Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2004, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 08.06.2004, Qupperneq 33
Veiðin hefur heldur beturtekið kipp í Norðurá í Borg- arfirði og hollið sem hætti veið- um á hádegi á sunnudaginn vei- ddi 15 laxa. Laxarnir veiddust flestir á fossasvæðinu, Brotinu, Krossholunni, Drottingunni, Konungsstreng og Eyrinni. Sjö af þessum löxum veiddust á maðkinn en rauð og svört franses voru mjög sterkar. „Þetta er rólegt hérna núna en ég veiddi einn lax á Eyrinni í gær og missti annan á Mið- bryggjunum sem var 10–11 punda lax,“ sagði Bjarni Júlíus- son, en hann var staddur við veiðihúsið við Norðurá, um há- degi í gær. Þá var hann nýkom- inn úr veiðinni á Stokkhylnum. „Ég var á Stokkhylnum og þar var rólegt en Hilli Hans var á Eyrinni og hann hefur örugg- lega fengið eitthvað. Maður hef- ur þá tilfinningu að þetta sé allt að koma í Norðurá. Þetta var gott skot í síðasta holli og lax- arnir eru á leiðinni,“ sagði Bjarni enn fremur. Veiðivonin í Norðurá virðist því vera að glæðast þessa dagana, sérstak- lega ef tekið er mið af fyrstu dögunum. Við heyrðum aðeins í veiði- manni sem var að veiða á Mun- aðarnessvæðinu í Norðurá og gekk veiðiskapurinn rólega. Alls hafa þá 20 laxar veiðst víða um Norðurá. Þeir hafa sést á milli fossa, svo hann er örugg- lega kominn ofarlega í ánni. 25ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 2004 ■ TÓNLIST Snyrtisetrið ehf sími 533 3100 HÚÐFEGRUNARSTOFA Domus Medica, frá Snorrabraut PRUFU tími ÓKEYPIS Nýjung! Andlitsmeðferð sem er BETRI En BOTOX ! ? Árangur kemur strax! Gjafabréf Laxinn mætir í Norðurána Væntanlegir Íslandsvinir íMetallica þurftu að grípa til örþrifaráða á tónleikum sínum í Donington Park í Bretlandi eftir að trommarinn Lars Ulrich veiktist skyndilega og var fluttur á sjúkrahús. Í stað hans var kallað í þá Joye Jordison, trommuleikara Slip- knot, og Dave Lombardo, trommara Slayer, og þeir beðnir um að hlaupa í skarðið. Vitaskuld þurftu þeir tíma til að æfa sig með nýju hljómsveitinni sem varð þess valdandi að tónleikarnir hófust 40 mínútum of seint. Lombardo spilaði í fyrstu tveimur lögum sveitarinnar, Batt- ery og The Four Horsemen, en síðan tók hinn grímuklæddi Jordi- son við og kláraði tónleikana. Byrjaði hann á laginu From Whom the Bell Tolls og síðan tók hver slagarinn við af öðrum. Allt gekk eins og í sögu og mikil ánæg- ja var með íhlaupatrommarana. Auk þeirra tveggja trommaði Flemming Larsen, tæknilegur að- stoðarmaður Lars Ulrich, í laginu Fade To Black og fórst það vel úr hendi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR B EN D ER Ný andlit trommuðu með Metallica VEITT Í NORÐURÁ Síðasta holl veiddi 15 laxa í Norðurá og veiðiskapurinn er allur að komast á fleygiferð. VEIÐIHORNIÐ GUNNAR BENDER ■ SKRIFAR UM VEIÐI METALLICA Rokksveitin kom aðdáendum sínum á óvart á tónleikum sínum í Bretlandi um síðustu helgi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.