Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 26
Eru græðgi landans engin tak- mörk sett? Eru menn hér virki- lega farnir að skjóta mófugla á eggjum og ungum? Þetta er lög- brot, svo að ekki sé nú minnst á siðferðisvitunduna sem að baki býr. Það er engin von til þess, að fráfarandi umhverfisskemmda- ráðherra láti sig þetta mál ein- hverju skipta á sínum síðustu dögum. Meiri von er, að prest- frúin, sem við tekur, láti verða sitt fyrsta verk að stöðva þessa óhæfu. Lóa, spói, hrossagaukur og margir aðrir mófuglar eru al- friðuð og eiga rétt á friðun um ókomin ár á sínum vorbjörtu varpstöðvum, eða er kannski ætlunin að versla hér með lúxuskvóta? Íslensk börn eiga líka rétt á því, að geta gengið um móa og heiðar landsins á vorin og sumr- in, án þess að eiga á hættu að verða fyrir voðaskoti. ■ Oft er þörf en nú er nauðsyn. Meðfylgjandi línurit sýnir fjölda eldri borgara sem búa í Reykja- vík og á Seltjarnarnesi, og jafn- framt hve margir þeirra eru fé- lagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Við núverandi félagar í okkar samtökum, 60 ára og eldri, vitum að við þurfum miklu meiri þátt- töku allra eldri borgara til þess að stjórnvöld hlusti á okkur. Það er nauðsyn að auka félagatöluna til þess að við getum haldið áfram okkar baráttu af fullum krafti fyrir bættum kjörum og bættri þjónustu við aldraða. Stjórnvöld munu líta á þetta línurit með mikilli ánægju. Það sýnir að það eru allt of fáir með- limir í félögum aldraðra. Þar með álykta stjórnvöld sem svo að þau þurfi alls ekki að taka meira tillit til eldri borgara en þau hafa gert. Það séu í raun og veru svo fáir fé- lagsmenn sem mótmæla. Þetta hafa stjórnvöld í raun og veru gert undanfarin ár og allir eldri borgarar, sem þurfa að reiða sig á hjálp ríkisins, hafa fundið fyrir því. Þarna vantar aðeins að eldri borgarar sýni samstöðu og gerist félagar í samtökum eldri borgara. Það er staðreynd að ef ekki verð- ur umtalsverð fjölgun í félögum eldri borgara, þá verður saumað ennþá fastar að kjörum þeirra. Það eru því miður alltof mörg hjón (sambúðarfólk) sem láta sér það duga að annað sé meðlimur í félaginu, og þarmeð njóta allra réttinda, sem félagið veitir. Það er ekki drengileg framkoma. Gleymið því ekki, þið sem eruð aðeins 60 ára í dag, að ykkar bíður það sama og okkar eldri eftir fáein ár, nema að þið gerið eitthvað í málunum og það strax. Eitt af því sem þið getið gert er að hjálpa Félögum eldri borgara til að búa í haginn fyrir ykkur með því að gerast félagar. Breytum þessu og blásum til sóknar, fyrst og fremst með því að allir 60 ára og eldri gerist fé- lagar í félögum eldri borgara. Það veltur á miklu um ykkar stuðning, og þið eruð aðeins að búa í haginn fyrir ykkur. Það eru um 19.100 íbúar í Reykjavík og á Seltjarnarnesi 60 ára og eldri. Ef flestir þeirra gerðust félagar, þá gæti félagið virkilega látið að sér kveða! Finnst ykkur, sem ekki eruð félagsmenn, það vera í lagi að innan við helmingur eldri borgara kosti baráttuna fyrir hagsmunum okkar allra? Við