Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2004, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 08.06.2004, Qupperneq 22
Til að viðhalda unglegu útliti er til dæmis hægt að borða vel og hreyfa sig í að minnsta kosti þrjátíu mínútur á dag. Margt er hægt að gera eins og dansa, fara í göngutúra, stunda kynlíf eða hvað það sem þér finnst gaman. Fæst í apótekum, Heilsuhúsinu, Nóatúni, Íslenskum markaði, Blómavali, Heilsuhorninu Akureyri • Styrkjandi • Mýkjandi • Hollt sælgæti Góðar sykurlausar hálstöflur YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur CAMBRIDGE KÚRINN. Nýtt á Íslandi! Bæði til megrunar og uppbyggingar. Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast. Verndar innri líffæri og vöðva. Viltu vita meira ? Heimsæktu þá heimasíðu okkar www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína. eða 894 1507 Þóranna Björn Finnsson er á sextugsaldri og fer allra sinna ferða á reiðhjóli. Hann á ekki bíl og hefur ferðast um á reiðhjóli síðastliðin tuttugu ár. „Ég hef átt bíl í eitt sumar yfir alla ævina. Mér finnst hættulegt, óskynsamlegt, óhollt og dýrt að eiga bíl og því kýs ég reiðhjólið frekar. Á veturnar set ég nagladekkin undir hjólið því í klakanum og ísingunni eru þau alveg nauðsynleg. Með þessu og góðum ljósum sem maður setur á hjólið á haustin er maður bara í mjög góðum málum,“ segir hann. Björn er meðlimur í Fjallahjólaklúbbnum íslenska og hefur síðastliðin níu sumur skipulagt hjólreiðaferðir fyrir klúbbinn. „Ég byrjaði að skipuleggja þessar ferðir sjálfur en flutti þær svo inn í Fjallahjólaklúbbinn nokkrum árum eftir að ég byrjaði á þessu. Þar hafa þær verið síðan,“ segir hann. Björn hefur verið slæmur í hné upp á síð- kastið og hefur því ekki getað verið virkur í starfi klúbbsins. Orsök hnémeiðslanna segir hann vera vegna álags eftir miklar gönguferðir en hann hefur í gegnum tíðina starfað töluvert sem fararstjóri þeirra. „Það er einmitt gott að hjóla þegar maður er slæmur í hné því þá hvílir þunginn ekki á hnjánum. Þess vegna nota ég hjólið og að sjálfsögðu alltaf hjálm,“ segir hann. Björn verður töluvert var við að fólk á hans aldri noti reiðhjól en fari minna en yngra fólkið í skipulagðar ferðir eins og til dæmis með fjallahjólaklúbbnum. Hann mælir eindregið með hjólreiðunum og segir aldur ekki skipta neinu máli í því sambandi. ■ Fer allra sinna ferða á hjóli „Ég vel hjólið fram yfir bílinn því mér finnst afar óskynsamlegt og óhollt að nota bíl,“ segir Björn Máttur ætihvannarinnar var vel þekktur á söguöld þegar eiginleikar hennar voru meðal annars taldir auka bardagahug og frjósemi. Seinni tíma rannsóknir Sig- mundar Guðbjarnarsonar prófessors benda til þess að neysla á hvönn auki orku og styrki ónæmiskerfið, stilli kvíða, auki kynhvöt og geti jafnvel heft vöxt krabbameinsæxla. Nú hefur SagaMedica hafið markaðsátak til að kynna jurtaveig- ina arctic angelica í Noregi en Íslending- um er hún að góðu kunn síðan hún kom á markað hérlendis árið 2002. Ætihvönn- in sem vex á norðurslóðum virðist vera mun öflugri en frænkur hennar í suðri og því er lögð áhersla á norðlægan uppruna arctic angelica í markaðssetningu erlend- is og hún oft kölluð ginseng norðursins. Ætihvönn er ekki bara lækningajurt held- ur er hún notuð sem bragðefni í ýmsar áfengistegundir, til að krydda kjöt og fisk og í ilmvatnsframleiðslu. [ ARCTIC ANGELICA KYNNT UM ALLAN HEIM ] Ginseng norðursins Ætihvönnin heitir angelica á latínu í höfuðið á Rafael erkiengli. Hér sést heimskautahvönnin á Dyrhólaey.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.