Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 46
38 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ FÓLK Í FRÉTTUM Davíð Oddsson, forsætisráð-herra opnaði í gær sögusýningu á aldarafmæli gamla Íslandsbanka í útibúi Íslandsbanka í Lækjargötu. Í tilefni þessara tímamóta var opnuð sögusýning í 28 útibúum bankans víðs vegar um land sem mun standa til 9. júlí. „Rætur Íslandsbankans má rekja til ársins 1904 þegar Íslands- banki eldri opnar,“ segir Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka. „Þetta var fyrsti hlutafélagsbank- inn og hann stendur okkur næst, því gamli Íslandsbanki verður að Út- vegsbankanum árið 1930, sem verð- ur aftur að Íslandsbanka 1990.“ Upphafsár gamla Íslandsbank- ans eru um margt áhugaverð og saga hans á tímum heimastjórnar olli straumhvörfum í Íslensku at- vinnu- og fjármálalífi. „Við viljum sérstaklega minnast upphafsára gamla Íslandsbankans, því með honum kom inn erlent áhættufé og þekking sem setti mikinn kraft í efnahagslífið í upphafi 20. aldar.“ Við opnun sýningarinnar sló Davíð Oddsson á létta strengi og rifjaði meðal annars upp að Hannes Hafstein hafi tekið við starfi banka- stjóra bankans árið 1909, þegar hann lét af starfi sem ráðherra. Hann gantaðist með að þetta væri ágætis siður og ýjaði að því honum ætti að vera boðið að setjast í slíkan stól þann 15. september. Þegar Bjarni var spurður hvort þeir hafi tekið Davíð á orðinu og boðið hon- um bankastjórastól í nýja Íslands- bankanum hló hann bara og sagði Davíð þegar vera í fullu starfi. ■ Öld frá stofnun fyrsta hlutafélagabankans BJARNI ÁRMANNSSON, DAVÍÐ ODDSSON OG EINAR SVEINSSON Vel var mætt þegar Davíð Oddsson opnaði sögusýningu í tilefni þess að öld er liðin frá því Íslandsbanki hinn eldri var stofnaður. Sagði hann það góðan sið að ráðherrar verði að bankastjórum. ■ HRÓSIÐ ...fær Íslenska landsliðið í handbolta fyrir að hafa tryggt sér sæti á HM í Túnis. Í dag eru þeir strákarnir okkar. SÝNING ÍSLANDSBANKI ■ 100 ár frá stofnun Íslandsbanka. 28 sýningar í útibúum Islandsbanka hins nýja. Ný íslensk kvikmynd í fullri lengd Þetta er leikin heimildarmyndsem hefur verið í vinnslu í þónokkurn tíma,“ segir leik- stjórinn Gunnar B. Guðmunds- son en fyrirtæki hans, Þeir tveir, hefur nú lagt lokahönd á kvikmynd í fullri lengd, sem ber titilinn Konunglegt bros. Myndin segir frá Friðriki, fjöltæknilistamanni sem vinnur gagngert að því að láta konur verða ástfangnar í sér. „List hans felst í því að segja kærust- unum upp og taka ljósmyndir af viðbrögðum þeirra,“ segir Gunnar. „Snilld listaverkanna er svo þeim mun meiri eftir því sem stelpurnar hafa orðið ást- fangnari af honum.“ „Þetta er mjög ýktur karakt- er og hann gerir hluti sem ég sjálfur myndi aldrei nokkurn tíma gera,“ segir Friðrik Friðriksson, aðalleikari kvik- myndarinnar. „Þessi maður fer erfiðustu leið sem hægt er að fara til að skapa listaverk. Hann gerir samtals 64 konur ást- fangnar í sér og eftir að hafa sagt þeim öllum upp flækist líf hans mikið og hann lendir í óendanlegum vandræðum.“ Friðrik segir myndina hafa breyst talsvert á löngu töku- ferli. „Mér þótti hugmyndin að myndinni skemmtileg og við unnum hana eins og um heimild- armynd væri að ræða. Þannig fékk maður að koma talsvert að handritsgerðinni en handritið hefur þróast mikið á þeim rúm- lega fjórum árum sem myndin hefur verið í vinnslu.“ Gunnar tekur undir það og bætir við. „Upphaflega ætluðum við til dæmis að hafa þetta mynd með alveg óþekktum leikurum. Við höfðum samband við Friðrik þegar hann var nýbyrjaður að leika en síðan þá hefur hann margsinnis slegið í gegn og lík- lega verður svolítið erfitt að blekkja áhorfendur úr því sem komið er. Myndin hefur líka þró- ast í þá átt að áhorfendur eru fljótir að fatta að hér er mikið grín á ferðinni.“ Konunglegt bros kemur fyrst fyrir sjónir almennings á Björt- um dögum í Bæjarbíói Hafnar- fjarðar 12. júní klukkan 17. ■ KVIKMYNDIR KONUNGLEGT BROS ■ verður frumsýnd í Bæjarbíói 12. júní. Myndin skartar Friðriki Friðrikssyni í aðal- hlutverki en leikstjórinn Gunnar B. Guð- mundsson fékk Edduverðlaunin í fyrra fyrir Karamellumyndina. FRIÐRIK FRIÐRIKSSON Fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Konunglegt bros en myndin fjallar um fjölþreifinn listamann. Söngkonan Leoncie gerði storm-andi lukku þegar hún tróð upp fyrir aðdáendur sína á Nelly’s á laugardaginn. Hún er nýkomin frá Kanada þar sem hún tók upp nokk- ur lög fyrir næstu plötu sína og var því í topp- formi. Hún frum- flutti meðal ann- ars titillag plöt- unnar Going places en textinn hefst á því að hún hefur sig til lofts frá Keflavík til þess að leggja heiminn að fótum sér. Útgáfudagur plötunnar hefur ekki verið ákveð- inn en Leoncie segir að upptöku- stjórarnir ytra hafi verið yfir sig hrifnir af efninu sem hún tók upp og því má ætla að hún drífi í að klára það sem upp á vantar. Söng- konan var margklöppuð upp og æstur áheyrendahópurinn linnti ekki látum fyrr en hún kvaddi með Kópavogslaginu vinsæla Ást á barnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.