von- umst til þess að geta birt betra línurit í haust. Að lokum má minnast á það að Landssamband eldri borgara hef- ur gert samninga við fjölmörg verslunar- og þjónustufyrirtæki um umtalsverðan afslátt til handa félagsmönnum. Sá afslátt- ur getur numið hærri upphæð en félagsgjöld, aðeins ef keypt er fyrir tvö til þrjú þúsund krónur á mánuði! Þetta er alvöru „punkta- kerfi“ okkar aldraðra og kemur okkur öllum til góða langt um- fram félagsgjöld. Sími Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er 588- 2111. ■ Norsk stjórnvöld hafa rekið ís- lensk skip frá síldveiðum á hinu svokallaða fiskverndarsvæði við Svalbarða. Hér er nýjasta dæmið um óþolandi yfirgang Norðmanna á úthafssvæðunum norður og norðaustur af Íslandi. Takmarkið er að reyna að tryggja sér yfir- ráðarétt á hafsvæðum sem þeir hafa í raun ekkert tilkall til um- fram aðrar þjóðir við norðaustan- vert Norður-Atlantshaf. Íslendingar og Norðmenn hafa deilt um hafsvæðið umhverfis Svalbarða í rúm tíu ár. Hæst risu deilurnar fyrir tíu árum síðan þeg- ar íslenskir togarar við veiðar voru herteknir af norsku strand- gæslunni og færðir til hafnar í Norður-Noregi. Réttað var yfir skipstjórum og útgerðum sem þar færu ótíndir veiðiþjófar. Dómar féllu í samræmi við það. Síðan hef- ur ekki mikið borið á átökum þó deilan um Svalbarðasvæðið hafi aldrei verið leyst. Nú eru átök enn á ný vegna óbilgirni norskra stjórnvalda. Því ber að fagna. Það er löngu tímabært að skýr niður- staða fáist í þessari hafréttardeilu. Svalbarði er gríðarstór eyja- klasi í Íshafinu um 700 sjómílur norðaustur af Íslandi og um 500 sjómílur norður af Noregi. Þessar eyjar voru lengst af nokkurs konar einskis manns land. Í framhaldi af friðarviðræðum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar komust níu þjóðir að samkomulagi um að Svalbarða- eyjaklasinn skyldi fá sérstaka skil- greiningu þar sem hann tilheyrði í raun engu ríki. Þessi samningur var gerður árið 1920 og hafði að markmiði að eyjarnar skyldu nýtt- ar með friðsamlegum hætti án hernaðaríhlutunar og að allar þjóðir sem gerðust aðilar að samn- ingnum skyldu njóta jafnræðis í auðlindanýtingu á eyjaklasanum. Noregi var falið vald til að fylgjast með því að ákvæðum samningsins væri framfylgt á eyjunum. Á þeim 84 árum sem liðin eru frá því að Svalbarðasamningurinn leit dags- ins ljós hafa æ fleiri þjóðir gerst aðilar að honum. Þær eru nú 41. Nýjasta aðildarríkið er Ísland, sem bættist í hópinn árið 1994. Gott samkomulag hefur ríkt um þennan samning alla tíð ef undan er skilið eitt atriði. Norð- menn féllu í þá freistni að misnota í eigin þágu aðstöðu sína sem gæsluaðili Svalbarðasamningsins. Það gerðist árið 1977. Þá gáfu þeir allt í einu út konunglega tilskipun þar sem þeir lýstu því yfir að þeir ættu 200 sjómílna svokallaða „fiskverndarlögsögu“ umhverfis Svalbarða. Þeir áskildu sér ein- hliða fullan rétt til að stjórna fisk- veiðum á þessu gríðarstóra haf- svæði sem er 830.000 ferkílómetr- ar. Til samanburðar er 200 sjó- mílna efnahagslögsaga