Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 62
„Það var nýbúið að kaupa þessa taflmenn sem voru síðast notaðir 17. júní. Síðan þá hefur ekkert til þeirra spurst,“ segir Kristján Kor- mákur Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Skákfélagsins Hróksins, sem stendur í mikilli leit að eins metra háum taflmönnum sem á að nota í skákmóti á útitaflinu við Lækjar- götu um helgina. „Taflmennirnir eru úr plasti og eru afskaplega létt- ir og meðfærilegir. Við eigum aðra taflmenn sem listamaðurinn Jón Gunnar smíðaði um árið en þeir lentu nýverið í eldi og eru því ónot- hæfir,“ segir Kristján. „Ég held ekki að þeim hafi verið stolið og ég kenni engum um þetta. Um er að ræða einhvern misskiln- ing. Ég ræddi við fólk hjá Reykja- víkurborg og þar var ég sendur í Hitt Húsið. Þar á eftir talaði ég við Benóný Ægisson sem gaf mér nokkur númer en það bar engan ár- angur nema að ég fékk símanúmer hjá birgðarstöð ÍTR í Skerjafirði. Þaðan var ég sendur í Húsdýra- garðinn og þar könnuðust menn ekkert við taflmennina en höfðu mikinn áhuga á að endurheimta þá, þannig að þeir lofa hverjum þeim sem geta gefið upplýsingar um hvar þá er að finna i árskorti í Hús- dýragarðinn fyrir alla fjölskyld- una, „ segir framkvæmdastjórinn. „Annars er ég mjög bjartsýnn á að taflmennirnir finnist fyrir helgi, ef ekki munum við verða með hefð- bundið fjöltefli í miðbænum í stað stóra útitaflsins.“ Lögreglan er ekki byrjuð að blanda sér í málið en Kristján lýsti því yfir að gripið yrði til róttækari aðgerða ef tafl- mennirnir finnast ekki. ■ Týndir taflmenn EFTIRLÝSTIR Hefur einhver séð svona taflmenn? Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, heldur á einum af hrókunum úr taflsettinu týnda, 17. júní, síðasta daginn sem til þeirra spurðist. 50 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR ... fær íslenska landsliðið í hand- knattleik fyrir að sýna sterkan karakter og sigra Slóvena á Ólympíuleikunum í gær. HRÓSIÐ í dag Borgarlögmaður hafnar kröfum erfingja Kjarvals Kraftaverk í Skagafirði Lúpínuseyðið læknaði Einar bónda af krabbameini Þingmenn sneyptir Schwarzenegger hundsaði íslensku sendinefndina AÐ MÍNU SKAPI SÖNGVARINN SVERRIR BERGMANN Miðnæturstemningin á menningarnótt TÓNLISTIN Ég er þessa dagana mest að hlusta á svona frekar lágstemmda tón- list. Ég er búinn að hlusta á I See A Darkness með Bonnie „Prince“ Billy fram og til baka, diskur sem ég mæli með fyrir alla. Annars er ég mest í dag að hlusta á Bryter LAYTER með Nick Drake. Frábær diskur og alger skömm að þessi gaur hafi farið svona fljótt. BÓKIN Ég er því miður ekki nógu góður að lesa bækur. Það eina sem ég í raun les eru dagblöð, netsíður og tímarit. En hver veit nema maður finni sér góða bók á komandi jólum þó svo að mér finnist litlar líkur á því. BÍÓMYNDIN Ég varð fyrir því láni að rekast á Devil’s Advocate á leigunni um daginn. Alveg brilliant mynd þar sem Al Pacino fer á kostum þó svo að Keanu Reeves sýni það enn og aftur hvað hann er hroðalegur leikari. BORGIN Reykjavík er eina málið. Hátt áfengisverð, leigan uppúr öllu valdi og allar götur lokaðar vegna viðgerða. Hvað er hægt að biðja um meira? BÚÐIN 10-11 í Lágmúla, opin allan sól- arhringinn. VERKEFNIÐ Ég syng í Hárinu í Austur- bæ en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef tekið þátt í einhverju sem tengist leikhúsi. Þetta er ótrúlega gaman enda frábær hópur sem er í þessu verki. Fyrsta miðnætursýningin okkar er á menningarnótt og þá verður stemning- in án efa í hámarki enda orkan gríðar- leg í borginni. Fínt að fara eftir flug- eldasýninguna í Austurbæ, eiga