Tíminn - 04.03.1973, Qupperneq 17

Tíminn - 04.03.1973, Qupperneq 17
Sunnudagur 4. marz. 1973. TÍMINN 17 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Áskriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i iausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. *■ ------------------------------- .> Samningar, sem hindra samkomulag I stjórnarandstöðublöðunum hefur þess verið minnzt, að hálft ár var liðið frá útfærslu fisk- veiðilögsögu Islands um siðustu mánaðamót. Þessa afmælis var þó ekki minnzt til að gera mikið úr þeim árangri, sem hefur náðst,heldur þvert á móti til þess að gera litið úr honum. Það segir sina sögu, sem óþarft er að skýra nánara að sinni. Hins vegar er ástæða til þess sökum þessa tilefnis, að rifja það upp, sem áunnizt hefur, en það er m.a. eftirfarandi: öll rikin hafa i reynd virt hina nýju fiskveiði- lögsögu, nema Bretland og Vestur-Þýzkaland. Það er vissulega ekki litill ávinningur. Tvi- mælalaust mun þetta stuðla að þvi, að Bretar og Vestur-Þjóðverjar verða að láta undan siga fyrr en ella. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna i haust var samþykkt tillaga, sem flutt var af Is- landi og fleiri rikjum, um að sama lögsaga skuli gilda um auðæfin i hafsbotninum og um auðæfin i sjónum yfir honum. Þetta styrkir mjög alla aðstöðu íslands i landhelgismálinu. Brezkir togarasjómenn hafa i vaxandi mæli kvartað undan þvi, að erf itt væri að f iska undir þeim kringumstæðum, sem hafa skapazt á Is- landsmiðum eftir útfærsluna og hafa hvað eftir annað hótað þvi að halda skipunum heim. Nokkuð hefur dregið úr þessum kvörtunum þeirra siðan Heimaeyjargosið hófst og islenzku varðskipin urðu að draga úr gæzlunni vegna þess. En þetta á eftir að breytast aftur. í Bretlandi fer augljóslega vaxandi skilning- ur á málstað okkar, og má ekki sizt ráða það af þvi, að stórblöð eins og The Times og The Guardian hafa birt fleiri greinar, sem hafa verið okkur hliðhollar, en greinar, sem hafa verið okkur andsnúnar. Jafnvel i þeim grein- um, sem hafa verið okkur andvigar, kemur fram stórum meiri skilningur á málstað Is- lands en i landhelgisdeilunni 1958. Af þessu og mörgu fleira virðist mega ráða það, að bæði Bretar og Vestur-Þjóðverjar væru búnir að gera við okkur bráðabirgðasamkomu- lag, svipað og Belgiumenn, ef landhelgissamn- ingarnir frá 1961 stæðu ekki i veginum. Vegna þessara samninga, hafa Bretar nú fengið þann úrskurð Alþjóðadómstólsins, að hann eigi lög- sögu i málinu. Þennan úrskurð Alþjóðadóm- stólsins nota þeir Bretar, sem eru okkur and- stæðastir i málinu, til að torvelda samkomu- lag. M.a. halda þeir þvi fram, að meðan dómstóllinn kveður ekki upp endanlegan úrskurð i málinu, eigi Bretar rétt til þess sam- kvæmt bráðabirgðaúrskurði dómstólsins að veiða hér árlega 170 þús. smálestir. Þeir berj- ast þvi harðlega gegn öllum frekari tilslökun- um af hálfu brezkra stjórnarvalda. Staða Islands i landhelgisdeilunni við Bret- land og Vestur-Þýzkaland væri þvi allt önnur og betri, ef landhelgissamningarnir 1961 hefðu aldrei verið gerðir. Það má þó ekki draga úr úthaldi okkar og baráttuþreki. Ef ekki brestur þrek og þolinmæði, verður sigurinn okkar, þrátt fyrir óheillasamningana frá 1961. Björge Visby, Politiken: Hverjir skapa arðinn og hverjir hirða hann? Á kosningafundi hjó Mitterand Mitterand. SKYLDI hann koma? Alþýðuhúsið i Le Mans er lélegt samkomuhús, sem einna helzt minnir á