Tíminn - 22.07.1973, Qupperneq 9

Tíminn - 22.07.1973, Qupperneq 9
Sunnudagur 22. júll 1973. TÍMiNN 9 Það eru aðeins sorglegar leifar eftir af hinni fögru musterisborg á Akropólis- hæðinni fyrir utan grísku höfuðborgina Aþenu. Samt sem áður magnast hug- myndaflugið, þegar rúst- irnar eru skoðaðar. Þær standa þarna eins og tákn um þann fegursta draum, sem mannkynið hefur átt — drauminn um lýðræðið og hæfileika manna til að lifa saman í friði. Menn verða eins og maurar milli súlnanna I Parthenon. höfuð sitt, meðan hann ræðir við samstarfsmenn sina. Fidias er fullur eftirvæntingar um hvað menn muni segja um risastyttuna, sem hann bjó til af Aþenu. Hann litur í átt til Part- henon og óstyrkurinn hverfur. Það sem hann sér er undur, nær þvi fullkomna i byggingarlist. A hinum þriggja þrepa háa sökkli úr marmara, stendur musterið, 72 metra langt og 34 metra breitt. Þakið hvilir á 46 súlum, sem eru yfir tiu metrar á hæð. Smávegis sjónhverfingar gera það að verkum að þetta' geysi- mikla grjót virkar létt og fingert. Allar linur, lóðréttar og láréttar eru litið eitt sveigðar, gólfið hvelfist aðeins upp i miðjunni, og allar súlurnar hallast inn á við. Gaflarnir, sem eru þrihyrndir, eru skreyttir stórum lágmyndum af fæðingu Aþenu. Gyðjan stekk- ur út úr höfði guðs allra guða, Seifs, en auk þess sjást ýmsar aðrar sögur þarna. Myndirnar eru afar skrautlegar, bláar, rauð- ar og gylltar. Hinar filabeinslitu, gáruðu súlur frá Pentelikon lýsa gull- roðnar i morgunsólinni og undir þakskegginu allt i kring er röð litilla lágmynda, alls 92, sem sýna hið daglega lif guðanna. Það er lif, virðing og fegurð yfir þessu meistaraverki Fidiasar. Fyrirmenn Aþenu En það sem Fidias biður einkum eftir, er það augnablik, þegar hinar risastóru austurdyr musterisins ljúkast upp og morgunsólin varpar geislum sinum á styttuna af Aþenu, sem stendur inni i miðju musterinu, svo að hún skini sem eldur. Styttan er meistaraverk ævi hans. Hún er 12 metrar á hæð gerð úr gulli og filabeini utan um beina- grind úr tré. Stórkostleg kona, reiðubúin að verja borgina með valdi sinu, ef það skyldi reynast nauðsynlegt. Á hinu stolta höfði sinu ber hún mikinn sigurhjálm, skreyttan gylltum sfinxi milli tveggja vængjaðra hesta. Skjöldurog lensa hvila á jörðinni, en hún styður við það með fingur- gómunum. Aðeins gullplöturnar utan á styttunni vega meira en tonn og þær eru svo haganlega samansettar, að engin samskeyti sjást. Fidias litur i kring um sig til að sjá hverjir af fyrirmönnum Aþenu eru komnir. Sófókles situr á marmarasteini og ræðir leik- húsmál við Euripides. Herodot er kominn heim úr ferðalagi til að taka þátt i veizlunni og doktor Hippokrates gengur hugsandi um gólf og ræðir eitthvert heim- spekilegt vandamál við hinn unga Sókrates. Fidias kinkar kolli til Protagor- asar og spyr hvernig gangi með hina nýju grisku málfræði. Anaxagoras stendur litið eitt til hliðar og starir ihugull fram fyrir sig. Fidias rannsakar hann 1 laumi. Sennilega er hann að hugsa um kenningar sinar um frumeindirnar, nokkuð sem hefur skelft ibúa Aþenu. — Sólin, segir Anaxagoras, — er ekki guð, heldur bráðið grjót, og er mörgum sinnum stærri en Peleponnes. Allir hlutir eru i rauninni gerðir úr ósýnilegum eindum, sem snúast hver um aðra. Jú, það leit út fyrir að flest fyrirmennin væru þarna komin og skrúðgangan var nú öll komin upp á sjálfa Akropolis-hæðina, hinir sólbrúnu ungu menn, meyj- arnar léttklæddu með klæðið handa Aþenu, öldungarnir og þeir sem bera fórnargjafirnar og Perikles, sem halda á vigslu- ræðuna. Dyr Parthenon eru opnaðar og öll Aþena hrópar af fögnuði og heldur gyðju sinni veizlu. Sólargeisli andlegs valds, frelsis og samhygðar mannanna lýsti niður yfir Aþenuborg, þar sem fólk hafði lært að lifa i lýð- ræði og frelsi. Lagt í rústir 1 900 ár var Parthenon musteri Pallas Aþenu. Sigur Rómverja yfir Hellenum árið 146 f.Kr. breytti engu um starfsemina á Akropolishæðinni. Rómverjar voru hrifnir af öllu grisku og tóku það bezta af griskri menningu og listum með sér til Rómar. Það var fyrst þegar kristnin og býsantiska kirkjan ruddi gömlu guðunum úr vegi, að musterunum var breytt i kristnar kirkjur. Parthenon varð þá „Kirkja vizku Drottins” og siðar helgað Mariu mey. Það sem Rómverjar og siðar Vindar og Gotar höfðu ekki eyðilegt, var nú eyðilagt i nafni kristninnar. Hinir heiðnu guðir skyldu á brott. Hin fagra stytta Fidiasar var dregin til Konstant- inópel og siðan eyðilögðu reiðir Tyrkir hana. Lágmyndirnar voru höggnar niður með hömrum og meitlum, og þar sem þvi varð við • ■ Þegar Feneyingar sátu um- Aþenu 1687 sprengdu þeir Akropolis — þvi i PARTHENON GEYMDU Tyrkir: púðriðsitt — og musterið varð að rústum. komið, voru býzanzkar freskur málaðar á veggina. En býsönsku keisararnir, sem sátu i Konstantinopel gátu ekki varið Aþenu til lengdar gegn innrásum úr vestri. Arið 1207 komu Frakkar, og býsanzka kristnin á Akropolis vék fyrir þeirri rómversk-kaþólsku. 250 árum siðar tóku Tyrkir Aþenu og gerðu Parthenon að mosku, gerðu Framhald á bls. 36 Eigum fyrirliggjandi flestar gerðir af PIRA hillum og skápum í eik og tekk Sendum í póstkröfu um allt land Hringið og biðjið um myndalista. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR Brautarholti 2. Simi 11940.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.