Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 30
Áþessum degi árið 1949 varskýrsla alríkislögreglunnar FBI birt, en þar voru þekkt andlit úr bíóbransanum í Hollywood nefnd á nafn sem vafasamir kommúnistar. Í þessum hópi voru kvikmyndastjörnurnar Fredrich March, John Garfield, Paul Muni og sjálfur Edward G. Robinson. Skýrslan byggði að miklu leyti á vitnisburði nafnlausra upp- ljóstrara sem mörgum þótti æði vafasamur. Robinson sjálfur brást hinn versti við ásökununum og lýsti því yfir að þessi „vaðall, óráðshjal, ásakanir, rógburður og persónumorð gætu einungis sprottið upp úr sjúkum hug fólks sem rýkur í fjölmiðla með ásakan- ir á hendur góðum og gegnum Ameríkönum. Ég hef leikið mörg hlutverk um ævina og engu þeirra hef ég skilað betur og með jafn miklu stolti en hlutverki banda- ríska ríkisborgarans“. Var skýrslunni ætlað að renna stoðum undir grunsemdir yfir- valda um að kommúnismi grass- eraði í Hollywood sem notaði kvikmyndina til að útbreiða boð- skap sovétkommúnismans. ■ EDWARD G. ROBINSON Þessi svarthvíti Hollywood-töffari sat ekki þegjandi undir ásökunum um að hann væri félagi í Kommúnistaflokknum. Kommúnistaofsóknir í Hollywood Ádögunum afhentu Brunavarn-ir Suðurnesja Byggðasafni Reykjanesbæjar elsta og fyrsta slökkviliðsbíl Suðurnesja til varð- veislu. Bílnum var ekið frá slökkviliðsstöðinni til Duushúsa, þar sem verið er að setja upp sýn- ingu Byggðasafnsins sem verður opnuð á föstudaginn. Bifreiðin er dælubíll af Ford- gerð, frá árinu 1947. Þetta var fyrsta nýja slökkvibifreiðin sem Slökkvilið Keflavíkur eignaðist og var hún keypt af Keflavíkur- hreppi. Hún var notuð til slökkvi- liðsstarfa frá árinu 1948 í um 40 ár og þjónaði því byggðarlaginu vel. Í sameiginlega fréttatilkynn- ingu frá Byggðasafni Reykjanes- bæjar og Brunavörnum Suður- nesja kemur fram að þessar fyrstu slökkviliðsbifreiðar hafi gjör- breytt aðstöðu til slökkvistarfa á Suðurnesjum. Þær voru dælubif- reiðar og gátu flutt með sér um eitt tonn að vatni. Þrátt fyrir góðan aldur er þessi fyrsti dælubíll Suð- urnesja í ágætis ástandi og er leyfilegur á götum bæjarins, því hann hefur fengið skoðun í ár. Fyrsta reglugerð um slökkvilið í Keflavíkurhreppi var sett þann 15. apríl, 1913 í kjölfar stórbruna þegar hús Stefáns Bergmann ljós- myndara brann. Eftir það efldist slökkviliðið smá saman, en það var stór áfangi þegar tveir slökkvibílar voru keyptir til þess á árunum 1948-1949. Bíllinn sem nú verður geymdur hjá Byggða- safni Reykjanesbæjar er annar þeirra og er hann talinn mikils- verður minnisvarði um sögu slökkviliðs á svæðinu. ■ Eldrauður og glansandi FYRSTI SLÖKKVILIÐSBÍLL SUÐURNESJA Þessi dælubíll frá 1947 var afhentur Byggðasafni Reykjanesbæjar á dögunum. 22 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ AFMÆLI NICK RHODES Þessi fíngerði og afar geðþekki hljóm- borðsleikari og stofnfélagi hljómsveit- arinnar Duran Duran er 42 ára í dag. 8. JÚNÍ Sigríður Lillý Baldursdóttir, eðlisfræðingur og vísindasagnfræð- ingur, er 50 ára. ■ ANDLÁT Björn Ólafur Þorfinnsson skipstjóri, Akra- seli 6, Reykjavík, lést föstudaginn 4. júní. Emilía Sigursteinsdóttir, Blikanesi 29, Garðabæ, lést miðvikudaginn 2. júní. Guðmundur Ágústsson hagfræðingur, Rekagranda 5, Reykjavík, lést laugar- daginn 5. júní. Indriði S. Friðbjarnarson lést laugar- daginn 5. júní. Kristrún Sigurlaug Andrésdóttir frá Kálfárdal, Hásæti 5c, Sauðárkróki, lést þriðjudaginn 1. júní. ■ JARÐARFARIR 13.30 Arnljótur Björnsson, fyrrv. hæsta- réttardómari og prófessor, Kjarr- vegi 6, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju. 13.30 Hjörtur Guðmundsson, Lindar- götu 61, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju. 14.00 Egill Þorfinnsson skipasmiður, Suðurgötu 20, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Geir Bjarni Jónsson, fyrrverandi bifreiðarstjóri, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norð- fjarðarkirkju. 