Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 8
8 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR
Landsbankinn um Actavis:
Verðmatið hækkar lítið
VIÐSKIPTI Greiningardeild Lands-
bankans sendi í gær frá sér nýtt
verðmat á lyfjafyrirtækinu Act-
avis. Landsbankinn mælir
áfram með sölu á bréfum í Acta-
vis og verðmæti félagsins á 107
milljarða króna.
Markaðsverðmæti Actavis er
ríflega 125 milljarðar.
Að sögn Guðmundu Óskar
Kristjándsdóttur hjá greining-
ardeild Landsbankans eru for-
sendur verðmatsins mjög
áþekkar því sem var í síðasta
verðmati, enda hækkar verð-
matið aðeins lítillega síðan þá,
um 1,5 prósent.
„Annar ársfjórðungur gekk
betur en við reiknuðum með,“
segir Guðmunda. Almennt telur
hún að sex mánaða uppgjör Act-
avis bendi til þess að Lands-
bankinn sé á réttu róli varðandi
spá um rekstur félagsins í ár.
Guðmunda bendir einnig á að
í samantekt Landsbankans megi
sjá að sala á nýjum lyfjum Acta-
vis virðist ekki ná hámarki strax
fyrsta árið. „Þeir [Actavis] hafa
verið að sækja á nýja markaði.
Það leiðir til þess að vöxtur í
lyfjunum er tvö til þrjú ár eftir
að þeir fyrst markaðssetja lyf-
in,“ segir hún. ■
Ráðherramálið erfitt
Hópur kvenna í Framsóknarflokki þrýstir mjög á að hlutur kvenna í
ráðherraliði flokksins verði ekki skertur. Vísað er í lög flokksins sem
kveða á um 40% hlutfall kvenna.
Þung undiralda er í Framsóknar-flokknum vegna fyrirhugaðra ráð-
herraskipta. Þá er titringur í innvið-
um flokksins vegna heilsíðuauglýs-
ingar valinkunnra framsóknarkvenna
með áskorun til þingflokksins um að
virða lög flokksins, en þar er kveðið á
um 40 prósenta hlutfall kvenna í
ábyrgðarstöðum.
Útlit er fyrir að Siv Friðleifsdóttur
verði kippt út úr ráðherraliði flokks-
ins og að Valgerður Sverrisdóttir
standi þá jafnvel ein eftir sem ráð-
herra flokksins úr röðum kvenna. Siv
kýs að tjá sig ekki um málið að svo
stöddu.
Heimildarfólk í röðum Framsókn-
arflokksins er ekki á einu máli hvað
liggi að baki þrýstingi hluta fram-
sóknarkvenna. Sumir telja að málið
snúist fyrst um að halda Siv áfram
inni, meðan aðrir hallast að því að sjá
eigi til þess að Jónína Bjartmarz komi
þá inn í staðinn verði Siv látin fara.
Innanbúðarmenn í flokknum töldu
sumir hverjir þó til marks um aðkomu
Sivjar að aðstoðarmaður hennar, Una
María Óskarsdóttir, sé líka formaður
Landssambands framsóknarkvenna.
Jafnréttisáætlun standi
„Þegar komið er út á vígvöllinn
skiptir maður ekki um forystulið,“
segir Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum
borgarfulltrúi í Reykjavík og ein af
stofnendum Landssambands fram-
sóknarkvenna. „Þessi bábilja um
hæfni einstaklinga er út í hött. Við
höfum valið í forystusveit okkar
flokks jafnhæft fólk, að mínu mati.
Þar er enginn munur á hæfni karla og
kvenna. Sex manns leiddu listana síð-
ast og ég tel þá alla jafnhæfa,“ segir
hún.
