Fréttablaðið - 08.06.2004, Side 11

Fréttablaðið - 08.06.2004, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004 ■ AMERÍKA ■ AMERÍKA KLERKUR KÆRÐUR Dómari í Púertó Ríkó hefur neitað að fella niður ákæru á hendur átt- ræðum presti. Hann er sakað- ur um að hafa nauðgað tólf ára stúlku fyrir áratug síðan. Prestinum var sleppt gegn tryggingu í mars en var hand- tekinn þegar hann reyndi að fara úr landi stuttu síðar. EKKI Í FRAMBOÐ Jean- Bertrand Aristide, fyrrum for- seti Haítí sem er í útlegð í Suður-Afríku, segir ólíklegt að hann gefi aftur kost á sér til embættis. Hann segist reiðu- búinn að bjóða sig fram í frjálsum og lýðræðislegum kosningum en telur litlar líkur á að slíkar kosningar verði haldnar. EINN SJÖBURANNA Tvö barnanna létust og lífslíkur hinna eru litlar. Palestínsk móðir: Eignaðist sjöbura JERÚSALEM, AP Palestínsk kona fæddi sjö börn á sjúkrahúsi í arabíska hluta Jerúsalem. Tvö barnanna lét- ust fljótlega eftir fæðingu og lífslík- ur hinna barnanna fimm eru ekki taldar miklar. „Jafnvel á best búnum sjúkrahús- um væru lífslíkur barnanna ekki mikl- ar,“ sagði Haithem Khammash, fæð- ingalæknir á Maqassad sjúkrahúsi. Að því er best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem sjöburar fæðast í Jerúsalem en þríburafæðingar eru algengar þar. Einu sjöburar heimsins sem hafa lifað af fæddust í Bandaríkjunum árið 1997. ■ FANGAUPPREISN LÝKUR Fangar í brasilískri lögreglustöð slepptu í gær fangaverði sem þeir hnepptu í gíslingu og lögðu niður vopn. Þeir höfðu náð lögreglustöð á sitt vald en gáfust upp eftir að ríkis- stjórinn í Ríó de Janeiro lýsti yfir neyðarástandi. Í millitíðinni lét einn maður lífið. Stutt er síðan 31 maður lét lífið í bardögum í Benefica-fangelsinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.