Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 17
17ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004 NÝR WEMBLEY RÍS Risabogi sem rísa mun hátt yfir Lundúna- borg og sjást víða að er smátt og smátt að ná fyrirhugaðri hæð sinni beint yfir nýjum þjóðarleikvangi Englendinga en bygging hins nýja Wembley hefur gengið vel. N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s N M 1 2 4 2 0 Krabbameinsfélagsins skattfrjálsir vinningar að verðmæti 152 18.690.000 kr. Sumarhappdrætti Vertu með og styrktu gott málefni! www.krabb.is 900 kr. Dregið 17. júní 2004 vinningar: Uppl‡singar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari) og 540 1900 og á heimasí›u Krabbameinsfélagsins www.krabb.is/happ Toyota Prius. Ver›mæti 2.690.000 kr. Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú›. Ver›mæti 1.000.000 kr. Úttekt hjá fer›askrifstofu e›a verslun. Hver a› ver›mæti 100.000 kr. 150 Glæsilegir Skattadagur Heimdallar: Fimm dögum seinna í ár SKATTAMÁL Forsvarsmenn Heim- dallar, félags ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, afhentu Geir H. Haarde fjármálaráðherra skýrslu um skattadaginn, þróun út- gjalda undanfarin ár hjá ríki og sveitarfélögum, ásamt áherslum Heimdallar varðandi útgjöld hins opinbera. Heimdellingar hafa um árabil minnt á skattadaginn sem þann tímapunkt á hverju ári þegar skattgreiðendur hætta að vinna fyrir hið opinbera. Er sá dagafjöl- di reiknaður út frá útgjöldum ríkis og sveitarfélaga sem hlut- falli af vergri þjóðarframleiðslu. Er skattadagurinn í ár fimm dög- um síðar á ferðinni en í fyrra. Segja Heimdellingar að ríkið eigi sök á tveimur dögum en sveitar- félög þremur. ■ Þýskur vísindamaður: Telur Atl- antis fundna ÞÝSKALAND, AP Þýskur vísindamaður telur sig hafa fundið hina horfnu borg Atlantis, sem átti að hafa sokk- ið í sæ, lang inn í landi nálægt borg- inni Cadiz á suðurströnd Spánar. Segir Rainer Kuhne að gervitungla- myndir sanni að staðurinn passi við lýsingar hins gríska heimspekings Plato. Telur hann myndirnar sýna glögglega að tvær byggingar séu á kafi í því sem áður var land en jarð- skjálfti hundruðum ára fyrir Krist sökkti svæðinu á kaf í vatn. Vill hann hefja uppgröft sem fyrst en það kann að reynast erfitt þar sem svæðið er innan spænsks þjóð- garðs. ■ Góðgerðasamtök: Saman undir einu þaki GÓÐGERÐAMÁL Landssamtökin Þroskahjálp, Sjónarhóll, Um- hyggja og Foreldrafélag barna með AD/HD verða framvegis saman undir einu þaki. Aðstæð- ur fyrir foreldra barna í sam- tökunum batnar til muna muna við flutninginn en eldra hús- næðið samtakanna var orðið óhentugt fyrir starfsemina. Þroskahjálp fjármagnar kaupin að hluta með sölu á núverandi húsnæði til Lýsingar. Um er að ræða húsnæði við Suðurlands- braut sem hýsti áður Samband íslenskra sveitarfélaga. Þjónustumiðstöðin Sjónar- hóll sem verður starfrækt í húsinu er ætlað að þjónusta og vera ráðgefandi fyrir foreldra og aðstandendur barna með sérþarfir. ■ ANKARA Mafían hefur hendur í bagga með fjórðung allrar starf- semi í tyrkneska efnahagskerf- inu, að því er fram kemur í skýrslu verslunarráðsins í Ankara. Þar segir að glæpamenn hafi náð fótfestu í á annað hund- rað atvinnugreinum. Velta tyrknesku mafíunnar er áætluð um 4.300 milljarðar króna, það er fjórðungur allrar landsframleiðslu Tyrklands og helmingur fjárlaga ríkisins fyrir þetta ár. „Mafían hefur á síðustu árum orðið ein helsta ógn Tyrklands innan frá, sagði Sinan Aygun, for- maður verslunarráðins. Lögregla handtók um 17.000 manns á árunum 1998–2002 vegna gruns um að fólkið tengdist skipu- lagðri glæpastarfsemi. Vopnin sem voru gerð upptæk á þessu tímabili nægja til að vopna lítinn her, segir í skýrslu samtakanna. Meðal þess sem mafían fæst við er eiturlyfjasmygl og sala, vændi, okurlánastarfsemi, barnarán og -sala auk sölu líf- færa. ■ VOPNAÐUR Í TYRKLANDI Lögreglan hefur á undanförnum árum gerð upptæk vopn sem nægja til að vopna lítinn her. Mafían fær fjórða hvern dínar VIÐSKIPTI KB banki kann að eign- ast allt að 20 prósenta hlut í bresku kvikmyndahúsakeðjunni Odeon. Bankinn vinnur með íranska kaupsýslumanninum Roberts Tchenguiz að kaupum á keðjunni fyrir 4,5 milljarða ís- lenskra króna. Tilboðið er með stuðningi þýska bankans WestLB AG sem ræður 43% hlutafjár félagsins. KB banki mun koma að hluta fjármögnun- arinnar, auk þess sem bankinn mun eignast hlut í Odeon. Odeon er stærsta kvikmyndahúsakeðja Bretlands Ármann Þorvaldsson, for- stöðumaður fyrirtækjasviðs KB banka í London, segir þetta til- komið af því að bankinn hafi áður unnið með Robert Tchenguiz þegar hann reyndi kaup á verslunarkeðjunni Sel- fridges. Ekki náðist samkomu- lag við banka sem tók að sér fjármögnun fasteignafélags í viðskiptunu. Enda þótt þau kaup gengju ekki eftir hefur samband haldist. Algengt er að KB banki eign- ist hlut í fyrirtækjum sem bank- inn tekur þátt í að fjármagna. Ármann segir það ekkert skil- yrði af þeirra hálfu. „Við ráðumst yfirleitt ekki í svona verkefni nema að við höfum mikla trú á þeim og tökum þá oft þátt í kaupum á hlutafé.“ ■ BÍÓ Í LONDON Ármann Þorvaldsson stýrir fyrirtækjarágjöf KB banka í London. Svo kann að fara að bankinn eignist fimmtungí kvikmynda- húsakeðjunni Odeon. Yfirtökutilboð í Odeon: KB banki ætlar í bíó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.