góða stund og skella sér svo bara aftur í bæ- inn. Það er óhætt að segja að sköpun- arkrafturinn ráði ríkjum hjá Ólafi Jóhanni Ólafssyni um þess- ar mundir en fimm mánaðagöm- ul dóttir hans, Sóley, afhenti í gær útgáfustjóra Máls og menn- ingar, Páli Valssyni, endanlegt handrit að glænýrri skáldsögu rithöfundarins. „Ein aðalpersóna bókarinnar heitir líka Sóley en þó að ég hafi ráðið nafngiftinni í bókinni var það Anna konan mín sem valdi nafnið á dótturina,“ segir hinn ástsæli höfundur Ólaf- ur Jóhann. Nýja skáldsagan er mikil að vöxtum, um fimm hundruð blað- síður eftir grimman niðurskurð, en áætlað er að bókin komi út í október. „Að mínu mati er þetta metnaðarfyllsta bókmenntaverk sem Ólafur hefur skrifað til þessa,“ segir Páll Valsson. „Þetta er breið epísk saga sem fer víða bæði í tíma og rúmi, mikil örlaga- saga, en við getum ekkert gefið meira upp um efni hennar að sinni.“ Mikil leynd hvílir yfir væntan- legri bók en Ólafur segir ástæð- una að finna í viðfangsefninu. Nýja bókin er byggð á ýmsum raunverulegum atburðum líkt og var um síðustu bók Ólafs, Höll minninganna, þar sem persóna af holdi og blóði var kveikjan að skáldsögunni. „Munurinn er sá að hér er um að ræða fleiri en eina manneskju og þetta fólk er ekki úr fortíðinni heldur samtíman- um,“ segir Ólafur sem hefur unn- ið bæði upp úr samtölum við fólk og rituðum heimildum. „Það hafa líka þó nokkrir haft samband við mig að fyrra bragði og lagt fram upplýsingar og margir hverjir hafa tekið af mér loforð um að ég láti aldrei uppi hvaðan þær upp- lýsingar komu. Sem ég stend að sjálfsögðu við.“ Fyrri bækur Ólafs hafa komið út undir merki Vöku Helgafells og ekki verður breyting á því þótt Ólafur vinni nú með útgáfu- stjóra Máls og menningar enda eru bæði útgáfumerkin undir hatti Eddu útgáfu. „Ég var svo heppinn að fá nú Pál Valsson til að ritstýra mér í fyrsta sinn,“ segir Ólafur en í gegnum árin hafa þeir félagarnir spilað reglu- lega saman fótbolta og segir Páll að samspil þeirra hafi verið mjög gefandi og skemmtilegt, bæði á fótboltavellinum og rit- vellinum. Höll minninganna kom út árið 2001 á Íslandi. Bókin seldist þá í um 18 þúsund eintökum og hefur nýverið fengið afar lofsamlega dóma bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi en áætlað er að nýja skáldsagan komi út í Bretlandi árið 2006. „Ég hef ekki enn sett mig í samband við útgáfustjórann minn í Bandaríkjunum,“ segir Ólafur. „Þó að ég búi lungann af árinu í Bandaríkjunum og bæk- urnar mínar séu farnar að koma nokkuð víða út í heiminum, þá snertir það mig alltaf mest þeg- ar þær koma út á Íslandi. Enda eru genin íslensk.“ Auk þess að eignast dóttur og gefa út bók með stuttu millibili er einnig í bígerð Hollywood- kvikmynd sem er unnin upp úr skáldsögu Ólafs Slóð fiðrildanna. „Handritið er tilbúið en það er unnið af Liv Ullmann sem er jafnframt leikstjóri myndarinn- ar,“ segir Ólafur og ýjar að því að næstu stórtíðindi gætu orðið af því hvaða leikkona hreppi að- alhlutverk kvikmyndarinnar. tora@frettabladid.is BÆKUR ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON ■ Sendir frá sér nýja skáldsögu í haust sem byggir á raunverulegum atburðum. Sóleyjar Ólafs Jóhanns FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR A N D RÉ SS O N FAÐIR TVEGGJA SÓLEYJA Ein aðalpersóna nýrrar skáldsögu Ólafs Jóhanns ber sama nafn og fimm mánaðagömul dóttir hans Sóley en hér er Sóley ásamt föður sínum og ritstjóra hans Páli Valssyni. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 183 þúsund Gerhard Schröder Marcelo Lippi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.