Íslands 758.000 ferkílómetrar. Hér var því á ferðinni frekleg tilraun eins ríkis til að ræna undir sig gríðarlegum hafsvæðum um- hverfis eyjaklasa sem þetta ríki átti ekkert í umfram aðrar þjóðir. Til marks um það hve ósvífin þessi aðgerð var má benda á að flatarmál 200 mílna efnahagslög- sögu Noregs er 876.000 ferkíló- metrar. Mörk hennar voru sett með lögum norska Stórþingsins árið 1976, réttu ári eftir að við Ís- lendingar höfðum einir og óstudd- ir með hetjulegri landhelgisbar- áttu okkar náð alþjóða viðurkenn- ingu á því að strandríki ættu rétt á 200 sjómílna efnahagslögsögu. Í kjölfar lokasigurs okkar í land- helgismálinu gengu Norðmenn sem sagt á lagið og lögðu undir sig 1.600.000 ferkílómetra hafsvæði. Síðan bættu þeir um betur þegar þeir náðu yfirráðum á hafsvæðinu umhverfis hina óbyggilegu eld- fjallaeyju Jan Mayen sem er norð- ur af Íslandi. Í dag telja Norð- menn sig ráða yfir rúmlega tvegg- ja milljóna ferkílómetra hafsvæð- um í Norður-Atlantshafi! Það er fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld ætli nú að hefja undir- búning að því að deilan um Sval- barðasvæðið verði útkljáð fyrir alþjóða dómstól. Hér höfum við allt að vinna og engu að tapa, því Norðmenn hafa ekki látið okkur hafa neitt á Svalbarðasvæðinu, sem býr yfir stórkostlegum nátt- úruauðæfum. Þó er það mjög ámælisvert að ekki skuli hafa verið byrjað á því ferli fyrir tíu árum, þegar síðast skarst í odda milli Noregs og Íslands á svæð- inu. Það er ótrúlegur málflutn- ingur hjá Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra þegar hann reynir að afsaka þetta með því að menn hafi viljað reyna að ná samningum. Hann ætti að vita að Norðmenn hafa engan áhuga á því að ná sanngjörnum samning- um um hafréttarmál við Íslend- inga. Nei, íslensk stjórnvöld verða að hætta undirlægjuhætti sínum í samskiptum við aðrar þjóðir. Gildir þá einu hvort þar er um að ræða stuðning við glæp- samlegt stríð í Írak, eða hvort við eigum að láta til skarar skríða gegn Norðmönnum í deilunni um Svalbarðasvæðið. ■ 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR26 Svalbarðadeilan – stefnum Noregi Það er fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld ætli nú að hefja undirbún- ing að því að deilan um Svalbarðasvæðið verði út- kljáð fyrir alþjóðadómstól. Hér höfum við allt að vinna og engu að tapa, því Norð- menn hafa ekki látið okkur hafa neitt á Svalbarðasvæð- inu, sem býr yfir stórkost- legum náttúruauðæfum. ,, AF NETINU BRÉF TIL BLAÐSINS Karíókí ekki hljómsveit Jens Guð skrifar: Fyrir bölvaðan klaufaskap sá ég á dögun- um brot úr sjónvarpsþætti um nokkrar karíókí-stelpur sem syngja og dansa saman. Þátturinn virtist annars ekki vera um neitt sérstakt. Stelpurnar voru þó stöðugt fyrir framan myndavélina, ýmist að æfa dansspor eða skrifa eitthvað á blað fyrir leikskólakrakka. Allt gott um það að segja. Verra er að í þættinum var oftar en einu sinni talað um þessar syngjandi stelpur sem hljómsveit. Sjón- varpsþátturinn var um svipað leyti kynnt- ur á dagskrársíðu Moggans. Þar var sömuleiðis skrifað um stelpurnar sem hljómsveitina Nylon. Það er villandi – svo ekki sé fastar að orði kveðið - að fjal- la um dansandi karíókí-stelpur sem hljómsveit. Það eru hljóðfæraleikarar – með eða án söngvara – sem mynda hljómsveit. Eðlilegra er að tala um dans- andi karíókí-stelpur sem sönghóp eða söngsveit. 