hlöðu. Fundarmenn lita ýmist á úrin sin eða til dyra, þar sem morgunsölin stafar geislum sinum skáhallt gegn um tóbaksreykinn. Franska stjórnarandstaðan bindur vonir sinar einkum við Mietterrand, en hann kemur ailtaf of seint á fundi. Jafnaðarmannaflokkurinn býr við fátækt og lélegt skipu- lag og Mitterrand eru ekki tiltæk þau úrræöi, sem leið- togar stjórnarflokkanna ráða yfir. Nú eru aðstæður enn erfiöari en ella vegna verk- falls flugumferðarstjóra og Mitterrand kemur stundum allt að sex stundum of seint á fund, sem boðaður hefir verið. Svo iila tekst ekki til I þetta sinn. Frambjóðendur jafnaðarmanna i kjördæminu flytja stuttar ræður og milli þeirra eru sungnir baráttu- söngvar. Loks kemur Mitter- rand, þegar fundarmenn eru búnir að biða I hálfa aðra klukkustund. JAFNAÐARMANNA- FLOKKURINN er ekki hinn fjölmenni verkamannaflokkur 1 Frakklandi, heldur Komm- únistaflokkurinn, Bandalagið við kommúnista veldur þvl, að á fundinum rikir hinn rétti baráttuandi öreigasamtaka. Le Mans er iðnaðarborg i örum vexti og Ibúarnir fast við 150 þúsund. Borgin er 200 kilómetrum vestur frá Paris og Renault-verksmiðjurnar eru lang öflugasta atvinnu- fyrirtækið þar. Margir af starfsmönnum verksmiöjanna stunduðu áöur landbúnaðar- störf, ýmist sem launþegar eða smábændur. Sumir búa enn i sveit og láta konu slna annast hið litla bú. 35-40 þúsund króna (isl) laun laða margan smábóndann til bfla- verksmiðjanna, en þúsundir verkamanna i Le Mans hafa mun minni tekjur og borgin á við erfið félagsleg úrslausnar- efni að striöa. Kommúnistar og jafnaðar- menn hafa veriö ámóta öflugir i héraðinu og höfðu báðir þing- mann fyrrum. í kosningunum 1968 biöu þeir mikinn ósigur eins og vinstri flokkar viða i Frakklandi. Gaullistar not- færöu sér óeirðirnar i mai til þess að ala á hræðslunni við kommúnista. Stjórnar- flokkarnir unnu alla fimm þingfulltrúana i Sarthe-kjör- dæmi umhverfis Le Mans. Samtök vinstrimanna eiga þvi hefndir að rækja. ALÞÝÐUHÚSIÐ er frá þvi um aldamót og vægast sagt óskemmtilegt. Það er meira en hálfri öld á eftir timanum I samanburði við samkomuhús jafnaðarmanna i Vestur - Þýzkalandi og á Norður- löndum. En Mitterrand hefir gætt frönsku stéttabaráttuna hógværum og traustvekjandi anda. Baráttumerki hans er rauð rós, sem stendur út úr krepptum hnefa, og það hangir hvarvetna á skellóttum veggjum Alþýðuhússins. Ungir baráttumenn selja vasaútgáfu bókar Mitterrands LaRoseauPoing. Fundarmenn eru yfir 2000 og meðal þeirra eru efalaust margir kommúnistar. Þar má jöfnum höndum lita lúna verkamenn, unga kennara, stúdenta og stúlkur á menntaskólaaldri. Fundurinn átti að hefjast kl. 10 f.h. á sunnudegi, en Mitter- rand kom ekki fyrr en rétt fyrir hálf tólf. Töfin virðist hafa aukið á eftirvæntinguna og honum er fagnaö ákaft. Hann er dálltið þreytulegur, skeytir fagnaðarlátunum engu en heilsar forustumönnunum ! á sviðinu. MITTERRAND fer hægt af staö, en þess auðveldara er að ala á fundarmönnum og magna hrifningu þeirra og það gerir hann. Hann talar I rúma klukkustund, nýtur óskiptrar athygli og fundarmenn hrópa eöa hlæja þegar við á. „Stjórnarflokkarnir leggja til orriu.stu sem Framfara- bandalag republikana”, segir hann. „ósamkomulag þeirra samræmist þó varla banda- lagsheitinu og republikanar eða lýðveldissinnar eru fylgis- mennirnir ekki, heldur eins konar einveldissinnar að baki Pompidou. Framfarirnar — gegn þeim berjast þeir”. Mitterrand vék að