Sigrún var í hópi 40 framsóknar-
kvenna sem skrifuðu undir áskorun-
ina til þingflokks Framsóknar. „Flokk-
urinn náði flottri jafnréttisáætlun
sem búið er að setja í lög flokksins og
ég kann aldrei við að sett séu falleg
orð á blað án þess að standa við þau,“
segir hún. „Hvað héldu menn fyrir ör-
fáum misserum þegar jafnréttisáætl-
unin var samþykkt? Að ekki þyrfti að
standa við hana? Við völdum liðið til
að berjast fyrir einu og hálfu ári síðan
og að mínu viti hefur ekkert þannig
komið upp að skipta ætti út í hernum.“
Magnús Stefánsson, þingmaður
Framsóknarflokks, segist ekki botna í
umræðunni um hlut kvenna innan
flokksins. „Það er ekki búið að ákveða
neitt,“ sagði hann og áréttaði að sjálf-
ur hefði hann auðvitað fullan skilning
á jafnréttisumræðu innan flokksins.
„Málið snýst um að ákveða hvaða ein-
staklingur þingflokksins eigi að taka
að sér að vera ráðherra. Í þingflokkn-
um eru fjórar konur og átta karlar,“
sagði hann.
Magnús furðaði sig á auglýsing-
unni sem birtist frá Framsóknarkon-
unum í Fréttablaðinu. „Allt eru þetta
konur sem maður þekkir og engin
þeirra hefur tekið upp símann til að
ræða þetta við mann. Ég er ekki viss
um að þetta uppistand sé konum innan
flokksins til framdráttar. Ég er búinn
að heyra í nokkrum konum sem eru
mjög ósáttar við þessa framgöngu og
eru bara ekkert sammála þessari um-
ræðu. Svo er verið að hóta því að kon-
ur fari gegn formanninum á flokks-
þingi ef hann fari ekki að þeirra vilja.
Á hvað braut er þessi umræða?“
spurði hann.
Leynileg atkvæðagreiðsla
Hjálmar Árnason, þingflokksfor-
maður framsóknarflokksins, sagði að
Halldór Ásgrímsson væri búinn að
ræða væntanleg ráðherraskipti við
alla þingmenn flokksins og að það
styttist í að þingflokkurinn hittist
vegna málsins. Hann sagði að næsta
mánudag væri fyrirhugaður þing-
flokksfundur en þar væri þó ekki á
dagskrá ráðherraskipan flokksins
heldur undirbúningur þingstarfsins.
Hjálmar minntist þess ekki að
þingflokkur hefði gengið gegn tillög-
um formanns um ráðherraefni. „Þetta
gengur fyrir sig eins og venjulega.
Formaður gerir tillögu til þingflokks-
ins sem síðan greiðir leynilega at-
kvæði,“ sagði hann, en bætti við að þó
hefðu komið upp tilvik þar sem ekki
allir greiddu tillögu formanns at-
kvæði.
Í Framsóknarflokknum tala sumir
um að Halldór Ásgrímsson hafi gert
mistök með því að draga það svo lengi
að koma með tillögur um ráðherra-
skipan flokksins í haust. Þá virðast
margir óttast að ráðherraskiptin bitni
á Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráð-
herra sem standi höllum fæti gagn-
vart Valgerði Sverrisdóttur í kjör-
dæmi sínu. „Þó er hann sá í ráðherra-
liðinu sem vinnur einna best,“ sagði
einn flokksmanna.
Erfiðlega gekk að ná í þingmenn
og ráðherra Framsóknarflokksins í
gær og kann það að vera til marks um
að ráðherramálið þyki erfitt innan
flokksins. Kunnugir segja einnig að sú
staðreynd að hlutfall kvenna í trúnað-
arstörfum skuli bundið í lög Fram-
sóknarflokksins geri það mjög snúið.
Valgerður Sverrisdóttir var utan
símaþjónustusvæðis í fjallgöngu en
hvorki Halldór Ásgrímsson, Guðni
Ágústsson, Jón Kristjánsson, né Árni
Magnússon sinntu skilaboðum sem
fyrir þá voru lögð í ráðuneytum
þeirra. ■
SVONA ERUM VIÐ
FJÖLDI INNFLUTTRA
VOPNA ÁRIÐ 2003
Tegund Fjöldi
Haglabyssur 471
Rifflar 457
Skammbyssur 12
Loftbyssur 12
Litmerkibyssur 34
Heimild: Ársskýrsla Ríkislögreglustjóra 2003
– hefur þú séð DV í dag?
