Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 45
Hjörtur Már Reynisson: Líður eins og ég sé aftur orð- inn krakki ÓLYMPÍULEIKAR KR-ingurinn Hjörtur Már Reynisson er ekki bara af- burðasundmaður heldur einnig sleipur stærðfræðingur en hann stundar nám við háskólann í Reykjavík í stærðfræði. Það var gott hljóð í Hirti Má þegar við hittum hann eftir æf- ingu.“Þetta er ótrúleg upplifun að vera hérna og voða gaman að vera hluti af þessu. Það er ákveðinn stemming hérna og mér líður eins og ég sé aftur orðinn krakki sem er á leið á sitt fyrsta Íslandsmeist- aramót. Þetta lofar mjög góðu og laugin er mjög góð. Þetta er alveg frábær aðstaða hérna,“ sagði Hjörtur en það breytir engu fyrir hann þótt keppt sé í útilaug enda keppir hann í flugsundi og fær því ekki sólina í andlitið. „Það er passlegur hiti í laug- inni og mér finnst fínt að vera í henni.“ Hjörtur hefur æft gríðarlega vel síðustu mánuði og það leynir sér ekki að hann er að nálgast sitt besta form. „Síðustu tvo til þrjá mánuði hef ég æft alveg eins og skepna. Ég æfði mest 12 sinnum í viku. Undirbúningur hefur gengið mjög vel og ekkert alvarlegt kom- ið upp á hjá mér. Ég ætla að synda mjög hratt. Ég stefni á að byrja af fullum krafti og vona að ég haldi það út. Maður verður að taka áhættu og gefa sig allan í þetta,“ sagði Hjörtur sem mun synda 100 metra flugsund. Hjörtur er mikill keppnismað- ur og það að keppa á ÓL á ákaf- lega vel við hann. „Ég nýt þess að keppa mikið og sérstaklega við svona aðstæður. Svona tækifæri gefast ekki oft og því ætla ég að hafa gaman af þessu,“ sagði Hjörtur Már Reynisson. henry@frettabladid.is HJÖRTUR HLAKKAR TIL Hjörtur Már Reynisson hefur keppni í Aþenu í dag. Fréttablaðið/Teitur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.