15.00 Tryggvi Guðmundsson frá Vest- mannaeyjum, Arnarsmára 2, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju. Konan mín, Margrét Þóra Gunn-arsdóttir, er jafngömul og hún á afmæli í haust. Það er aldrei að vita hvað við gerum þá eða jafnvel fyrr, svona mitt á milli afmæla. Við gæt- um þá haldið upp á aldarafmæli þó það verði kannski ekki jafnviðamikið og heimastjórnarafmælið og Júlíus Hafstein verði varla kallaður til að stýra því. Sjálfur hef ég aldrei verið mikill afmælishaldari, sem kannski skýrist af því að þegar ég var strák- ur var ég alltaf kominn austur í Ormsstaði í Eiðaþinghá á þessum tíma, en þar var ég lengi í sveit. Fékk þó alltaf pönnukökur með rjóma á þessum degi,“ segir Örnólfur Thors- son, skrifstofustjóri forsetaembætt- isins, sem er fimmtugur í dag. „Ég blés þó í mikla veislu fyrir tíu árum þegar ég varð fertugur, vinir mínir gáfu mér afmælisrit í tilefni dagsins, að vísu aðeins gefið út í einu eintaki, margir snillingar héldu eftirminnilegar ræður þar sem hver kepptist við að gera við- eigandi grín að afmælismanninum og Andri bróðir mætti með félaga sína í hinum ástsælu Spöðum.“ Forsetaembættið hefur mikið verið í sviðsljósinu að undanförnu. Örnólfur segir skrifstofu forset- ans vera lítinn vinnustað og meira mæði á öllum þegar hvessir. „Það er erfitt að skilgreina mitt starf. Við göngum hér til þeirra verka sem fyrir liggja eins vel og við get- um. Það er enginn dagur öðrum líkur, sem betur fer.“ Örnólfur er íslenskufræðingur að mennt og hefur unnið talsvert að útgáfu miðaldabókmennta í áranna rás. „Ég gaf ásamt valinkunnum samstarfsmönnum út Íslendinga- sögur, Sturlungu og Heimskringlu á síðari hluta níunda áratugar liðinn- ar aldar. Í kjölfarið kom svo geisla- diskur með Íslendingasögunum og orðstöðulykli þeirra. Ég hef líka rit- stýrt útgáfu á sögunum á hljóðbók- um sem Blindrafélagið hefur gefið út. Ég á eiginlega bara eftir að gefa sögurnar út í fljótandi formi, sem væri kannski sá neysluháttur sem best hentar samtíðinni: þá gæti fólk í bókstaflegum skilningi drukkið í sig sögurnar.“ Þrátt fyrir annríki á skrifstofu forsetaembættisins hef- ur Örnólfur ekki alveg lagt ástríðu sína á Íslendingasögunum til hliðar, því í hjástörfum hefur hann ritstýrt útgáfu ritraðar á vegum Penguin- útgáfunnar í Bretlandi og Bókaút- gáfu Leifs Eiríkssonar á Íslandi og er um þessar mundir að ganga frá formála að Grettis sögu sem ætlað er að komi út í haust. ■ AFMÆLI ÖRNÓLFUR THORSSON ■ er 50 ára. Afmælisveislan bíður haustsins. TÍMAMÓT BRUNAVARNIR SUÐURNESJA ■ Fyrsta slökkvibíl BS var ekið til Duushúsa. 8. JÚNÍ 1949 OFSÓKNIR ■ Bandaríska alríkislögreglan birti skýrslu þar sem nafntogaðar kvikmynda- stjörnur voru sakaðar um andamerískan hugsunarhátt og kommúnisma. ÖRNÓLFUR THORSSON Er að vinna að útgáfu Grettissögu á ensku í hjáverkum með Penguin-útgáfunni. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdadóttir, systir, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Ásgarði 119, Reykjavík, Björn Davíð Kristjánsson, Davíð Freyr Björnsson, Birna Fjóla Valdimarsdóttir, Kristján Davíðsson Svanhildur Björnsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir Jóhann Hjaltason, Alfreð Halldórsson Elín Sigurðardóttir, Valdimar Halldórsson Sigríður S. Heiðarsdóttir, og systkinabörn. Ellen Ólafsdóttir Guðjón Kárason Ólöf Ása Guðjónsdóttir Hulda Ólafsdóttir Ólafur Sveinsson Lillý Ása Kjartansdóttir verður jarðsungin frá Bústaðarkirkju fimmtudaginn 10. júní kl. 13.30. Ástríða á Íslendingasögunum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Eiríkur Tómasson lagaprófessor er 54 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.