Fréttablaðið - 19.08.2004, Page 55

Fréttablaðið - 19.08.2004, Page 55
43FIMMTUDAGUR 19. ágúst 2004 ■ TÓNLEIKAR Vinnuvélanámskeið Flest verkalýðssfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Næsta námskeið byrjar 20. ágúst 2004 Upplýsingar og innritun í síma: 894 2737 Bikinihaldari 3.790,- 1.137,- Bikinibuxur 2.390,- 717,- Brjóstahaldari 3.490,- 1.047,- G-strengur 1.990,- 597,- Toppur 4.290,- 1.287,- Nærbuxur 2.390,- 717,- ÚTSÖLULOK ÷50-70% ÁÐUR NÚ S M Á R A L I N D Sími 517 7007 Tríó Ómars Guðjónssonar verður með djasstónleika á Café Kulture gegnt Þjóðleikhúsinu í kvöld. Bandið skipa auk Ómars þeir Þor- valdur Þór Þorvaldsson, fyrrum trommuleikari Í svörtum fötum, og Þorgrímur Jónsson sem spilar á kontrabassa. Djassgítarleikar- inn Ómar Guðjónsson sendi frá sér fyrstu sólóplötu sína, Varma- land, í fyrra og var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir vikið, en Þorvaldur og Þor- grímur stunda djasstónlistarnám á Flórída og í Haag og þetta ku vera eina skiptið sem tríóið kem- ur saman í sumar. Á tónleikunum í kvöld, sem hefjast klukkan níu, koma tónlistarmennirnir með að klæða uppáhaldsdjasslögin sín í nýjan og nútímalegan búning. ■ Djassinn dunar á Café Kulture TRÍÓ ÓMARS GUÐJÓNSSONAR Þorgrímur, Ómar og Doddi klæða uppáhaldsdjasslögin sín í nýjan búning á tónleikum í kvöld. Árlega kvikmyndahátíðin Nordisk Panorama fer fram á Íslandi í lok september en hún flakkar á milli Reykjavíkur, Árósa, Málmeyjar, Björgvinjar og Oulu. Hátíðardagskráin er nú orðin skýr en alls bárust dómnefndinni 450 myndir. 64 voru valdar út, þar af 41 stuttmyndir og 23 heimildar- myndir. Íslensku myndirnar sem komust inn á hátíðina í ár eru Síð- ustu orð Hreggviðs, Peningar, Síð- asti bærinn, Vín hússins og Hver er Barði? auk heimildarmyndarinnar Love is in the Air. Norðurljós verðlauna bestu stuttmynd og heimildarmynd með hálfri milljón króna styrk, Ríkis- sjónvarpið veitir áhorfendaverð- laun og Channel plus gefur birtingu á verðlaunuðum myndum. Eva María Jónsdóttir er skipuleggjandi Nordisk Panorama þetta árið en há- tíðin er sú fimmtánda frá upphafi. Fjöldi heimsþekkts kvikmynda- gerðarfólks hefur fyrst komið fram á sjónarsviðið á Nordisk Panorama sem haldið er af Filmkontakt Nord, óháðum samtökum fólks í heimild- ar- og stuttmyndagerð. Auk bíógláps fer einnig fram fjölmenn- ur kynningarfundur á hátíðinni þar sem kvikmyndagerðarfólki gefst kostur á að kynna verkefni sín fyrir innkaupendum sjónvarpsstöðva, framleiðendum og framleiðslufyr- irtækjum. ■ EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR Dagskrárgerðarkonan sagði skilið við Kast- ljósið og skipurleggur nú Nordisk Panorama í Reykjavík. KVIKMYNDAHÁTÍÐ NORDISK PANORAMA ■ fer fram í Reykjavík 24.-28. september. Dagskrá Panorama skýr Síðustu sýningar á verkinu Dýrð- legt fjöldasjálfsmorð verða á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld, annað kvöld og á sunnu- dag. Það er áhugaleikhópurinn Landsleikur sem stendur á bak við uppsetninguna en hópinn prýða fyrrverandi og núverandi nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík. Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð er grátbroslegt verk sem fjallar um tvo menn sem hafa ákveðið að binda enda á líf sitt en fá þá óvenjulegu hugmynd að auglýsa eftir fólki sem er í sjálfsmorðs- hugleiðingum. Leikritið er byggt á vinsælli skáldsögu finnska höfundarins Arto Paasilinna en Ólafur Egill Egilsson vann leikgerð upp úr skáldsögunni fyrir Landsleik og Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir hópnum. ■ ■ LEIKLIST Sýningum á Dýrðlegu fjöldasjálfsmorði lýkur LANDSLEIKUR Hefur ferðast með Dýrðlegt fjöldasjálfs- morð um landið en nú eru síðustu forvöð að sjá sýninguna í Borgarleikhúsinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.