Yngsti fanginn
á Litla-Hrauni
lokaður
inni með
barna-
níðingum
Nítján ára
óharðnaður piltur
Skotvopna- og veiðinámskeið
Fyrirhuguð eru eftirfarandi námskeið fyrir umsækjendur um skotvopnaleyfi og undirbúningsnámskeið fyrir hæfnis-
próf veiðimanna.
Umsækjendur um bæði veiðikort og skotvopnaleyfi skrá sig á námskeið hjá Veiðistjórnunarsviði í síma 462 2820.
Móttöku skráninga á skotvopnanámskeið lýkur viku fyrir auglýstan
námskeiðstíma eða þegar ákveðinn þátttakendafjöldi næst.
Skotvopnanámskeið Veiðinámskeið
Bóklegt Verklegt
Reykjavík 26-27. Ágúst 28. Ágúst 31. Ágúst
Reykjavík 14. September
Reykjavík 23-24. September 25. September 28. September
Reykjavík 7-8. Október 9. Október 12. Október
Reykjavík 21-22. Október 23. Október 26. Október
Reykjavík 4-5. Nóvember 6. Nóvember 9. Nóvember
Reykjavík 18-19. Nóvember 20. Nóvember 23. Nóvember
Akureyri 2-3. September 4. September 5. September
Akureyri 14-15. Október 16. Október 11. Október
Húsavík 14-15. Október 16. Október 9. Október
Egilsstaðir 21-22. Október 23. Október 20. Október
Höfn 16-17. September 18. September 18. September
Kirkjubæjarklaustur 11-12. Nóvember 13. Nóvember 14. Nóvember
Selfoss 16-17. September 18. September 21. September
Akranes 16-17. September 18. September 22. September
Grundarfjörður 28-29. Október 30. Október 2. Nóvember
Ísafjörður 2-3. September 4. September 29. Ágúst
Blönduós 9-10. September 11. September 6. September
Keflavík 30.Sept-1. Október 2. Október 6. Október
Sauðárkrókur 7-8. Október 9. Október 10. Október
Birt með fyrirvara um að dagsetningar námskeiða geti breyst. Öll bóklegu námskeiðin hefjast kl 18.00 og standa til
kl 22.00. Verkleg námskeið hefjast kl 9.00 á skotsvæði.
Kennslugögn eru send til þátttakenda eftir greiðslu námskeiðsgjalds sem þarf að greiðast minnst 10 dögum fyrir
námskeið. Ennfremur þurfa þátttakendur að skila inn sakavottorði og læknisvottorði, sérstaklega útgefnu vegna
skotvopnanámskeiða til lögreglu minnst viku fyrir námskeiðin.
Námskeiðsgjald
Veiðikortanámskeiðið kostar kr. 7.000,- Skotvopnanámskeiðið kostar kr. 18.000,-
Ef þátttakendafjöldi nær hámarki á námskeiðinu ganga þeir fyrir sem fyrstir staðfesta
þátttöku með greiðslu námskeiðsgjalds.
Skráning í síma 462 2820. Frekari upplýsingar á ust.is (geymið auglýsinguna).
Hafnarstræti 97 - 600 Akureyri
Sími 462 2820
Veiðistjórnunarsvið
GUÐMUNDA ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR
Greiningardeild Landsbankans bendir á að sala á lyfjum Actavis styrkist áfram í tvö til þrjú
ár eftir að þau séu markaðssett.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AÐ
U
R
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Formaður Framsóknarflokksins er tæpast
öfundsverður af því að þurfa að gera upp
á milli fólks í eigin röðum.
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR
Siv tjáir sig ekki um fyrirhuguð ráðherra-
skipti í flokknum eða deilur þeim tengdar.
SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR
Segir jafnréttisáætlun flokksins eiga að
standa.
ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON,
BLAÐAMAÐUR
BAKSVIÐS
FRAMSÓKN LOGAR
VEGNA UMRÆÐNA UM
HLUTSKIPTI KVENNA.