Tíminn - 22.07.1973, Page 5

Tíminn - 22.07.1973, Page 5
Sunnudagur 22. júlí 1973. TÍMINN 5 Nú er Tosse 00 ein eftir Honum fétl ekki dagsbirtan James Vernon þjáðist af óvenjulegu ofnæmi. Hann gat alls ekki þolað dagsbirtu. Flest öll herbergi i húsi hans i Alde- borg í Suffolk i Englandi voru neðanjaröar, en það af húsinu, sem var ofanjaröar var með vandlega byrgða glugga, svo ekki væri allra minnsta hætta á þvi, að ljós kæmist inn á daginn. En Vernon lét ekki þetta ofnæmi sitt halda aftur af sér hið allra minnsta. Hann vann sitt verk, og stjórnaði miklum fyrirtækj- um, sem hann átti og græddi á tá og fingri. Allt, sem hann þurfti sjálfur að gera varðandi fyrirtækin geröi hann að nætur- lagi, og þess vegna fór hann aldrei að heimsækja eða ræða við viðskiptavini sina, eða aðra, sem hann þurfti að hafa sam- skipti við, fyrr en rétt áður en þeir fóru að sofa, en þá fyrst var hann búinn að borða morgun- matinn sinn, og hafði ástæöu til þess að fara út fyrir dyr i myrkrinu. Þetta féll mörgum illa, en urðu þó að sætta sig við það. Þessi undarlegi maður, sem dó fyrir rúmri öld, tók of- næmið með sér í gröfina i þess orðs fyllstu merkingu, og lét meira aö segja eftir sig ströng fyrirmæli um, að hann yrði jaröaður i algjöru myrkri að næturlagi. Aðstandendur hans fóru eftir óskum hans, þeir jörð- uðu hann um nótt, en létu sig þó hafa það, að láta litið ljósker lýsa upp gröfina á meðan kistan var látin siga niður i jörðina. Eplaræktin vanda- mól í Bretlandi Eitt aðalvandamálið earðandi eplaræktina i Bretland er að eplin fá þar ekki nægilega sól til þess að þau þroskist eins og þau þurfa. Astæðan er þö ekki sú, að sólskinið sé þar ekki nægilegt, heldur er það, að sólin nær ekki til eplanna vegna triánna sjálfra. garðyrkjufræðingar vinna nú að þvi að láta klippa tré þannig— að nægilegt sólarmagn komist niður á milli trjágreinanna og geti skinið á eplin Einnig eru höggvin niður tré, sem skyggja um of á önnur tré, og með þessu fæst aukin uppskera af hverju tré sem eftir stendur, þóttþau séu færri en áður. Einnig hefur verið unnið að þvi að fá fram tré, sem ekki hafa eins mikiö lauf og áður Má þvi reikna með að i framtiðinni verði mest ummjög smá og lauflitil tré i eplagörðunum. Þá er einnig verið að undirbúa nýjar vökvunaraðferðir og dreifingu áburðar. Er fyrirhugað að hvort tveggju verði stjórnað frá einu ákveðnu stjórnborði, og þurfi litð annað styðja á hnapp, og þá byrji vatn að úðast yfir garð- ana, og einnig verði áburði dreift með sjálf virku kerfi, sem stjórnist frá stjdrnborðinu. A þá aðvera hægt aðlesa af mælum, hvenær garðurinn eða jarðvegur- inn þamast hvers ákveðins efnis, og i hve miklum mæli. Avaxtabóndi framtiðarinnar, þarf þvi sennilega aö vera tæknifræðingur fremur en bóndi i þess orðs venjulegum skilningi, þvi það verður mikið verk að stjórna öllum þein tækjum og vélum, sem hann kemur með til með að hafa yfir aö ráða. Lada-verksmiðjan setur met Bifreiðaverksmiðjan i Togliatti við Volgu, sem er ein af stærstu bifreiðaverksmiðjum heims, hefur nú fengið til umráða ibúðir og þjónustufyrirtæki fyrir 70.000 manns, sem eru þar i vinnu. By ggingarfram- kvæmdirnar hafa tekið 6 ár. Það eru fyrir hendi ýmsar tölfræði- legar aðrar upplýsingar, sem varpa ljósi á framkvæmdirnar, en samt sem áður er erfitt að gera sér i hugarlund hviliktstarf hefur verið innt þarna af hendi og hversu fljótt það hefur gengið fyrir sig. Frá þvi að fram- kvæmdirnar hófust hafa að meðaltali verið lagðir næstum 1000 fermetrar verksmiðjugólfs og byggðar 350 ibúðir á dag. Færibönd verksmiðjunnar eru um það bil 150 km. á lengd. Gólfflöturinn i