250 500 750 1000 60 ára 61 ára 62 ára 63 ára 64 ára 65 ára 66 ára 67 ára 68 ára 69 ára 70 ára 71 ára 72 ára 73 ára 74 ára 75 ára 76 ára 77 ára 78 ára 79 ára 80 ára 81 ára 82 ára 83 ára 84 ára 85 ára 86 ára 87 ára 88 ára 89 ára 90 ára 91 ára 92 ára 93 ára 94 ára 95 ára 96 ára 97 ára 98 ára 99 ára 100 ára 101 ára 102 ára 103 ára SAMANBURÐUR Á FJÖLDA EINSTAKLINGA YFIR 60 ÁRA Í REYKJAVÍK OG SELTJARNARNESI OG FÉLAGSMANNA Í FÉLAGI ELDRI BORGARA Heildarfjöldi í Reykjavík og á Seltjarnarnesi Fjöldi félagsmanna í Félagi eldri borgara Stóreflum félög eldri borgara ÓLAFUR ÓLAFSSON FORMAÐUR FÉLAGS ELDRI BORGARA UMRÆÐAN MÁLEFNI ALDRAÐRA PÉTUR GUÐMUNDSSON Í STJÓRN FÉLAGS ELDRI BORGARA UMRÆÐAN MÁLEFNI ALDRAÐRA MARGRÉT GUÐNADÓTTIR VEIRUFRÆÐINGUR UMRÆÐAN VEIÐAR OG SIÐFRÆÐI MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON ALÞINGISMAÐUR FRJÁLSLYNDRA UMRÆÐAN SVALBARÐADEILAN Að drepa söngfugl LÓA Lóa, spói, hrossagaukur og margir aðr- ir mófuglar eru alfriðuð og eiga rétt á friðun um ókomin ár, segir greinarhöfundur. Hvað kostar að tala íslensku? Ég hef áður nefnt grein Benedikts Jóhannessonar „Hvað kostar að tala ís- lensku?“. Í henni beitir höfundur all sér- kennilegum reikniskúnstum til að sanna að kostnaður sé af íslenskri tungu. Ef til vill ætti þessi mikli reiknimeistari að reik- na kostnaðinn af hinni gífurlegu amerík- aniseringu Íslands. [Hún] hefur leitt til stóraukinnar bílaeignar sem aftur veldur auknum slysum ... Íslendingar fara ekki spönn frá rassi öðruvísi en bílandi enda ganga amerísku guðirinir ekki. Í ofan á lagi borða þeir helst ekki fisk lengur, hver hefur séð amerískan guðaguð neyta slíkrar fæðu? „Íslendingar“ dagsins í dag „lifa bæði á mysu og mjólk“ en mest á pizzurusli. Afleiðingin er sú að Ís- lendingar (fyrrverandi) eru orðnir feitasta og ljótasta þjóð Vestur-Evrópu. ... Minnkandi fiskát gæti verið skýringin á því hversu heimsk íslensk ungmenni eru. Er hægt að nota tossa í vinnu í upplýs- ingarsamfélagi? Draslfæðu og sykurát ungmenna kann að gera þau ofbeldis- hneigðari.... Ofan á bætast möguleg áhrif frá ameríska kvikmyndaruslinu. Eins og nær má geta kostar stóraukið ofbeldi skildinginn.... Sú var tíðin að útlendir túr(grað)hestar gerðu sér ferðir til Ís- lands til að hitta fallegar íslenskar stelp- ur. En svo ljótar eru hinar ungu, akfeitu, fölleitu og strýhærðu pizzujussur sam- tímans að slíkur túrismi hlýtur að hverfa. Og hvaða ferðamaður vill fara til lands sem er eins og skrípamynd af plebbaleg- asta hluta Bandaríkjanna? Ég eggja Benedikt lögeggjan að taka nú upp reiknivélina og byrja að reikna. Stefán Snævarr á kistan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.