Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 4
4 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Heilbrigðiseftirlit Austurlands: Hyggst beita Impregilo dagsektum KÁRAHNJÚKAR Staðfest hefur verið að ennþá er tvímennt í svefnskálum ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo þrátt fyrir að herbergis- stærð sé undir 8 fermetrum. Slíkt er skýlaust brot á reglugerðum og hyggst Heilbrigðisnefnd Austur- lands leggja á sektir ef úrbætur verða ekki gerðar fljótlega. Impregilo fékk í febrúar síðast- liðnum undanþágu til að fleiri en einn gætu deilt herbergi en aðeins með þeim fyrirvara að stærð hvers herbergis færi ekki undir átta fer- metra. Enn er tvímennt í sautján slíkum herbergjum og hafa yfir- mönnum Impregilo verið send formleg áminning vegna þessa. Það er ekki eina áminningin sem heilbrigðiseftirlitið sendir upp á há- lendið fyrir austan. Þrátt fyrir ít- rekaðar ábendingar og fresti eru ekki enn komnar upp ræstilaugar í svefnskálum í aðalbúðum né heldur í svefnskálum starfsmanna í Tungu sem er annar af þremur starfs- mannabúðum Ítalanna. Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki fengið nein svör eða útskýringar á töfum frá Impregilo og mun sektar- ákvæðum verða beitt í byrjun sept- ember. ■ MENNINGARNÓTT Búast má við umferð- artöfum í miðborginni og nágrenni vegna dagskrár Menningarnætur á laugardag. Götum verður lokað og er fólk hvatt til að nýta sér almennings- vagna. Menningarnótt er nú haldin í níunda sinn. Strætó ekur á öllum leiðum til klukkan eitt um nóttina. Vagnarnir munu ekki aka um Hverfisgötu og Lækjargötu og verður biðstöð þeirra í miðborginni í Vonarstræti. Lækjar- gata verður alveg lokuð fyrir allri umferð. Þá verða Vonarstræti og Frí- kirkjuvegur aðeins opin fyrir Strætó. Hverfisgata verður lokuð frá klukkan tíu um morguninn en hægt verður að komast í bílastæðahúsið Traðarkot með aðkomu frá Ingólfsstræti og Klapparstíg. Milli klukkan ellefu og tólf verður Tryggvagötu og Geirsgötu lokað vegna skemmtiskokks. Mörg bílastæðahús verða opin til klukkan fjögur um nóttina, án endur- gjalds. Þau eru Traðarkot á Hverfis- götu gegnt Þjóðleikhúsinu, Vitatorg við Lindargötu, Ráðhúskjallarinn við Tjarnargötu og Bergsstaðir við Bergsstaðastræti. Einnig er hægt að leggja bílum án endurgjalds á bíla- stæðum milli Alþingis og Oddfellow með aðkomu frá Tjarnargötu og um Skothúsveg. Opnað verður fyrir bíla- stæði í Kolaportinu eftir klukkan þrjú um daginn. Fólki er líka bent á að nýta sér bílastæði við Háskóla Ís- lands og Íslenska erfðagreiningu. Þá eru einnig bílastæði við Kjarvalsstaði og á Skólavörðuholti sem auðvelt er að komast að. Útisalerni verða meðal annars á Amtmannsstíg við Menntaskólann í Reykjavík, við Reykjavíkurhöfn og Ingólfsstræti. Þá eru salerni á mið- stöð Strætó við Hafnarstæti og Bankastræti sem verða opin til klukk- an þrjú um nóttina. Þá er hægt að komast á salerni á Vesturgötu 7 frá klukkan níu um kvöldið til klukkan tvö um nóttina. Týnd börn verða í húsnæði mið- borgarprests í risinu að Austurstræti 20 og verður opið þar til klukkan hálf tólf um kvöldið. Hjólastólar verða lánaðir hreyfihömluðum og öldruðum á Höfuðborgarstofu við Aðalstræti 2. Eirberg lánar hjólastólana sem þó eru í takmörkuðu magni og er fólki því bent á að panta hjólastól tímalega í síma 590 1500. Þá mun ferðaþjónusta fatlaðra halda út akstri til miðnættis. hrs@frettabladid.is Flóð í Boscastle: Sluppu