorturinn verið afleiðing af toxiskum áhrifum marcains. Því tel ég líklegt að verulegt magn af lyfinu hafi borist yfir í barnið og þá væntanlega um blóðrás til legs, um fylgju í barnið“. Matthías Halldórsson að- stoðarlandlæknir kvaðst ekki vilja ræða þetta einstaka mál, en almennt sagt væri áminning af þessu tagi stjórnsýsluaðgerð. Menn tækju slíkan gjörning mjög alvarlega. Ef læknir hlyti áminningu með skömmu milli- bili og fyrir gjörðir sem væru svipaðs eðlis, þá þýddi það sviptingu læknaleyfis. jss@frettabladid.is Fluttur með sjúkraflugi: Tveir menn slógust LÖGREGLA Fótbrotinn maður var fluttur með sjúkraflugi frá Pat- reksfirði til Reykjavíkur í gær- morgun eftir ryskingar við annan mann. Talið er að maðurinn hafi brotnað við að falla niður tíu til tólf metra barð á milli Aðalstræt- is og Strandgötu. Ekki var alveg ljóst hvað varð til þess að fótur mannsins brotn- aði en málið er í rannsókn lögregl- unnar á Patreksfirði. Yfirlög- regluþjónn í umdæminu segir að fyrir utan þetta eina atvik hafi helgin gengið vel fyrir sig þrátt fyrir ölvun og mikið skemmtana- hald. ■ HUGAÐ AÐ HEIMFERÐ Bandarísk yfirvöld hyggjast draga tæplega 12 þúsund hermenn frá Suður-Kóreu fyrir lok næsta árs. Bandarískir hermenn: Fækkar á Kóreuskag- anum KÓREA, AP Tæplega 12 þúsund bandarískir hermenn verða sendir til síns heima frá Suður-Kóreu fyrir lok næsta árs gangi hugmyndir bandarískra stjórnvalda eftir. Kom þetta fram í viðræðum þjóðanna um framtíð hersins í landinu en Banda- ríkjamenn vilja að þriðjungur her- manna komi heim en í landinu eru alls 37 þúsund hermenn. Verður þetta í fyrsta sinn síðan 1992 sem Bandaríkjamenn fækka hermönn- um á Kóreuskaganum og er hluti af mikilli endurskipulagningu herafla landsins á heimsvísu. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Írak: Stórum áfanga náð ÍRAK, AP Náðst hefur samkomulag við níu af öflugustu sveitum upp- reisnarmanna í Írak um að leggja niður vopn og hætta með öllu skyndiárásum sínum á íbúa og vegfarendur. Þetta tilkynnti nýr forsætisráðherra landsins í gær og þykir árangurinn góður enda hefur Iyad Allawi ekki verið lengi við stjórnvölinn. Uppreisnarsveit- irnar hafa skapað mikla ringulreið þar sem þær ráðast á allt kvikt í sínum landshlutum og vægja engu. Forsætisráðherrann sagði að liðsmenn sveitanna hafi fallist á að hætta alfarið vopnaskaki sínu eða í sumum tilfellum að ganga til liðs við öryggisheri Íraks. ■ ÓTRYGGT ÁSTAND Gífurleg öryggisgæsla er enn víða um Írak en nú horfir til betri vegar þegar níu stærstu sveitir uppreisnarmanna í landinu leggja niður vopn. Nýkominn með bílpróf: Tekinn á ofsahraða LÖGREGLA Piltur með rúmlega tveggja vikna gamalt ökuleyfi var tekinn á 152 kílómetra hraða á Reykjanesbraut á móts við Hval- eyrarskóla, á tólfta tímanum í gær. Þar sem pilturinn var tekinn er leyfilegur hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund. Pilturinn getur átt von á því að vera sviptur ökuleyfi í tvo mánuði auk 60 þúsund króna sektar. ■ SPORTBÍLADEKK 6.714 9.428 7.136 10.717 9.800 11.716 11.800 11.800 11.800 13.800 13.900 16.574 20.429 15.800 16.900 195/50 R 15 195/55 R 15 195/60 R 15 205/45 R 16 205/55 R 16 215/55 R 16 205/40 R 17 215/40 R 17 215/45 R 17 225/45 R 17 235/45 R 17 245/45 R 17 215/40 R 18 225/40 R 18 235/40 R 18 LOW PROFILE •Gúmmívinnustofan •Dekkið Hafnarfirði •Bæjardekk Mosfellsbæ, •Hjólkó •Hjólbarðav. Akranesi •Höfðadekk, •Essó Geirsgötu. Útsölustaðir STÆRÐ VERÐ STGR. REYKJAVÍK • AKUREYRI „Bumbubaninn“ sívinsæli gerir sitt gagn. GRUNAÐUR UM ÖLVUN Sendibíll valt á Þjórsárdalsvegi til móts við bæinn Fossnes á sunnudagskvöld. Ökumaðurinn slasaðist ekki en hann er grunaður um ölvun við akstur. Bíllinn var fjarlægður af vettvangi með dráttarbíl. LÖGÐU Á FLÓTTA Þrír menn voru handteknir á Þingeyri og fluttir á lögreglustöðina á Ísafirði aðfaranótt laugardags. Mennirnir voru allir ölvaðir og hlupu út úr bíl sínum þegar þeir sáu lögregluna. Í fyrstu vildi enginn viðurkenna að hafa ekið bílnum en síðar um nóttina ját- aði einn þeirra ölvunarakstur. ■ HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Læknirinn sem sprautaði konu með deyfiefni í legháls meðan á fæðingu stóð, hefur verið áminntur formlega. Vígasveitir stjórnmálaflokka afvopnast BAGDAD, AP Níu íraskir stjórnmála- flokkar hafa orðið við beiðni nýrr- ar ríkisstjórnar landsins um að af- vopna vígasveitir sem þeir hafa komið upp. Með þessu er stigið skref í þá átt að tryggja völd stjórnvalda og öryggi í landinu. Samkomulagið nær þó ekki til vígasveita róttæka sjíaklerksins Muqtada al-Sadr. Iyad Allaw, forsætisráðherra Íraks, sagði að borgaralegar víga- sveitir yrðu hér eftir ólöglegar og liðsmenn þeirra taldir útlagar. Hann sagði að liðsmenn þeirra vígasveita sem yrðu lagðar niður myndu annað hvort ganga til liðs við her og lögreglu landsins eða snúa aftur til borgaralegra starfa. Hann sagði 100.000 manns vera liðsmenn vígasveitanna. Hugmyndin er að vígasveitirn- ar verði að fullu lagðar niður á næsta ári. ■ LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Lyfjalisti hefur verið tekinn í notkun til að stemma stigu við ört vaxandi lyfjakostnaði á spítalanum. VÍGAMENN Í BAGDAD Engin þeirra níu vígasveita sem verða lagðar niður hefur barist gegn stjórnvöldum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.