Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 36
28 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar hófst á sunnudagskvöldið: Pistons vann fyrsta leikinn KÖRFUBOLTI Detroit Pistons er kom- ið með forystu, 1-0, í lokaeinvígi NBA-deildarinnar í körfuknatt- leik eftir tólf stiga sigur, 87-75, á Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna í Staples Center í Los Ang- eles á sunnudagskvöldið. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en leikmenn Detroit sig fram úr í síðari hálfleik og tryggðu sér óvæntan og mikil- vægan sigur. Það sem gerir þennan sigur enn sætari fyrir Detroit er að þeim tókst að ná sigri þrátt fyrir að þeirra sterkasti sóknarmaður, Richard Hamilton, ætti slakan leik og tröllið Shaquille O’Neal hjá Los Angeles Lakers færi hamför- um undir körfunni. Það var hinn sterki varnarleikur, sem er aðals- merki liðsins, auk góðra sóknartil- þrifa hjá Chauncey Billups sem færði þeim sanngjarnan sigur. Ben Wallace, miðherjinn sterki hjá Detroit, sem mátti sín lítils gegn O’Neal sagði eftir leikinn að lykillinn að sigri Detroit hefði verið sá að þeir eru ekki háðir ein- um manni sóknarlega. „Það geta allir tekið af skarið í liðinu og ef einn leikmaður er í vandræðum þá kemur annar mað- ur í hans stað,“ sagði Wallace eft- ir leikinn. Eins og áður sagði átti O’Neal frábæran leik í liði Lakers, skor- aði 34 stig og tók 11 fráköst. Kobe Bryant skoraði 25 stig en það háði Lakers verulega að stjörnurnar Gary Payton og Karl Malone voru ósýnilegar allan leikinn og skor- uðu aðeins sjö stig saman, nokkuð sem er langt frá þeirra besta. Chaunchey Billups var stiga- hæstur hjá Detroit með 22 stig, Rasheed Wallace skoraði 14 stig, Richard Hamilton skoraði 12 stig og Tayshaun Prince skoraði 11 stig. Annar leikurinn fer fram í Los Angeles í kvöld og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Útsending hefst kl. 0.55. ■ Valdi íslenska liðið fram yfir það sænska Kristján Andrésson er einn af þeim leikmönnum sem komu inn í íslenska landsliðshópinn í handknattleik fyrir síðari leikinn gegn Ítölum um laust sæti á HM, sem fram fór á sunnudag. HANDBOLTI Kristján er leikmaður sem fáir kannast sennilega við, og það ekki furða þar sem hann hef- ur búið nánast alla sína ævi í Sví- þjóð þar sem hann spilar með liði GUIF Eskilstuna í sænsku úrvals- deildinni. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark gegn Ítölum þótti Kristján hafa staðið sig mjög vel í leiknum, og ljóst að þarna er framtíðarleikmaður landsliðsins á ferð. „Ég spila með liði Eskilst- una, sem er bær rúma 100 kíló- metra frá höfuðborginni Stokk- hólmi. Ég spila með bæjarliðinu og okkur gekk sæmilega í deild- inni í ár, höfnuðum í 6. sæti af 14 liðum en duttum síðan út í átta liða úrslitum,“ sagði Kristján þeg- ar Fréttablaðið hitti hann að máli í vikunni. Kristján er 23 ára og hefur eins og áður segir búið alla sína tíð í Svíþjóð að undanskildum tveimur árum hér á Íslandi þegar hann var fimm og sex ára gamall. Kristján á ekki langt að sækja handbolta- hæfileikana; faðir hans Andrés Kristjánsson lék sjö landsleiki á sínum tíma og skoraði í þeim fimm mörk. „Ég er kominn með fjóra landsleiki og 10 mörk þannig að ég er búinn að toppa pabba í markaskoruninni,“ segir Kristján glettinn, en hann var fyrst valinn í landsliðið á æfingamótinu sem haldið var í Belgíu í lok maí síð- astliðins. Þar voru það yngri leik- menn Íslands sem fengu að sprey- ta sig, margir hverjir í fyrsta skipti. Ég á heima á Íslandi Þar sem Kristján er uppalinn í Svíþjóð nánast alla sína tíð stóð hann frammi fyrir þeim kosti að geta valið á milli þess að leika með sænska landsliðinu eða því íslenska. Hann segir það val ekki hafa reynst erfitt. „Þjálfari u-18 ára landsliðs Svía vildi fá mig í sitt lið á sínum tíma, en ég neitaði. Mamma og pabbi eru bæði íslensk og mig langaði ekkert að vera Svíi,“ segir Kristján, en hann á að baki fjölda leikja með yngri lands- liðum Íslands. Yngri bróðir Krist- jáns, Haukur, sem er 17 ára, hefur einnig gert það gott í handboltan- um í Svíþjóð og var hann nýlega valinn í sænska unglingalandslið- ið í fyrsta skiptið. Öfugt við Krist- ján valdi Haukur að leika fyrir Svíþjóð. „Hann er einfaldlega miklu meiri Svíi en ég. Mér finnst ég vera að koma heim þegar ég fer til Íslands. Þegar ég fer til Sví- þjóðar er ég bara að fara út,“ seg- ir Kristján, sem er þó ekki að flytjast heim, í það minnsta ekki á næstunni. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við GUIF og lík- ar mjög vel við að búa í Svíþjóð. En ég er mjög ánægður og þakk- látur yfir að fá tækifæri með landsliðinu og ætla bara að reyna að standa mig,“ segir hann. Langar til Aþenu Kristján, sem spilar í stöðu leikstjórnanda, byrjaði heldur seint að æfa handbolta af fullum krafti og var það fótboltinn sem átti hug hans allan framan af ævi. „Ég var orðinn 12-13 ára þegar bekkjarfélagi minn dró mig með á handboltaæfingu. Mér fannst það mjög gaman og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Kristján, sem er eins konar hálfatvinnumaður hjá GUIF, eins og stærstur hluti leikmanna liðsins. Flesta handboltamenn dreymir um að vera valdir í landsliðshóp- inn sem fer á Ólympíuleikana sem haldnir verða í Aþenu í sumar. Þar er Kristján engin undantekning. „En ég bíð bara rólegur og sé til. Það er mjög skemmtilegt að vera hérna á Íslandi og hitta strákana í liðinu, en það eru marg- ir góðir aðrir leikmenn sem eru inni í myndinni. En auðvitað lang- ar mig,“ segir Kristján. Hann tel- ur íslenska landsliðið eiga fína möguleika á því að vinna til verð- launa á Ólympíuleikunum. „Þetta er mjög gott landslið og til að mynda er talað mjög vel um það í Svíþjóð. Það er mikil virðing borin fyrir leikmönnum á borð við Ólaf Stefánsson, Guðjón Val Sig- urðsson og Sigfús Sigurðsson. Þetta er hörkulið og við eigum al- veg jafn mikinn séns og aðrir“. vignir@frettabladid.is LEIKIR  20.00 KR og ÍBV mætast á KR-vel- linum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. SJÓNVARP  14.25 Trans World Sport á Stöð 2. Íþróttir um allan heim.  16.40 Fótboltakvöld á RÚV. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður frá leikjum í 4. umferð Landsbankadeildarinnar.  17.50 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður.  18.30 Leiðin á EM 2004 (2:4) á RÚV.  19.05 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  20.00 Motorworld á Sýn.  20.30 Fákar á Sýn. Þáttur um hesta.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Trans World Sport á Stöð 2. Íþróttir um allan heim.  00.15 Gillette-sportpakkinn á Sýn. Allt milli himins og jarðar í íþróttaheiminum.  00.55 NBA-boltinn á Sýn. Bein útsending frá öðrum leik Los Angeles Lakers og Detroit Pistons í lokaeinvígi NBA-deil- darinnar í körfuknattleik. GÓÐUR BIKAR Hinn argentínski Gaston Gaudio, sem bar óvænt sigur úr býtum á opna franska meistaramótinu í tennis, sést hér halda á bikarnum sem fékkst fyrir sigurinn. Með sigrinum stökk Gaudio upp um 34 sæti á heimslistanum, í það tíunda. TENNIS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Þriðjudagur JÚNÍ Valsstelpurnar í Lands- bankadeild kvenna: Fagna mörkum með stæl FÓTBOLTI „Þetta er eitthvað sem við ákváðum að gera fyrir fyrsta leik- inn á Íslandsmótinu. Daginn fyrir leikinn ákváðum við stelpurnar hvernig við myndum fagna fyrstu sjö mörkunum okkar,“ sagði Lauf- ey Ólafsdóttir, lykilmaður liðsins á miðjunni, en Valsstelpurnar hafa fagnað öllum sex mörkum sínum í sumar með mismunandi hætti. Í 3-1 sigri á Stjörnunni í fyrra- kvöld komu þrjú ólík fagnaðar- læti. Fyrst var eins og boltinn væri handsprengja, í öðru mark- inu hlupu þær allar út á hliðarlínu og þurrkuðu af sér svitann og að lokum léku þær eftir létta golf- sveiflu. Allt í anda Eyjaliðsins frá 1995 sem vakti þjóðarathygli fyrir leik- gleði og litríkan fagnað. „Þetta myndar ákveðna stemn- ingu hjá okkur og við peppum okkur upp við þetta,“ sagði Lauf- ey, sem kom Val á bragðið gegn Stjörnunni með stórglæsilegu marki en fagnaðurinn í sumar hefur komið í seinni hálfleik þar sem Valsliðið á enn eftir að opna markareikninginn sinn í fyrri hálfleik. ■ TVÖ STIG FRÁ WALLACE Rasheed Wallace skorar hér tvö af 14 stig- um sínum gegn Lakers án þess að Shaq- uille O’Neal komi nokkrum vörnum við. SÆNSKI ÍSLENDINGURINN KRISTJÁN ANDRÉSSON Kristján kveðst vera Íslendingur í húð og hár og að valið hjá honum á milli íslenska land- sliðsins og þess sænska hafi ekki verið erfitt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.