Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 6
6 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Ákærður fyrir rán og tólf önnur brot Mál gegn tuttugu og fjögurra ára síbrotamanni var tekið til aðalmeð- ferðar í gær. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir rán á Laugar- vatni. Eigandi verslunarinnar elti ræningjann uppi og yfirbugaði hann. SAKAMÁL Tuttugu og fjögurra ára maður sem meðal annars er ákærður fyrir rán í verslun á Laugarvatni sagðist við aðalmeð- ferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær ekki hafa beitt ofbeldi eða hótunum þegar hann framdi rán- ið. Maðurinn er einnig ákærður fyrir fjölda brota svo sem bíl- þjófnaði, fjársvik, innbrot, skjala- fals, umferðarlagabrot og fíkni- efnabrot. Ríkissaksóknari ákærir mann- inn fyrir að hafa ógnað afgreiðslu- stúlku sem var ófrísk með rörtöng í versluninni H-seli á Laugarvatni sautjánda maí síðastliðinn. Hann er sagður hafa krafið stúlkuna um peninga, farið inn fyrir af- greiðsluborðið og hrifsað að minnsta kosti 33 þúsund krónur úr peningakassanum. Með rör- tönginni mölvaði maðurinn gler í afgreiðsluborðinu. Eigandi versl- unarinnar og faðir afgreiðslu- stúlkunnar sá manninn í biluðum símaklefa og elti hann á bíl til Þingvalla þar sem honum tókst að yfirbuga ræningjann með aðstoð vegfaranda. Maðurinn játaði að hafa sama dag stolið bíl í Reykja- vík sem hann ók undir áhrifum lyfja til Þorlákshafnar, Þingvalla og Laugarvatns. Maðurinn er einnig ákærður af Lögreglustjóranum í Reykjavík fyrir ellefu brot sem hann játaði í héraðsdómi í gær. Þar af eru fjög- ur þjófnaðarbrot. Hann braust inn í Tónlistarskólann í Reykjavík og tvær geymslur í Árbæ, þaðan stal hann verðmætum fyrir um 70 þúsund krónur. Þá fór hann í heimildarleysi inn í íbúðarhús í Breiðholti og stal ýmsum raftækj- um, auk þess stal hann peninga- veski í félagsmiðstöð. Maðurinn játaði einnig fjársvik þar sem hann hafði tekið kreditkort ófrjálsri hendi og notað það til að greiða fyrir leigubíla og aðra þjónustu. Hann játaði líka að hafa framvísað í banka falsaðri ávísun í janúar. Í apríl og maí stal hann tveimur bílum sem hann ók innan Reykjavíkur. Skömmu áður hafði hann verið tekinn með tæpt gramm af amfetamíni í fórum sín- um. Þá braut hann í tvígang gegn umferðarlögum þegar hann ók undir áhrifum lyfja. hrs@frettabladid.is Slys á Seyðisfirði: Á gjörgæslu eftir slys SLYS Ítalskur karlmaður liggur á gjörgæsludeild eftir árekstur á Seyðisfirði í gær. Maðurinn var ásamt ítalskri konu á mótorhjóli sem keyrði á bíl sem var að beyg- ja inn á veg við bæjarmörkin á Seyðisfirði. Fólkið var flutt með sjúkraflugi á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi þar sem hugað var að meiðsl- um þeirra. Ökumann bifreiðarinnar sem ekið var á sakaði ekki. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans voru áverkar konunnar ekki taldir al- varlegir en maðurinn var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Ekki er útilokað að hann þurfi að gangast undir skurðaðgerð. ■ ■ VIÐSKIPTI ■ ASÍA GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,09 0,61% Sterlingspund 129,94 0,16% Dönsk króna 11,79 0,60% Evra 87,69 0,61% Gengisvísitala krónu 121,96 0,87% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 342 Velta 1.613 milljónir ICEX-15 3.226,45 0,92% Mestu viðskiptin Landsbanki Íslands hf. 263.237 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 219.729 Actavis Group hf. 212.214 Mesta hækkun Vátryggingafélag Íslands 8,86% Jarðboranir hf. 2,49% Flugleiðir hf. 1,86% Mesta lækkun Nýherji hf. -2,50% Burðarás hf. -2,31% Opin Kerfi Group hf. -2,30% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ 10.003,1 0,3% Nasdaq 1.813,6 1,0% FTSE 4.355,2 -0,1% DAX 3.726,5 0,6% NIKKEI 10.774,3 0.45% S&P 1.087,2 0,5%*Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað voru farþegar Flugleiða margirí júlí? 2Hvaða þjóðarleiðtogi ættleiddi nýlegarússneska stúlku? 