verksmiðjunum er næstum milljón fer metrar. og nægilegt rúm fyrir 16.500 vélar og tækjaútbúnað i hinum ýmsu deildum. i borginni, sem byggð hefur verið i sambandi við verksmiðjuna búa 150.000 ibúar. Lada-bil- arnir, sem þarna eru fram- leiddir eru seldir til 17 landa. Það er i bigerð að auka fram- leiðsluna upp i milljón bila á ári. Verksmiðan var reist i sam- vinnu við Fiat-verksmiðjurnar. Frá Bulgariu, Ungverjalandi, Austur-Þýzkalandi, Póllandi, Tékkóslóvakiu og fleiri sósial- iskum löndum eru fengnir ýmsir bilhlutar, bæði stakir og samansettir. Konungsleikur fyrir 100 þúsund mörk NEI, ÞETTA eru ekki postulins- gripir frá Bing & Gröndal, held- ur hluti dýrasta tafls, sem fyrir- finnst I V-Þýzkalandi. Bavarin þjóöminjasafnið i Munchen hef- ur nú endanlega tryggt sér merkilegasta taflasafn i heiminum með kaupum á þessu tafli, sem búið var til á miðöld-' um og þykir með afbrigðum vel smlðað. Safnið keypti taflið af safnara nokkrum fyrir 100.000 þýzk mörk en það var búið til af Christian Bauer, gull- smið i Augsburg, snemma á 17. öld. Taflmennirnir, sem gerðir eru úr dýrustu viðartegundum, eru skreyttir með gulli og silfri. Kassinn utan um þá er skreytt- ur með skjaldbökuskel, filabeini og perlumæðrum. Peningarnir komu frá fólki, vinveittu safninu (eins og nærri má geta) og vildu þeir ekki láta nafna sinna getið. Nú er að minnsta kosti ein Christina orðin frú Magnuson i Sviþjóð, þótt ekki hafi það orðið Christina Sviaprinsessa, eins og fólk hefur lengi verið að biða eftir að gerðist. Sú Christina, sem giftist fyrir skömmu er Christina Liebscher og hún gift- ist Per bróður Tosse þess, sem allir halda að eigi eftir að kvæn- ast prinsessunni. Hér er prin- sessan að óska nöfnu sinni til hamingju með brúðkaupið, og svo er hér önnur mynd, einnig tekin i brúðkaupinu. Hún er af þeim Christinu prinsessu og Tosse Magnuson vini hennar. Ljósmyndararnir vonuðust lengst af eftir þvi, að þeim gæf- ist tækifæri til þess að ná ein- hverri rómantiskri mynd af skötuhjúunum, en það tókst ekki. Þau reyndu að snúa alltaf baki i myndavélarnar. • Hreyfast Kúrillaeyjar? Visindamenn frá Jarðeðlis- fræðisfonun Visindaakademiu Sovétrikjanna hafa fundið upp nýja aðferð til að rannsaka, hvert löndin færi sig til. Yfir- maður þeirra er N. Sadovskij, prófessor. Þeir hafa sett upp lazergeisla á stjörnurannsókna- stöðinni Shikotan á Kúrillaeyj- um og sendir hann ljósgeisla mót endurspeglara á brún Tjatjajama á nágrannaeynni Kunashir. Frá 1500 metra hæð mun endurspeglarinn gera kleyft að reikna út fjarlægðina til ljóssins með mikilli nákvæmni. Aætlanir hafa verið gerðar til að leggja keöju lazer- geisla milli allra Kúrilleyja og strönd Kamtsjatka. Rannsóknir þessar gera einnig kleyft að segja fyrir um jaröskjálfta. Sovézki verzlunar- flotinn eykst Siðasta útgáfa sovézkra skipa- skýrslna sýnir, að sovézki verzlunarflotinn samanstendur af 7000 skipum, sem vega sam- tals 16.384.787 tonn. A yfirstand- andi fimm ára áætlun munu bætast við 5 milljónir tonna og er meiri hlutinn skip, sem eru smiðuð i sovézkum skipasmiöa- stöðvum. Hluti þeirra verður smiöaður erlendis, i skipa- smiðastöövum i Austur-Þýzka- landi, Frakklandi, Póllandi, Japan og fleiri löndum. Sovézku skipasmiöastöðvarnar leggja einkum áherzlu á skip, ætluð til utanrikissiglinga og þar eru einnig smiöuð oliutankaskip, sem eru 150.000 tonn. Sovézkar skipasmiöastöðvar smiða einn- ig skip, sem geta siglt bæði á opnu hafi og fljótum og einnig eru hafnar byggingar á tank- skipum, sem munu hafa i för með sér bæði tima- og peninga- sparnað. ■ í ' 'fi mm

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.