Fréttablaðið - 08.06.2004, Síða 2
2 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Shirin Ebadi segir árangur hafa náðst í mannréttindamálum:
Skref í framfaraátt
NEW YORK, AP Þeir sem berjast fyrir
mannréttindum í Íran eru smám
saman að ná árangri, sagði Shirin
Ebadi, friðarverðlaunahafi Nóbels
2003. Hún sagði árangur hafa náðst
í baráttunni fyrir réttindum barna
og kvenna sem hefði fengið aukið
vægi frá því að stjórn keisarans
var kollvarpað og klerkastjórnin
komst til valda.
„Þegar ég lít til baka sé ég að
stigin hafa verið skref í framfara-
átt. Mannréttindaástandið í Íran er
mun betra nú en það var fyrir 24 til
25 árum síðan,“ sagði Ebadi á fundi
í New York í Bandaríkjunum.
„Þetta þýðir ekki að í Íran búum
við ekki við vandamál út frá mann-
réttindasjónarmiði,“ sagði hún þó
og tók fram að evrópskar og amer-
ískar hugmyndir um mannréttindi
væru ekki til staðar innan klerka-
stjórnarinnar.
„Lögin þurfa að vera sanngjörn
og í samræmi við menninguna,“
sagði Ebadi. Hún sagði íranska al-
þýðu mjög lýðræðissinnaða og vilja
hraðari umbætur í mannréttindamál-
um og meiri þróun í lýðræðisátt. ■
Telja gjöld vangoldin
við stofnun Baugs
Skattrannsóknarstjóri telur verðmat fyrirtækjanna sem stóðu að stofnun Baugs rangt og opinber-
ar álögur hefðu átt að verða hærri en raun varð. Skattrannsóknarstjóri mun fara yfir athuga-
semdir og ákveða hvert framhald málsins verður í kjölfarið.
SKATTRANNSÓKN Samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðsins snúa
stærstu athugasemdir skattrann-
sóknarstjóra í frumskýrslu um
viðskipti Baugs og Gaums um
verðmat matvörukeðjanna Bónus
og Hagkaupa við stofnun Baugs.
Upphaf Baugs má rekja til sam-
einingar þessara tveggja versl-
anakeðja í júlí 1998. Skattyfirvöld
telja að meta hefði átt verð fyrir-
tækjanna með öðrum hætti og þau
hefðu átt að greiða hærri opinber
gjöld í kjölfarið. Ekki fengust
upplýsingar um hversu miklar
fjárhæðir er að ræða.
Fulltrúar skattrannsóknar-
stjóra vilja ekkert tjá sig um um-
fang eða innihald frumskýrslu
rannsóknar á Baugi. Skúli Egg-
ert Þórðarson skattrannsóknar-
stjóri vildi ekkert tjá sig um mál-
ið. Aðilar málsins hafa nú undir
höndum frumskýrslu rannsókn-
arinnar og hafa frest til 25. júní
til þess að gera athugasemdir við
skýrsluna.
Hreinn Loftsson, lögmaður og
stjórnarformaður Baugs, vildi
ekkert tjá sig um efni skýrslunn-
ar. Eðli hennar væri að aðilar
málsins leiðréttu og útskýrðu ein-
stök atriði fyrir skattrannsóknar-
stjóra og því ekki rétt að tjá sig að
svo stöddu.
Skattrannsóknarstjóri fékk
málið til umfjöllunar frá ríkislög-
reglustjóra, þaðan sem komu
ábendingar um atriði í viðskiptum
Baugs og Gaums sem er í eigu Jó-
hannesar í Bónus og fjölskyldu
hans. Skattrannsóknarstjóri gerði
í kjölfarið húsleit í nóvember síð-
astliðnum hjá Gaumi og Baugi.
Eftir að athugasemdum hefur
verið skilað fer embætti skatt-
rannsóknarstjóra yfir skýringar
og metur hvort þær gefi tilefni til
breytinga. Endanleg skýrsla er
svo send ríkisskattstjóra. Þar er
tekin ákvörðun um framhaldið.
Málið getur endað með samkomu-
lagi um endurálagningu, verið
sent til yfirskattanefndar eða til
lögreglu ef talið er að brot séu al-
varleg.
Þáttur skattrannsóknarstjóra í
rannsókn á Baugi er samkvæmt
þessu á lokastigi, en rannsókn
efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra stendur enn. Rann-
sókn efnahagsbrotadeildarinnar
hófst í ágústlok árið 2002 og sam-
kvæmt upplýsingum frá embætt-
inu er ekki séð fyrir endann á
henni.
haflidi@frettabladid.is
Fundur iðnríkja:
Vill tryggja
stefnu sína
WASHINGTON, AP Ársfundur sjö rík-
ustu iðnríkja heims auk Rúss-
lands hefst í dag í Georgíu-fylki í
Bandaríkjunum. George W. Bush
vonast til að vinna stefnu sinni í
Írak gott fylgi á fundinum.
