Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 44
32 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR [ Frammistaða íslenska liðsins ] [ Frammistaða íslenska liðsins ]VINÁTTULANDSLEIKUR FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að karnivalstemning hafi ríkt á Laugardalsvelli í gær þegar Ís- lendingar lögðu Ítali að velli, 2-0, í vináttulandsleik í knattspyrnu. Rúmlega tuttugu þúsund manns settu vallarmet og studdu dyggi- lega við bakið á íslensku strákun- um sem sýndu snilldartilþrif gegn stjörnunum frá Ítalíu. Það voru ekki liðnar nema um fimmtán mínútur þegar Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta markið þegar hann fylgdi eftir skoti Gylfa Einarssonar. Íslendingar komu öllum á óvart þegar þeir létu kné fylgja kviði og Gylfi skoraði annað markið aðeins tveimur mínútum síðar. Sjálfstraust íslensku strákanna óx mikið eftir það og létu þeir bolt- ann ganga manna á milli. Með smá heppni hefði íslenska liðið getað bætt tveimur mörkum við. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks léku íslensku strákarnir við hvurn sinn fingur og létu boltann ganga manna á milli án þess að Ítalarnir fengju nokkuð við ráðið. Íslensku strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti en náðu ekki að koma boltanum í netið. Þeir bökkuðu síðan heldur mikið þegar líða fór á leikinn og fyrir vikið komust Ítalirnir meira inn í leikinn. Þeir áttu nokkur hættuleg færi sem strönduðu ým- ist á vörninni eða Árna Gauti markverði. Íslenska liðið lék einn sinn besta landsleik í áraraðir í gær. Leikmenn létu boltann ganga vel á milli manna og börðust allir sem einn fyrir liðið. Það má sannarlega óska ís- lenska liðinu til hamingju með sig- urinn í gær því hann var fyllilega verðskuldaður. Íslenskir áhorf- endur eiga líka þakklæti skilið fyrir dyggan stuðning en sem fyrr er þörf á fjölbreyttari barátt- söngvum og -köllum. kristjan@frettabladid.is 1–0 Eiður Smári Guðjohnsen 17. 2–0 Gylfi Einarsson 19. DÓMARINN Peter Fröjdefeldt Góður BESTUR Á VELLINUM Gylfi Einarsson Íslandi TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–15 (6–8) Varin skot 6–2 Horn 0–7 Aukaspyrnur fengnar 14–15 Rangstöður 0–8 FRÁBÆRIR Gylfi Einarsson Íslandi MJÖG GÓÐIR Eiður Smári Guðjohnsen Íslandi Brynjar Björn Gunnarsson Íslandi Árni Gautur Arason Íslandi Rúnar Kristinsson Íslandi Heiðar Helguson Íslandi Kristján Örn Sigurðsson Íslandi GÓÐIR Birkir Kristinsson Íslandi Ólafur Örn Bjarnason Íslandi Hermann Hreiðarsson Íslandi Þórður Guðjónsson Íslandi Indriði Sigurðsson íslandi 2-0 ÍSLAND ÍTALÍA MARK Gylfi Einarsson skorar hér seinna mark Íslendinga gegn Ítölum í gær. Rúmlega 20 þúsund áhorfendur fögnuðu gríðarlega enda ekki á hverjum degi sem stórþjóð er lögð að velli. Gylfi var besti maðurinn á vellinum í gær en hann lagði einnig upp fyrra markið. Fréttablaðið/Vilhelm Stórkostlegur sigur Ísland vann Ítali 2–0 fyrir framan 20 þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum í gær. Eiður Smári og Gylfi skoruðu mörkin. Byrjunarliðið Birkir Kristinsson markvörður Spilaði af mikilli yfirvegun allan tímann og sýndi að við eigum eftir að sakna þessa trausta og örugga markvarðar. Kristján Örn Sigurðsson miðvörður Spilaði sinn fyrsta alvörulandsleik og steig vart feilspor. Fékk boltann mikið og skil- aði honum vel frá sér. Ólafur Örn Bjarnason miðvörður Stjórnaði vörninni vel en átti helst í vand- ræðum með háa bolta inn fyrir vörnina í seinni hálfleik. Hermann Hreiðarsson miðvörður Minna áberandi en oft áður en vann alla skallabolta og allar tæklingar en