Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 55
43FIMMTUDAGUR 19. ágúst 2004 ■ TÓNLEIKAR Vinnuvélanámskeið Flest verkalýðssfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Næsta námskeið byrjar 20. ágúst 2004 Upplýsingar og innritun í síma: 894 2737 Bikinihaldari 3.790,- 1.137,- Bikinibuxur 2.390,- 717,- Brjóstahaldari 3.490,- 1.047,- G-strengur 1.990,- 597,- Toppur 4.290,- 1.287,- Nærbuxur 2.390,- 717,- ÚTSÖLULOK ÷50-70% ÁÐUR NÚ S M Á R A L I N D Sími 517 7007 Tríó Ómars Guðjónssonar verður með djasstónleika á Café Kulture gegnt Þjóðleikhúsinu í kvöld. Bandið skipa auk Ómars þeir Þor- valdur Þór Þorvaldsson, fyrrum trommuleikari Í svörtum fötum, og Þorgrímur Jónsson sem spilar á kontrabassa. Djassgítarleikar- inn Ómar Guðjónsson sendi frá sér fyrstu sólóplötu sína, Varma- land, í fyrra og var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir vikið, en Þorvaldur og Þor- grímur stunda djasstónlistarnám á Flórída og í Haag og þetta ku vera eina skiptið sem tríóið kem- ur saman í sumar. Á tónleikunum í kvöld, sem hefjast klukkan níu, koma tónlistarmennirnir með að klæða uppáhaldsdjasslögin sín í nýjan og nútímalegan búning. ■ Djassinn dunar á Café Kulture TRÍÓ ÓMARS GUÐJÓNSSONAR Þorgrímur, Ómar og Doddi klæða uppáhaldsdjasslögin sín í nýjan búning á tónleikum í kvöld. Árlega kvikmyndahátíðin Nordisk Panorama fer fram á Íslandi í lok september en hún flakkar á milli Reykjavíkur, Árósa, Málmeyjar, Björgvinjar og Oulu. Hátíðardagskráin er nú orðin skýr en alls bárust dómnefndinni 450 myndir. 64 voru valdar út, þar af 41 stuttmyndir og 23 heimildar- myndir. Íslensku myndirnar sem komust inn á hátíðina í ár eru Síð- ustu orð Hreggviðs, Peningar, Síð- asti bærinn, Vín hússins og Hver er Barði? auk heimildarmyndarinnar Love is in the Air. Norðurljós verðlauna bestu stuttmynd og heimildarmynd með hálfri milljón króna styrk, Ríkis- sjónvarpið veitir áhorfendaverð- laun og Channel plus gefur birtingu á verðlaunuðum myndum. Eva María Jónsdóttir er skipuleggjandi Nordisk Panorama þetta árið en há- tíðin er sú fimmtánda frá upphafi. Fjöldi heimsþekkts kvikmynda- gerðarfólks hefur fyrst komið fram á sjónarsviðið á Nordisk Panorama sem haldið er af Filmkontakt Nord, óháðum samtökum fólks í heimild- ar- og stuttmyndagerð. Auk bíógláps fer einnig fram fjölmenn- ur kynningarfundur á hátíðinni þar sem kvikmyndagerðarfólki gefst kostur á að kynna verkefni sín fyrir innkaupendum sjónvarpsstöðva, framleiðendum og framleiðslufyr- irtækjum. ■ EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR Dagskrárgerðarkonan sagði skilið við Kast- ljósið og skipurleggur nú Nordisk Panorama í Reykjavík. KVIKMYNDAHÁTÍÐ NORDISK PANORAMA ■ fer fram í Reykjavík 24.-28. september. Dagskrá Panorama skýr Síðustu sýningar á verkinu Dýrð- legt fjöldasjálfsmorð verða á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld, annað kvöld og á sunnu- dag. Það er áhugaleikhópurinn Landsleikur sem stendur á bak við uppsetninguna en hópinn prýða fyrrverandi og núverandi nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík. Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð er grátbroslegt verk sem fjallar um tvo menn sem hafa ákveðið að binda enda á líf sitt en fá þá óvenjulegu hugmynd að auglýsa eftir fólki sem er í sjálfsmorðs- hugleiðingum. Leikritið er byggt á vinsælli skáldsögu finnska höfundarins Arto Paasilinna en Ólafur Egill Egilsson vann leikgerð upp úr skáldsögunni fyrir Landsleik og Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir hópnum. ■ ■ LEIKLIST Sýningum á Dýrðlegu fjöldasjálfsmorði lýkur LANDSLEIKUR Hefur ferðast með Dýrðlegt fjöldasjálfs- morð um landið en nú eru síðustu forvöð að sjá sýninguna í Borgarleikhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.