Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 38
30 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Fær aldrei kvartanir Ólafur Örn Guðmundsson hefurverið valinn blaðberi maímán- aðar. „Ég vakna alltaf um hálfsex leytið á hverjum morgni og ber út Fréttablaðið,“ segir Ólafur Örn en hann er fjórtán ára og ber út í Garði. Ólafur segir blaðburðinn ekki vera mikið mál enda taki hann ekki nema einn og hálfan klukkutíma á hverjum morgni. Ólafur er alveg einstaklega duglegur blaðberi, er þekktur fyr- ir að taka að sér afleysingar og lagfæringar ef eitthvað kemur fyrir á hans útburðarsvæði. „Ég legg mig fram og reyni að standa mig vel í vinnunni,“ segir Ólafur. Ólafur segist aldrei hafa fengið neinar kvartanir síðan hann byrj- aði að bera út og vonast til að svo verði áfram. Í viðurkenningar- skyni fær hann dvd spilara sem kemur sér einstaklega vel þar sem þannig tæki er ekki til á heimili Ólafs. „Þetta er frábær viðurkenning,“ segir Ólafur að lokum. ■ Slowblow endurútgefin Íslenska listaspírusveitin Slowblowhefur samið við Smekkleysu um út- gáfu á fjórðu breiðskífu sinni Sirka, sem kemur út á næstu vikum. Einnig hefur Smekkleysa tryggt sér endurútgáfuréttinn á tveimur fyrstu breiðskífum sveitarinnar, Quicksilver Tuna, frá 1994 og Fousque frá 1996. Emilíana Torrini og Daníel Ágúst eru á meðal gestasöngvara á seinni plötunni. Á fyrri plötunni er svo lagið Is Jesus Your Pal? sem Gusgus tóku upp á sína arma á frumraun sinni. Fyrir skemmstu gaf sveitin út tónlistina við mynd Dags Kára, Nóa Albinóa, sem telst þá þriðja breiðskífa sveitarinnar. Slowblow er dúett Dags Kára Pétursson- ar og félaga hans Orra Jónssonar. Sveitin er þekkt fyrir þá sérvisku sína að hljóðrita tón- list á segulbönd. Þá finnst liðsmönnum best að takmarka rásarfjöldann og til að mynda var fyrsta breiðskífan hljóðrituð á fjögurra rása tæki en sú önnur á átta. Sömu lögmál gilda með nýju breiðskífuna. ■ MIDLER Á FRUMSÝNINGU Leikkonan Bette Midler var brosmild á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, The Stepford Wives, í Los Angeles fyrir skömmu. FRUMSÝNING                                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ Leikarinn og fyrrverandi ruðn-ingskappinn O.J. Simpson talar ekki beint fallega um fyrrverandi eiginkonu sína sem hann var sak- aður um að hafa myrt fyrir 10 árum síðan. Hann lét þau orð falla í sjónvarpsviðtali við Fox News að hann væri henni svekktur fyrir að hafa ekki tekið þátt í uppeldi barna þeirra. Pabbi eiginkonunnar, sem trúir því enn að Simpson hafi kálað henni, var ekki mjög ánægð- ur með þessar yfirlýsingar. BLAÐBURÐUR ÓLAFUR ÖRN ■ var valinn blaðberi mánaðarins. Hann fékk að launum dvd spilara. ÓLAFUR ÖRN Var valinn blaðberi maímánaðar en hann ber út í Garði. DAGUR KÁRI Fyrstu tvær breiðskífur Slowblow, sem er dúett Dags Kára og Orra Jóns- sonar, eru aftur fáanlegar. Ný breiðskífa er handan við hornið. ■ FÓLK Í FRÉTTUM ■ TÓNLIST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.