var rólegur í hlaupum sínum upp völlinn. Þórður Guðjónsson hægri-vængmaður Var mjög ógnandi á vængnum og átti þátt í báðum mörkum. Hélt breiddinni vel og skilaði boltanum vel frá sér. Brynjar Björn Gunnarsson miðjumaður Með bestu landsleikjum hans. Skilaði boltanum frábærlega frá sér, leysti þröng- ar stöður á laglegan hátt og vann vel. Rúnar Kristinsson miðjumaður Það var eins og að horfa á Frakkaleikinn fræga að fylgjast með Rúnari í fyrri hálfleik. Geislaði af sjálfstrausti og átti enn einn frábæra landsleikinn. Gylfi Einarsson miðjumaður Maður leiksins. Var úti um allt, vinnandi boltann, spilaði boltanum vel frá sér og átti bæði mörkin með frábærum hlaupum sínum inn í teiginn. Gylfi spilaði loksins sína stöðu og hún verður vart tekin af honum í bráð. Indriði Sigurðsson vinstri-vængmaður Átti margar frábærar rispur upp vinstri vænginn þótt engin þeirra hafi skilað marki. Hljóp ófáa kílómetrana í leiknum og hefur eignað sér þessa stöðu. Eiður Smári Guðjohnsen framherji Var stórskostlegur í fyrri hálfleik, alltaf á ferðinni platandi alla varnarmenn allt í kringum sig. Gott mark en var rólegur í seinni hálfleik. Heiðar Helguson framherji Þennan mann þekkjum við og hann breytist ekkert. Ítalirnir vissu samt varla hvað á sig stóð veðrið þegar hann press- aði hvern einasta bolta allan tímann. Varamenn Árni Gautur Arason markvörður Leysti Birki af eftir 49. mínútur, fékk mun meira að gera og varði oft glæsilega þegar Ítalir sóttu að marki Íslands undir lok leiksins. Pétur Marteinsson varnarmaður Kom inn fyrir Þórð á 85. mínútu. Arnar Grétarsson miðjumaður Kom inn fyrir Gylfa á 67. mínútu. Hélt boltanum vel og stóð sig vel. Jóhannes Karl Guðjónsson miðjumaður Kom inn fyrir Rúnar á 64. mínútu. Veigar Páll Gunnarsson sóknarmaður Kom inn fyrir Heiðar á 83. mínútu. Birkir Kristinsson „Það var alls ekki hægt að ná betri úrslitum en þetta. Að vinna Ítali á heimavelli er draumi líkast. Þetta er ein- hver gjöf sem manni áhlotnast bara einu sinni á lífsleiðinni,“ sagði Birkir Kristinsson sem lék kveðjuleik sinn með landsliðinu. „Maður var að hugsa um það fyrir leikinn að það væri leiðinlegt að enda ferilinn á lélegum leik sem myndi skyggja á alla hina. Sem betur fer gerðist það ekki,“ bætti Birkir við. Eggert Magnússon „Ég trúði því alveg frá byrjun að við myndum slá metið. Ég sagði það fyrir leikinn að við það að fá alla þessa áhorfendur þá yrði liðið að skemmta áhorfendunum líka og það gerði íslens- ka liðið líka. Sigur á móti einu stærsta knattspyrnuliði heims eru frábær úrslit, sagði Eggert Magnússon sem á allan heiðurinn af deginum í gær. Fékk Ítalina í heimsókn og fékk einnig þá ævin- týralegu hugmynd að bæta aðsóknar- metið sem tókst á svo eftirminnilegan hátt. Gylfi Einarsson „Þetta var frábært að mæta hingað og spila fyrir 20 þúsund manns. Þó að þetta væri vináttuleikur þá eru Ítalir ein af þessum stóru þjóðum sem allir vilja vinna og tilfinningin að sigra þá var góð,“ sagði Gylfi Einarsson sem átti frábæran leik og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Ísland. „Við lögðum það upp að fara í þennan leik á fullu og bera enga virðingu fyrir þeim. Við ætluðum að sýna þeim að við erum gott fótboltalið líka og við sýndum það sérstaklega í fyrri hálfleik. Við áttum sigurinn skilinn,“ sagði Gylfi. Hermann Hreiðarsson „Þetta var stórskostlegur leikur og það var gott að koma svona til baka eftir tapið fyrir Englandi í síðasta leik. Við ætluðum að sýna okkar rétta andlit og við gerðum það,“ sagði Hermann Hreiðarsson. „Það voru allir að skila sínu, baráttan var til staðar og kraftur og vilji var í öllum leikmönnum. Að skora tvö mörk hjá Ítalíu, sem eru gríðarlega sterkir varnarlega, og fá mun fleiri færi er hrikalega sterkt.