við mannfall BRETLAND, AP Breska lögreglan tel- ur að enginn hafi látið lífið þegar mikið flóð breytti Boscastle á Englandi úr rólegu sveitaþorpi í hamfarasvæði. Um tíma var ekki vitað um af- drif fimmtán manns sem var saknað eftir flóðin. Eftirgrennsl- an lögreglu og björgunarstarf á vettvangi hafa leitt til þeirrar ályktunar að enginn hafi látist í flóðinu. Dave Hill, yfirlögregluþjónn í lögreglunni í Devon og Cornwall, sagði það ganga kraftaverki næst að enginn hafi látist. ■ Á að lækka skatta á áfengi? Spurning dagsins í dag: Fylgistu með útsendingum frá Ólympíuleikunum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 19% 81% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Prestsembætti í Seljakirkju: Einn sótti um brauðið ÞJÓÐKIRKJA Séra Bolli Pétur Bollason er eini umsækjandinn um prestsembætti í Seljakirkju í Breiðholti. Embættið var aug- lýst laust frá 1. september næst- komandi og rann umsóknar- frestur út hinn 11. ágúst. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar prestakallsins, í henni sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu auk vígslubiskups í Skálholti. Séra Valgeir Ástráðsson er núverandi sóknarprestur Selja- kirkju en séra Bolli hefur unnið með honum í afleysingum fyrir séra Ágúst Einarsson. ■ Demantar í Vestmannaeyjum: Sennilega gamansemi DEMANTAR Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði í Háskóla Íslands, segir að fréttir um dem- antafund í Vestmannaeyjum séu sennilega grín. „Vestmannaey- ingar eru svo gamansamir,“ seg- ir hann. Sigurður segir demanta myndast við mjög sérstök skil- yrði sem ekki séu til staðar í Vestmannaeyjum en í gær greindi fréttavefur í Vest- mannaeyjum frá því að þýskur jarðfræðingur hefði fundið demant í hrauninu sem rann 1973. Ingvar Atli Sigurðsson, jarð- fræðingur í Vestmannaeyjum, er líka mjög efins um fréttirnar. „Ég tel þetta afar fjarstæðu- kennt. Ég hef enga trú á þessu,“ segir hann. ■ BJÖRGUNARSTARF Í GANGI Fjölmennt lið hefur unnið við björgunar- og hreinsunarstarf. HERBERGI Í SVEFNSKÁLA Enn er tvímennt í nokkrum herbergjum þvert á lög og reglur. Menningarnótt í miðborginni Fólk er hvatt til að nýta sér strætisvagna á Menningarnótt. Þeim sem koma á einkabílum er bent á bílastæði við Háskóla Íslands, Íslenska erfðagreiningu og Kjarvalsstaði. Ókeypis verður í bílastæðahús. DÝR MYNDI PÁFI ALLUR Koma páfa kostaði kirkjuna um 130 millj- ónir. Hún skuldar um hundrað milljónir. Skuldum vafin kirkja: Dýrkeypt koma páfa FRAKKLAND, AP Ferð Jóhannesar Páls páfa annars til Lourdes virð- ist ekki ætla að verða til fjár. Alla vega ekki fyrir kaþólsku kirkjuna á svæðinu sem er skuldum vafin eftir heimsóknina sem kostaði hana vel yfir hundrað milljónir króna. Pílagrímar sem voru viðstadd- ir messu á sunnudag voru beðnir um að leggja kirkjunni til styrk að andvirði um 900 króna. Skipu- leggjendur treystu á að fólk gæfi pening meðan það biði eftir að komast inn á svæðið þar sem messan var haldin. Það gekk ekki nógu vel eftir, að sögn skipuleggj- enda, vegna þess að það hafi geng- ið alltof greiðlega að koma fólki inn á messuna. Eftir standa skuld- ir upp á hundrað milljónir. ■ MENNINGARNÓTT Í REYKJAVÍK Bílastæði og almenningssamgöngur skipta miklu máli þegar tugir þúsunda safnast saman í miðborginni. Á kortinu er að finna leiðbein- ingar um hvernig er best að haga ferðum sínum á laugardagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.