3Hvaða heitir landsliðsþjálfari Ítalíu? Svörin eru á bls. 50 Hentar fyrir efri bekki grunnskóla jafnt sem mála- og félagsvísindadeildir menntaskóla. Ver›: 1.990 kr. FÍ TO N / S ÍA F I0 10 24 5 Citizen vasareiknir MINNINGARSTUND Á þriðja tug fólks sótti árlega minningarathöfn fóst- urláta í Bænahúsinu við Fossvogs- kirkju í gær. Þetta er tíunda árið í röð sem athöfnin er haldin. Sjúkra- húsprestur Landspítala - háskóla- sjúkrahúss sá um framkvæmd at- hafnarinnar í samvinnu við starfs- fólk Kirkjugarða Reykjavíkurpró- fastsdæma. Eftir athöfnina var gengið að Minnisvarða um líf og að fósturreit. Byrjað var að jarða í fósturreit árið 1994 og var fyrsta minningar- athöfnin haldin ári síðar. Séra Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur segir að athöfnin skipti fólk greinilega miklu máli, enda er það einn til- gangur athafnarinnar að fólk geti fundið samkennd með þeim sem hafa staðið í sömu sporum. „Það sótti mikið af fólki athöfnina fyrstu árin, sumar konur höfðu kannski misst fóstur áratugum áður en komu vegna þess að það hafði ekki fengið neina minningarstund eða ígildi jarðarfarar fyrr.“ Séra Bragi segir að hugmyndin um minningarathöfn vegna fóstur- láta hafi kviknað vegna vinnu í sam- bandi við andvana fæðingar. „Í þeirri vinnu kom fram að sorgarvið- brögð þeirra sem voru komnar styttra á leið voru ekki síðri en þeirra sem voru lengra komnar, og í raun stórlega vanmetin.“ ■ BILAÐUR SÍMAKLEFI Á LAUGARVATNI Eigandi verslunarinnar sá ræningjann í símaklefanum eftir ránið og elti hann til Þingvalla þar sem hann náði að yfirbuga ræningjann. EVRÓPSK VERÐHJÖÐNUN Verð- hjöðnun var á evrusvæðinu í júlí, þrátt fyrir olíuverðhækkanir. Vísi- tala neysluverðs á svæðinu lækkaði um 0,2 prósent í júlí. Efnahagssér- fræðingar telja að ástæða þess að fyrirtæki hækki ekki verð þrátt fyrir kostnaðarhækkanir sé að eftirspurn í hagkerfinu sé minni en svo að þeir þori að hækka fram- leiðsluvörur sínar. BRETAR HÆKKA VEXTI Enski seðla- bankinn hækkaði vexti í gær um 0,25 prósent í 4,75 prósent. Stýri- vextir í Bretlandi hafa verið á upp- leið að undanförnu. Vöxtur einka- neyslu og hækkun fasteignaverðs hafa kynnt undir verðbólguþrýst- ingi. Teikn eru á lofti um að dregið hafi úr verðbólguþrýstingi af þess- um sökum að undanförnu. HÖFUÐBORGIN UMKRINGD Kommúnískir uppreisnarmenn hafa nokkurn veginn einangrað Katmandu, höfuðborg Nepals. Þeir hafa stöðvað alla umferð um vegi til borgarinnar. Eina færa leiðin til og frá borginni er flug- leiðina en fæstir landsmenn hafa efni á að ferðast með flugvélum. OPNAST LEIÐ Í RÁÐHERRASTÓL Shaukat Aziz, bandamaður Per- vez Musharraf forseta og verð- andi forsætisráðherra Pakistans, vann stórsigur í aukakosningum sem opna honum leið í stól for- sætisráðherra. Samkvæmt paki- stönskum lögum verður forsætis- ráðherrann að vera þingmaður. Tveir þingmenn sögðu af sér til að Aziz kæmist á þing. MINNINGARSTUND Séra Bragi segir að sorgarviðbrögð þeirra sem missa fóstur hafi lengi verið vanmetin. Fósturlát: Á þriðja tug sóttu minningarstund FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.