“ Ítalinn Fabio Bazzani „Við komumst aldrei í gang í þessum leik, náðum engu sambandi og það er engin afsökun þótt við séum enn- þá á miðju æfingatímabili. Við erum allir atvinnumenn sem eiga að geta sýnt okkar rétta andlit, hvort sem það er 18. ágúst eða 18. maí“ sagði Fabio Bazzani, framherji Sampdoria sem var vonsvikinn að hafa ekki nýtt tækifær- ið sem hann fékk með landsliðinu betur. Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari: Frábær leikur FÓTBOLTI Ásgeir Sigurvinsson var að vonum ánægður með sigurinn gegn Ítölum í gær enda sýndu ís- lensku strákarnir snilldartilþrif. „Þetta var náttúrlega frábær leikur og stemningin var ótrúleg. Leikmennirnir börðust vel frá fyrstu mínútu og voru staðráðnir í að standa sig,“ sagði Ásgeir og ljómaði af gleði. Ítalska landsliðið lék ekki sann- færandi á köflum á meðan ís- lensku strákarnir blómstruðu. Það munaði miklu að Ísland skoraði tvö mörk á tveggja mínútna kafla. „Það var vissulega gott að skora tvö mörk snemma í leiknum en við vissum að Ítalirnir kæmu sterkir til baka í seinni hálfleik. Það vant- aði að vísu nokkra lykilleikmenn hjá þeim en þetta er engu að síður feiknasterkt lið. Það eru margir leikmenn sem hafa unnið Meist- aradeildina með félagsliðum sín- um. Við sýndum hins vegar frá- bæran leik.“ Íslenska liðið var geysilega einbeitt í leik sínum og fóru leikmenn grimmir í hvern einasta bolta. Gylfi Einarsson og Brynjar Björn Gunnarsson áttu frábæran leik. „Gylfi og Brynjar stóðu sig frábærlega og það er orð- in mikil samkeppni um stöður í lið- inu,“ sagði Ásgeir. „En það er allt annað að sjá til Brynjars núna enda er hann kominn í nýtt lið þar sem hann fær að spila. Fyrir vikið hefur sjálfstraustið hjá honum aukist og hann er að spila vel.“ Ásgeir var yfir sig hrifinn af stemningunni á Laugardalsvelli. „Það var frábær stemning hér og söguleg stund þar sem vallarmetið var bætt. Það var gríðarlegur fjöl- di í stæðunum og það er rétt hægt að ímynda sér hvernig stemningin hefði verið ef þeir áhorfendur hefðu staðið nær.“ ÁSGEIR SIGURVINSSON Landsliðsþjálfarinn var að vonum ánægður með leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM. Leiðinlegt að byrja með þessum hætti „Það var leiðinlegt að byrja hið mikla ævintýri sem það er að þjálfa Ítalska landsliðið með þessum hætti en það er ekki mikið um þennan leik að segja í sjálfu sér og við verðum einfaldlega að einbeita okkur að leiknum gegn Norðmönnum í byrj- un september“ sagði Marcello Lippi þjálfari Ítala. „Leikurinn gaf engan vegin rétta mynd af liðinu en ég ætla ekki að vera að afsaka frammistöðuna neitt, þið sáuð hvað þetta var slæmt. Ég vil ekki tala um einstaka leikmenn mína, það taka allir sameiginlega ábyrgð á þessu. Ég þarf að skoða þennan leik vandlega og fara yfir hann með leikmönnum mínum, við höf- um bara 10 daga til stefnu fyrir næsta leik og þetta var ekki gott veganesti. Íslendingarnir voru ákafari, einbeittari og með meiri sigurvilja. Ég var ekki að velta fyr- ir mér einstaklingunum í íslenska liðinu, það spilaði allt vel. Fram- línumennirnir þeirra tveir, Gudjon- sen og Helguson, voru mjög frískir og hreyfanlegir og liðð í heild miklu hungraðra en við. Þessi 10 mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem við fengum á okkur mörkin tvö var afrdrifaríkur, þar var mik- ið einbeitingarleysi á ferð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.