Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 33
7FIMMTUDAGUR 19. ágúst 2004 Rafhlöðukassi: Spillum ekki framtíðinni „Spillum ekki fram- tíðinni“ stendur stór- um stöfum utan á nýjum ferningslaga kössum sem Efna- móttakan hf. hefur búð til undir ónýtar raf- hlöður. Eins og flestir vita er nauðsynlegt að greina rafhlöður frá öðru sorpi vegna eitraðra sýra sem í þeim leynast. Nýju kassana er hægt að fá á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu og í Endurvinnslunni og þegar búið er að fylla þá er auðvelt að fara með þá á næstu bensínstöð til tæmingar. ■ Globlow: Lifandi ljós Globlow-lampinn var hannaður árið 1997 og eru höfundar hans þrír Finnar; Vesa Hinkola, Marcus Nevalainen og Rane Vaskivu- ori, en þeir áttu framleiðslu- fyrirtækið Snowcrash sem framleiddi Globlow. Snowcrash lagði nýlega upp laupana og tók David Design við framleiðslu lifandi lampans. Lamp- inn er mjög einfaldur en hefur þá sér- stöðu að lifa með ljósinu. Þegar kveikt er á honum lifnar hann rólega við og verður að glóandi hnetti, en þegar svo er slökkt á honum leggst hann hægt saman í hvíldarstöðu. David Design sem er nú með Globlow á sínum snær- um er sænskt hönnunarframleiðslufyrir- tæki sem hefur verið starfrækt í 15 ár og leggur sig fram við að koma á fram- færi ungum framsæknum hönnuðum. Lampinn er léttur, fæturnir eru úr fín- gerðum álstöngum og skermurinn er fáanlegur í hvítu og appelsínugulu nælonefni. www.daviddesign.se Steinasteinn: Steinflísar og ker Mikið úrval er af alls kyns steinum til hleðslu og útiflísum fyrir verand- ir og gangstéttir í mismunandi gerð- um og litum í versluninni Steina- steinum sem var opnuð í vor úti við Eyjaslóð í Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á steinflísum og kerjum til notkunar úti við. Flísarn- ar koma flestar frá Ítalíu og útiker- in sem eru til sölu í Steinasteinum eru frá Þýskalandi en eigandi fyrir- tækisins er þýskur og hefur hátt í 30 ára reynslu á viðskiptum með steina og flísar. Kerin eru mjög falleg, þau eru til í ótal stærðum og hægt er að velja á milli ólíkra áferða og lita. Í flísunum og kerjunum er hágæða- steinn, endingargóður og stenst fullkomlega íslenska veðráttu allt árið um kring. Ýmislegt fleira er líka á boðstólum hjá Steinasteinum eins og gosbrunnar, garðbekkir og ruslagrindur. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.steina- steinn.is. ■ Stórt kringlótt ker, áferð: flúðasteinn 12.157 kr. Ílangt brúnt ker 29.825 kr. Steinborð 89.940 kr. Kúlur, þrjár stærðir (grátt), lítil 3.378 kr., millistærð 9.141 kr., stærst 14.475 kr. Gæludýrahár Þeir sem eiga gæludýr, hunda eða ketti, kannast flestir við það hvim- leiða vandamál að hárin af dýrunum eiga það til að sitja eftir í bólstruðum húsgögnum. Fólk beitir misjöfnum aðferðum við að ná hárunum í burt og hér koma nokkur ráð: · Setjið á ykkur gúmmíhanska, bleyt- ið hanskann og nuddið áklæðið með hringlaga hreyfingum. Hárin safnast saman og auðvelt er að ná þeim af. · Vefjið breiðu límbandi um lófann, límhliðin snúi út, og dampið á hús- gagnið. Hárin límast við og fara auð- veldlega af. Þessi aðferð hentar betur á minni svæði. · Notið rakan svamp, rennið honum upp eftir efninu og hárin falla auð- veldlega af. [ NOKKUR RÁÐ ]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.