Á morgun hitta leiðtogar iðn-
ríkjanna leiðtoga nokkurra
arabaríkja, til að ræða áætlun
Bush. Áætlunin hefur þegar vald-
ið fjaðrafoki og hafa ýmsar araba-
þjóðir lýst henni sem tilraun
Bandaríkjamanna til að skara eld
að eigin köku. Egyptaland og Sádi-
Arabía hafa tilkynnt að þau muni
ekki sitja fundinn af þessum sök-
um. ■
Þetta er hundrað ára samfelld
fjármálasaga.
Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka. Bank-
inn fagnar því að í ár eru hundrað ár liðin síðan
Íslandsbanki eldri var stofnaður. Nýi Íslandsbanki
hefur starfað undir því nafni síðan 1990.
SPURNING DAGSINS
Bjarni, hvað er Íslandsbanki eiginlega
gamall?
Þingvallavegur:
Lést í mótor-
hjólaslysi
BANASLYS Ung-
ur maður lést
eftir árekstur
tveggja bif-
hjóla á Þing-
vallavegi við
Skálafell rétt
eftir miðnætti
í fyrrinótt.
Við árekstur
bifhjólanna kastaðist maðurinn af
hjóli sínu og þegar farið var að
huga að honum var hann meðvit-
undarlaus og var úrskurðaður lát-
inn skömmu síðar. Hann var á
ferð með hópi vélhjólamanna þeg-
ar slysið varð.
Maðurinn hét Guðmundur Karl
Gíslason til heimilis að Aflagranda
27 í Reykjavík. Guðmundur Karl
var fæddur 27. júní árið 1979. ■
UNDIRSKRIFTALISTARNIR AFHENTIR
Listar með undirskriftum rúmlega þriðjungs
atkvæðabærra manna voru afhentir í gær.
Sundlaugarbygging:
Staðarvali
mótmælt
MOSFELLSBÆR Nokkurrar óánægju
gætir í Mosfellsbæ með stað-
setningu nýrrar sundlaugar sem
á að byggja. Bæjarstjórn hefur
ákveðið að hún verði byggð við
Lágafellsskóla en því hefur ver-
ið mótmælt.
1.617 manns, um 36 prósent at-
kvæðabærra íbúa, skrifuðu undir
yfirlýsingu þar sem byggingu
sundlaugarinnar á þessum stað
var mótmælt. Þess í stað vilja
þeir sem mótmæla staðarvalinu
að sundlaugin verði byggð við
íþróttamiðstöðina að Varmá. Með
því sé haldið áfram uppbyggingu
þar og tryggt að íþróttaaðstaða
bæjarins sé í tengslum við úti-
vistarsvæðið við Varmá. ■
Útafakstur:
Sofnaði
við stýrið
UMFERÐARÓHAPP Ökumaður slapp
ómeiddur þegar jeppi hans fór út
af veginum skammt fyrir utan
Blönduós á áttunda tímanum í
gærkvöld. Lögreglan á Blönduósi
telur að ökumaðurinn hafi sofnað
undir stýri með fyrrgreindum af-
leiðingum. Bifreiðin er óökufær
og var dregin af staðnum. ■
BAUGUR Í UNDIRBÚNINGI
Hagkaup og Bónus voru upphaflegu stoðirnar sem mynduðu Baug í júlí 1998. Óskar Magnússon var forstjóri Hagkaupa. Gaumur og
tengdir aðilar eignuðust 25 prósent í fyrirtækinu í upphafi , en afgangurinn var í eigu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Kaupþings.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
G
ÍS
LA
SO
N
KÓLUMBÍA, AP Tvær ófrískar konur
voru meðal tíu manna sem særð-
ust þegar bílsprengja sprakk í
Medellín, næststærstu borg Kól-
umbíu.
Bíllinn sprakk þar sem honum
hafði verið lagt inn á bílastæði
nærri lögreglustöð og kirkju.
Veggir kirkjunnar hrundu við
sprenginguna. Um 60 manns voru
við guðsþjónustu í kirkjunni þeg-
ar sprengingin átti sér stað og
slösuðust nokkrir þeirra, í þeim
hópi var presturinn. Sá sem varð
fyrir alvarlegustum meiðslum
var þó starfsmaður bílastæðisins
þar sem bílnum hafði verið lagt.
Á laugardag sprakk bíl-
sprengja við lögreglustöð í Cali,
þar slösuðust fimm. ■
MIKLAR SKEMMDIR
Lögreglumenn á vettvangi kanna skemmdir.
Bílsprengja:
Tíu særðust
KARLMENN Í HEFÐBUNDNUM SUMARSTÖRFUM
Framkvæmdir ganga hratt í blíðviðrinu sem leikið hefur við landsmenn undanfarna daga.
Þessir vösku menn voru að steypa gangstétt í Klettagörðum við Sundahöfn seinni partinn
í gær þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti þar leið framhjá.
TEKIST Á VIÐ LÖGREGLU
Lögregla þurfti að halda aftur af strangtrú-
uðum múslimum sem réðust að breska
sendiráðinu. Trúarlegt vald hefur minnkað
aðeins í Íran að sögn Shirin Ebadi.