Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 22
22 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR MÓTMÆLA STRÍÐI Í NAJAF Pakistanskar konur mótmæltu í gær að- gerðum Bandaríkjamanna í Najaf í Írak. Múslimar telja Najaf heilaga borg. Óviðunandi aðferðir og misnotkun manna á stöðum sínum: Arafat viðurkennir mistök PALESTÍNA, AP „Það er rétt að ég og margir aðrir vikum af réttri braut og beittum óviðunandi aðferðum. Meira að segja spámennirnir gera mistök,“ sagði Jasser Arafat, forseti Palestínu, þegar hann baðst afsök- unar á mistökum sem stjórn hans hefði gert. Mjög fátítt er að Arafat viður- kenni mistök en það gerði hann á fundi með þingmönnum og hét því að bæta fyrir þau. Arafat var að ræða umbætur á palestínsku heima- stjórninni, sem hefur sætt gagnrýni innanlands og utan fyrir spillingu og ómarkvissa stjórnsýslu. Arafat útskýrði ekki í hverju mistök sín hefðu verið fólgin. Hann sagði þó að sumar stofnanir hefðu beitt vitlausum aðferðum og að einhverjir hefðu misnotað aðstöðu sína án þess að hann segði hverjir það hefðu verið. „Það var ekki nóg gert til að styrkja lög og reglu, sjálfstæði dómstólanna. Við erum byrjuð að vinna að lausn þessara mála;“ sagði hann. Í ræðu sinni hvatti Arafat til þess að konur og ungt fólk fengju meira hlutverk í palestínskum stjórnmálum. ■ VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Atorka mun verða í úrvalsvísi- tölu Kauphallar Íslands, eftir yfirtöku á systurfélagi sínu, Afli. Styrmir Þór Bragason, fram- kvæmdastjóri félaganna, segir sameiningu þeirra hafa mikla kosti fyrir hluthafa þeirra. Lítil viðskipti hafa verið með bréf Afls og segir Styrmir að við sameiningu aukist seljanleiki bréfa Afls. Fjárfestingarstefna félaganna hefur verið ólík. Atorka hefur ein- beitt sér að stórum eignarhlut í fáum fyrirtækjum. Félagið hefur tekið þátt í umbreyting- um fyrirtækjanna og útrás. Stærstu eignir Atorku fyrir utan 54 prósenta hlut í Afli eru kjöl- festueignarhlutir í Jarðborunum og Sæplasti. Þess utan á Atorka heilsu- og lyfja- fyrirtækið Líf nánast að fullu. Afl hefur leitað tækifæra á innlendum og erlendum verð- bréfamörkuðum. Afl er með mikið laust fé og því í skotstöðu þegar kemur að stórum fjárfestingar- verkefnum. Meðal skammtíma- fjárfestinga Afls í Bretlandi eru bresku fyrirtækin Geest og Sin- ger and Friedlander, sem flestir búast við að verði tekin yfir af Bakkavör og KB banka. Samanlagt búa félögin yfir töluverðum slagkrafti í fjárfest- ingarverkefnum. Styrmir Þór seg- ir að tækifærum innanlands hafi farið fækkandi og Atorka boðar líkt og fleiri innlend fjárfesting- arfélög að leitað verði tækifæra erlendis. Bretland er eins og hjá fleiri innlendum fjárfestum í brennidepli. Eftir sameiningu félaganna verða hluthafar Afls og Atorku um níu þúsund og eignarhald dreift. Fjölmargir fjársterkir fjárfestar standa að baki félögun- um. Meðal þeirra stærstu eru Þorsteinn Vilhelmsson, einn stofnenda Samherja, og Aðal- steinn Karlsson, fyrrum eigandi heildverslunarinnar A. Karlsson. Samanlagður hagnaður félag- anna á fyrri hluta ársins var 2,5 milljarðar króna. Efnahagur fé- lagsins verður á ellefta milljarð. Eiginfjárhlutfallið verður yfir 90 prósent, sem er mjög hátt. Styrmir Þór segir stefnt að því að það verði um 50 prósent. Sam- kvæmt því er talsvert borð fyrir báru til að takast á við stór fjár- festingarverkefni. haflidi@frettabladid.is Kjaraviðræður leikskólakennara: Fundað á morgun KJARAMÁL „Kröfugerðin hefur verið lögð fram og starfið í raun rétt að hefjast,“ segir Björg Bjarnadóttir, formaður samninganefndar leik- skólakennara. Þeir krefjast al- mennra kjarabóta til jafns við það sem gerist hjá öðrum kennurum með sambærilega menntun. Björg segir margt annað sem farið sé fram á en launakrafan vegi þyngst. „Það er talsverður munur á laun- um eins og staðan er í dag og það sættum við okkur ekki við. Við för- um fram á aukinn undirbúnings- tíma og annað sem lýtur að innra starfi leikskólanna.