Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 29
Hún er einkennileg þessi tilhneig- ing Íslendinga til að tala um orðið „pólitík“ eins og þar sé eitthvað sérstakt skammaryrði á ferðinni, eitthvað ljótt. Og það sem meira er, enginn virðist sjá ástæðu til að setja spurningarmerki við slíkar fullyrðingar. Þannig hlustum við á hvern um annan þveran þessa dag- ana tala um að sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson hafi eyði- lagt embættið með því að gerast „pólitískur“ forseti. Var Vigdís Finnbogadóttir ekki „pólitískur“ forseti? Ég man ekki betur en Vig- dís Finnbogadóttir hafi mært þjóð- erniskennd landans alla sína for- setatíð. Fellur slíkur málflutning- ur ekki undir „pólitík“? Hvað ætli kynslóðum síðari heimsstyrjaldar- innar finnist um slíka fullyrðingu? Auðvitað er allt meira og minna „pólitískt“ í samfélaginu. Sam- félagið er í eðli sínu „pólitískt“ hefur alltaf verið og mun alltaf verða. Er ekki kominn tími til að við Íslendingar (sem NB teljum okkur sérstaka fyrirmynd lýðræð- isríkja) tökum þetta orð „pólitík“ í sátt og tölum um það á jákvæðan hátt? Gerir ekki lýðræði ráð fyrir því að við myndum okkur skoðanir og tökum afstöðu? Hvað er það annað en pólitík? Getur það orðið neikvætt í lýðræðisríki? Annað hugtak hefur mjög skot- ið upp kollinum í umræðunni síðustu daga og það sem sérstak- lega jákvætt hugtak en það er hug- takið „þingræði“. Þannig hefur hver stjórnarliðinn og strengja- brúður þeirra komið fram á völl- inn með þann málflutning að – þingræðinu hafi verið ógnað – með ákvörðun forsetans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Hér er væntanlega eitthvað óskaplega al- varlegt mál á ferðinni sem við öll hljótum að taka alvarlega – eða hvað? Ég veit ekki hvort það er um marga eins og mig en þetta orð „þingræði“ hefur nákvæmlega ekk- ert gildi í mínum huga. Ef þingræði þýðir það að framkvæmdavaldið getur skipað nefnd til að takast á við grundvallaratriði eins og lýð- ræðislega umræðu í landinu og heimtað að hún skili af sér niður- stöðum á einum, tveimur mánuð- um. Svo skömmum tíma að viðkom- andi nefnd skilar af sér niðurstöð- um án þess að hafa tekið til skoðun- ar þjóðréttarlegar skuldbindingar eða annað en það sem pantað hefur verið fyrirfram. Framkvæmda- valdið í framhaldi af því getur lagt fram frumvarp á Alþingi án þess að nokkur annar komi þar að. Frum- varp sem þeir sjálfir þurfa ekki að rökstyðja á einn eða neinn hátt. Frumvarp sem þeir ætla þinginu að kokgleypa á nokkrum vikum. Ef þessi vinnubrögð falla undir hug- takið „þingræði“ þá segi ég einfald- lega „farið hefur fé betra“. Ég get ekki séð að það sé sérstök eftirsjá að slíku fyrirbrigði. Röksemdafærsla stjórnarliða í þessu máli öllu saman hefur verið með þvílíkum ólíkindum að maður er eiginlega kjaftstopp. Af hverju hafa þeir ekki enn svarað þeirri einföldu spurningu – hvaða hættu- ástand var yfirvofandi? Af hverju þurfti að reka þetta mál með því- líku offorsi? Þetta mál sem nú þeg- ar forseti Íslands hefur vísað því til þjóðaratkvæðagreiðslu er orðið „ótrúlega ómerkilegt mál“ á meðal sömu manna. Hvernig getur þessi málflutningur staðist? Er kannski gamla góða flokks- ræðið í hættu? ■ Ef þessi vinnubrögð falla undir hugtakið „þingræði“ þá segi ég ein- faldlega „farið hefur fé betra“. Ég get ekki séð að það sé sérstök eftirsjá að slíku fyrirbrigði. ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004 Utanríkisráðherra, formaður Fram- sóknarflokksins, skýrði frá því, 5. júní, að hafin væri endurskoðun stjórnarskrárinnar, m.a. í því skyni að afnema ákvæðið um heimild fyrir forseta Íslands til þess að synja lagafrumvarpi staðfestingar og vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, kom af fjöllum er hann heyrði þessa frétt og sagði, að ekkert samráð hefði verið haft við Samfylkinguna um þessa endur- skoðun. Virðast formenn stjórnar- flokkanna hafa ákveðið að afnema þyrfti synjunarheimild forseta vegna óánægju yfir því, að forseti skyldi nýta umrædda heimild. Þeir formennirnir eiga erfitt með að sætta sig við það, að þeir geti ekki ráðið öllu sjálfir.Þeir eiga erfitt með að sætta sig við það, að forseti Ís- lands geti neitað að staðfesta lög, sem þeir hafa þvingað gegnum Alþingi með offorsi. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir, að þeir væru andvígir því, að umrætt ákvæði stjórnar- skrárinnar yrði afnumið. Ég tel enga ástæðu til þess að fella brott umrætt ákvæði um synj- unarvald forseta. Reynslan sýnir, að forsetar hafa farið mjög varlega með það vald, sem felst í umræddu ákvæði. En ákvæðið hefur verið til staðar og verið einskonar öryggis- ventill. Forseti Íslands getur gripið til hans, ef mikið liggur við. Forseti getur vísað málum til þjóðarinnar í sérstökum undantekningartilvikum. Best er að halda ákvæðinu um synj- unarvald forseta óbreyttu en bæta jafnframt við í stjórnarskrá frekari heimildum fyrir þjóðaratkvæða- greiðslum, t.d. ef ákveðinn hluti þjóðarinnar óskar þess og ef ákveð- inn hluti þingsins samþykkir það. Fjölmiðlalögin eru mjög mikil- vægt mál. Samkvæmt lögunum á að skerða tjáningarfrelsið, t.d. prent- frelsið. Í fyrsta sinn eru nú settar takmarkanir á það hverjir megi gefa út prentað mál, hverjir megi gefa út blað. Sá, sem á ljósvakamið- il má ekki gefa út blað. En lögin fela ekki aðeins í sér skerðingu á tján- ingarfrelsinu heldur einnig á eign- arrétti. Telja margir lögfræðingar að lögin gangi af þessum sökum í berhögg við stjórnarskrána. Lögin varða grundvallarréttindi lands- manna. Af þeim ástæðum er eðlilegt að forseti Íslands hafi viljað vísa málinu til þjóðarinnar. Nokkrar umræður hafa orðið undanfarna daga um væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu og hvaða reglur eigi að gilda um hana. Ég tel eðlilegt, að einfaldur meirihluti ráði. Það er yfirleitt venjan og svo hefur verið í fyrri þjóðaratkvæðagreiðsl- um. Það er ekki eðlilegt að láta auk- inn meirihluta gilda. Hugsanlegt er að setja einhver ákvæði um lág- marksþátttöku en þó er það ekki nauðsynlegt. Hugsa má einnig málið þannig,að þeir kjósendur sem mæta á kjörstað eigi að ráða málinu hvort sem þeir eru margir eða fáir. Ef kynning er sæmilega góð á málinu má telja víst, að kjörsókn verði góð. Leggja ber því aðaláherslu á góða kynningu fremur en ákvæði um lág- marksþátttöku. ■ SIGNÝ SIGURÐARDÓTTIR UMRÆÐAN ORÐ OG STJÓRNMÁL BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN SYNJUNARVALD FORSETANS ,, Synjunarheimild áfram í stjórnarskrá Pólitík og þingræði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.