Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 31
5FIMMTUDAGUR 19. ágúst 2004 PEYSU- DAGAR Frábær peysutilboð. Charlize Theron, sem er af mörgum talin ein fallegasta kona heims, er hið nýja andlit ilmvatnins J'adore. Nýja ilmvatnsandlitið: Charlize keppir við Nicole Hin yndisfríða suður-afríska leikkona Charlize Theron hefur skrifað undir samning hjá Christian Dior. Það þýðir að Theron er hið nýja andlit met- söluilmvatnsins þeirra Dior- manna, J'adore. Theron mun því heyja hatramma baráttu við óskarsverðlaunahafann Nicole Kidman sem verður hið nýja andlit Chanel. Theron mun bæði leika í aug- lýsingum og sitja fyrir á mynd- um fyrir J'adore og mun alls- herjarherferð hefjast seinni- part hausts. Ekki eru til stað- festar tölur um upphæðina sem Theron fær fyrir þennan samn- ing en kvisast hefur út að hún fái eitthvað á milli 210 og 360 milljónir íslenskra króna. Hollywood-stjörnurnar virð- ast næstum því vera að koma í staðinn fyrir fyrirsæturnar vestan hafs. Óskarsverðlauna- hafinn Hilary Swank auglýsir Calvin Klein-nærföt eins og óð manneskja á meðan Scarlett Jo- hansson er aðalstjarnan í haust- línu Louis Vuitton. ■ Líf og fjör í miðbænum: Spútnik opnar nýja búð Í bongóblíðunni fimmtudaginn 12. ágúst var verslunin Spútnik opnuð í nýju og víðu rými við Klapparstíg- inn. Hér bætist enn við þá skemmti- legu flóru af verslun og menningu sem hefur verið að myndast við þessa götu undanfarið ár. Gluggarnir eru stórir og bjartir og útstillingarnar setja frábæran svip á götumyndina. Sem fyrr er blómlegt úrval af gömlum notuðum fötum í Spútnik en sérhannaðar Spútnikflíkur eru líka að sækja í sig veðrið. Í vetur mun bera mikið á lopa- peysum og gömlum kúrekastígvél- um í Spútnik í bland við glimmer- skreytta toppa, púffpils og dúnúlp- ur. Flott partí var haldið í tilefni opnunarinnar, Jón Atli hárgreiðslu- meistari á Gel þeytti skífum og rauðleitur sumarkokkteill var reiddur ofan í rjóða og brosandi gestina. Verslunarstjóri nýju búðarinnar er Jóel Briem. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.