“ ■ Hámarkshraði lækkaður: Umferðar- átak við skólasetningu SKÓLAMÁL Hámarkshraði við Njarðvíkurskóla og Heiðarskóla í Reykjanesbæ lækkar mánudag- inn 23. ágúst úr 50 km/klst í 30 km/klst. Breytingin er gerð um leið og grunnskólar bæjarins eru settir, en eftir hana verður 30 km hámarkshraði í nágrenni allra grunnskóla Reykjanesbæjar. Breytingin er sögð vera liður í umferðar- og öryggisátaki sem hleypt verður af stokkunum við skólasetningu grunnskólanna. Á vef bæjarins segir einnig að unnið sé að heildarendurskoðun um- ferðarskipulags við Holtaskóla, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Sundmiðstöð og íþróttahús. ■ ■ MIÐ-AUSTURLÖND Lambakjöt: Stóraukin sala LANDBÚNAÐUR Sala á lambakjöti hef- ur aukist verulega það sem af er þessu ári og farið langt fram úr björtustu vonum manna, að því er fram kemur í frétt frá Markaðsráði kindakjöts. Salan í júlí var 65,7% meiri en í sama mánuði í fyrra eða tæp 752 tonn og ársfjórðungssalan er 25,6% hærri miðað við sama tíma í fyrra. Ljóst er að gott veður, vel heppn- að markaðsstarf og gott framboð á lambakjöti á stóran þátt í þessari miklu söluaukningu, en jafnframt ómetanleg tryggð Íslendinga við sitt góða lambakjöt. ■ Næsti föstudagur: Skólastarf hefst á Akureyri SKÓLAR Skólastarf hefst í öllum grunnskólum Akureyrarbæjar núna á föstudaginn, nema í Brekkuskóla þar sem skólasetn- ing frestast til mánudags vegna byggingarframkvæmda. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að nemendum í Síðuskóla verði boðið í nýtt og glæsilegt íþróttahús skól- ans í tilefni dagsins og mun það vera í fyrsta skiptið sem skólinn er settur á sal skólans. Fram kemur að börn sem fara í 1. bekk verði boðuð sérstaklega með bréfi til viðtals í skólunum ásamt aðstandendum sínum. Þá eru foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum fyrsta skóla- daginn. ■ Uppgjör í erlendri mynt: Flestir í dollara SKATTAMÁL Frá því að lögum um ársreikninga var breytt árið 2002 hafa 93 félög fengið heimild til að skila uppgjörum í erlendum gjald- miðli. Langflest þeirra, 61, hafa fengið heimild til að gera upp í Bandaríkjadal. Aðeins 23 félög gera upp í evru og sjö í enskum pundum. Þessar tölur koma fram í Tíund, frétta- bréfi Ríkisskattstjóra. Þar segir einnig að frá áramót- um hafi fimmtán íslensk félög bæst í hóp þeirra sem óskað hafa eftir því að skila uppgjörum í er- lendri mynt. ■ FIMM LÉTUST Í SPRENGINGU Fimm Palestínumenn létust og sjö til viðbótar særðust í árás Ísraelshers á Gaza. Fjórir hinna látnu voru vígamenn en helsta skotmark árásarinnar, Ahmed Jabari, slapp lítt meiddur frá árásinni. Sonur hans lést hins vegar. MANNSKÆTT BÍLSLYS Í það minnsta fimmtán manns létust og tuttugu slösuðust þegar rúta og flutningabíll lentu í árekstri í suðausturhluta Írans. Meðal þeirra sem létust voru þrettán börn sem talið er að hafi látist samstundis. Ökumaður flutninga- bílsins keyrði fram á rútuna þeg- ar hann reyndi að taka framúr. VENESÚELA, AP Alþjóðlegu eftirlits- mennirnir sem fylgdust með kosningunum í Venesúela hafa heitið því að endurtelja hluta at- kvæða. Með því vilja þeir koma til móts við stjórnarandstæðinga, sem hafa haldið því fram að sigur Hugo Chavez forseta byggist á kosningasvindli. Niðurstaða talningar var að 58 prósent vildu hafa Chavez áfram en 42 prósent vildu hann burt. Engar misfellur komu fram við kosningaeftirlit. Alla jafna væri málinu þá lokið en vegna þess hversu eldfimt ástandið er í Venesúela hafa kosningaeftirlits- menn ákveðið að gera stikkprufur til að sannreyna úrslitin. ■ JASSER ARAFAT MEÐ AHMED QUREIA FORSÆTISRÁÐHERRA Arafat brá út af vananum og baðst af- sökunar á því að hafa gert mistök í stjórn Palestínu. MÓTMÆLI GEGN CHAVEZ Deilandi fylkingar í Venesúela berjast af óvenjumikilli hörku. Kosningaeftirlit: Sannreyna úrslitin LAMB Á GRILLIÐ Fólk keppist við að grilla í góða veðrinu og lambakjötið rýkur út. ATORKUMENN Guðmundur A. Birgisson, kenndur við Núp í Ölfusi, og Aðalsteinn Karlsson, fyrrum eigandi heildverslunarinnar A. Karlssonar, voru meðal hluthafa Atorku sem fylgdust með útlistun Styrmis Þórs Bragasonar á uppgjöri félagsins og framtíðarsýn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ Eftir samein- ingu félaganna verða hluthafar Afls og Atorku um níu þúsund og eignarhald dreift. Atorka með afl til stærri verkefna Með kaupum Atorku á Afli verður til sterkt félag með mikið laust fé til fjárfestingarverkefna. Framkvæmdastjóri félagsins telur fjárfestingar- verkefnum innanlands fara fækkandi. Því verði sjónum frekar beint út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.