afstöðu rikisstjórnarinnar til fóstur- eyöinganna, en það er hitamál um þessar mundir „Rikis- stjórnin segir umbæturnar ekki timabærar og þaö er táknrænt um afstöðu stjórnar- innar til umbóta yfirleitt”, sagði ræðumaður. „I BANDALAGI við komm- únista gegna jafnaðarmenn einmitt þvi hlutverki að tryggja stjórnmáiafrelsið og frelsi einstaklingsins. Hin sameiginlega stefnuskrá er samningur til fimm ára, hvorki eftir höfði kommúnista né sósialista, en hann á að gera kleift aö þoka málum áleiðis til samfélags sósial- ista. Talsmenn rikisstjórnarinnar lýsa stjórnarandstæðingum sem rauðum hersveitum, sem vaöi fram meö hnif milli tann- anna. En þeir biðja ekki um annaö en gott samfélag, góöa sambúð við umheiminn og nokkra llfshamingju einstakl- ingunum til handa. Þjóðnýting — jú, að visu, en rikisstjórn de Gaulles hóf þjóðnýtingu á fyrstu árunum eftir styrjaldarlokin og þjóðnýtti bankana, flugfélögin og Renault-verksmiöjurnar”. ÞA minnir Mitterrand einnig á, að Pompidou hafi neitað að útnefna rikisstjórn kommúnista og jafnaöar- manna, jafnvel þó að samtök vinstrimanna fái meirihluta i þinginu. Og fagnaðarlætin ná hámarki þegar hann heldur áfram:,, Hinn almenni atkvæðis- réttur hefir þar meö verið að engu geröur og rikisstjórnin á að styðjast við bellibrögð hallarbúa”. Þegar Mitterrand vikur að gorti rikisstjórnarinnar af öflugu efnahagslifi i Frakk- landi segir hann: „Hver veldur eflingunni? Það eru verkamenn. Hver kostar hana með 45 stunda vinnuviku, lágum launum við vaxandi dýrtið? Það eru verkamenn. Og hvert rennur arðurinn af eflingunni? Til hinna”. Mitterrand segir kommúnista ekki gallaiausa fremur en jafnaðarmenn. „En við viljum ekki útiloka þær milljónir heiðarlegra verka- manna, sem kjósa komm- únista* Pompidou hittir Brez- hnev og ástundar vinsamleg samskipti við Öll riki komm- únista. Allir kommúnistar eru með öðrum orðum góðir — nema okkar eigin kommúnistar. MITTERRAND er frábær ræðumaður með leikarahæfi- leika. Hann brosir, þegar hann gripur til kimni eða hæðni, bendir og patar orðum sinum til áherzlu, en hefir þó hóf á. Þegar hann hefir brýnt raustina hvað mest lækkar hann róminn allt i einu um leið og hann kemur að kjarnanum. Þetta er afar áhrifarlkt eins og góöur leikur á sviði. Mitterrand ræddi um 3 mill- jónir verkamanna, sem hafa rúm 20 þús. krónur isl. á mánuði eða minna, svo og smábændur, iandbúnaðar- verkamenn og smákaupmenn, sem jafn litiö bera úr býtum, eða alls um 10 milljónir fá- tæklinga i Frakklandi. Siðan lýsti hann eymdinni, sem fundarmönnum var efa- laust vel ljós fyrir, en svo yppti hann öxlum og minnti á Markus Antonius i Júliusi Cæsar eftir Shakespeare, þegar hann bætti við: „En þeir segja, að Frakkar séu rik þjóð”. INTERNATIONALINN er sunginn aö lokum, en það eru ekki nema sumir fundar- mar.na, sem hefja krepptan hnefa. En erfiðleikar franskra sósialista koma enn greini- legar i ljós,þegar að iýöveldis- söngnum franska kemur. Þá er eins og samkoman ætli að leysast upp. Einn frambjóð- enda er lagöur af stað til dyra, en Mitterrand tekur hlýlega um axlir honum og snýr honum við. Siðan syngja þeir þjóðsönginn eins og ekki hafi I skorizt. Sósialistar eru að verða ætt- jarðarvinir. Gaullistar og hinir ihaldssamari eiga ekki framar að hafa einkarétt á þjóðsöngnum. „Þjóðfáninn er ekki fáni neins ákveöins flokks”, sagði Mitterrand I ræðu sinni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.