Tíminn - 22.07.1973, Page 28

Tíminn - 22.07.1973, Page 28
28 TÍMINN Sunnudagur 22. júlí 1973. HESTAÞING SArtÁRA OG SLEIPNIS Á MURNEYRI Keppnin 1300 melrunum var afar hörft. Bjarni, Slmonar Grétarssonar, Selfossi og Frúar-Jarpur, Unnar Einarsdóttur á Ifellu, komu jafnir I mark. Knapi á Bjarna er cigandi, en á Frúar-Jarp, Kristinn Guftna- son frá Skarfti. Nokkrir kátir hestamenn á Murncyri. Meftal annarra má greina talift frá vinstri, Sigmund Sigurftsson á Syftra-Langholti, Hafstein Þorvaldsson frá Selfossi, Halldór Eiriksson frá Reykjavfk, Guftna Kristins- son hreppstjóra á Skarði, séra Emil Björnsson fréttastjóra, Hjalta Pálsson hjá StS, Runólf Þorsteinsson frá Brekku og Fjólu Runólfsdóttur frá Skarfti. (Ljósmyndir Guðlaugur Tryggvi Karlsson.) Úrslit i 600 metra stökki. Gráni, Gisla i Vindási kemur fyrstur I mark. Annar er Stormur, Odds Oddsson- ar. Oddur er knapi á sinum hesti, en Vaka ólafsdóttir situr Grána. HESTAMANNAFÉLÖGIN Smári og Sleipnir héldu hift árlega hestaþing sitt á Murncyrjsl. sunnu dag. Var veftur eins bezt verftur á kosift og var margt manna saman komift til aft skofta bæfti gæöingana og kappreiöahestana. Þaft er ckki oft, sem metum er hnekkt á hestamannamótum, en þarna setti óöinn nýtt isl. met á 250 metra folahlaupi á 18.3 sek. Óftinn er 6 vetra leirljós foli fæddur á Hvarfi i Bárftardal. Óftinn hefur vifta hlaupift og aldrei tapaft, alls hefur hann 10 sinnum unnift til gullverftlauna, og nú stendur til aft hann keppi austur á Héraöi á fjórðungsmótinu, sem haldift veröur 28. og 29. júli, á Hellu 21 júli og i Vindheimum i Skagafirfti 4 og 5. ágúst Verftur gaman að frétta af því hvernig þessum glæsilega fola tekst til i sumar. Knapi á Óftni var Sigur- björn Bárðarson en eigandi Hörður B. Albertsson. Gamla metið i 250 m hlaupi átti Fantur og setti hann þaft I Murney árift 1970, hljóp þá á 19.8 sek. Eigandi Fants var Björgv. Hermannsson Rvík, en knapi var Sigurbjörn, sá hin sami, er nú sat Óftin. Fantur er frá Brautarholti á Kjalarnesi sonarsonur Hjalta Hreinssonar og var á sinum tima hörku- hlaupari Mótið á Murneyri fór ágætlega fram en var nokkuð langdregið eins og þvi miður vill oft verða með slik mót. Er mjög nauðsyn- legt fyrir þá sem stjórna slikum mótum, að láta þau ganga hratt svo að áhorfendur þurfi ekki að hanga lon og don eftir næsta hlaupi. Slikt veður nokkuð þreyt- andi, jafnvel i ágætisveðri. Helztu úrslit á Murneyrar- mótinu urðu sem hér segir: 250 m skeift Orslit urðu þau, að þar sigraði Blesi 12 v. á 24.6 sek. Eigandi og knapi Skúli Steinsson, Eyrar- bakka. Annar varð Flipi 14 v. á 25.3 Eigandi Jón Bjarnason, Sel- fossi og þriðji var Fengu 14. v. eigandi Hjörleifur Pálsson á 25.5. 250 m folahlaup Þar sigarði Óðinn á 18. 3 sek. nýju Islandsmeti eins og sagt var frá hér að ofan. Eðillega á eftir að staðfesta þetta met, en það er gert af stjórn Landssam- bands hestamanna, þegar öll gögn liggja fyrir. Annar varð Gammur 5 v. jarpur foli frá Ártúni, Rang á 18.7 sek., eigandi Bjarni E. Sigurðsson og þriðji varð Máni á 19.6. 300 m stökk Þar fóru leikar þannig, að jafnir voru þeir Bjarni sem Simon Grétarsson á Selfossi á og Frúar-Jarpur Unnar Einars- dóttur á Hellu. Hlupu þeir á 22.0 og skiptu með sér verðlaunum. Þriðji varð Sörli á 23.0 eigandi Ester Guðmundsdóttir. 600 m stökk Þar var Gráni Gisla Þorsteins- sonar frá Vindási hlutskarpastur á 44.5sek. Gráni er ættaður frá N. Bæ i Rangárvallasýslu og muna margir, hve glæsilega honum tókst til á keppreiðum Fáks i vor, þegar hann eftir óhapp, var orðinn siðastur, en tók sig svo til og tindi upp einn hestinn á fætur öðrum og kom fyrstur i mark i löngu og erfiðu hlaupi. Annar var Stormur á 44.77 eig. Oddur Odds- son og þriðji Brúnn Sigurðar Sigurþórssonar á Þórunúpi, sem hljóp á 44.8 sek. 600 m brokk 1 þessu hlaupi hlupu flestir hest- arnir upp. Fákur Isleifs Páls- sonar sigraði örugglega á 1.16.9 annar varð Roði á 1.25.1 Gæðingakeppni Gæðingakeppnin var þannig,að dæmdir voru beztu hestar i A og B flokki hjá bæði Smára og Sleipni Leikar fóru þannig, að hjá Sleipni sigraði i A flokki (alhliða hestar) Eitill Bjarna E. Sigurðssonar i Hverag. Eitill er 9. v. jarpur frá Hólmi, Mýrum, A-Skaft. 1 B flokki (klárhestar með tölti) sigraði Erpur 10 v. frá Vatns- leysu i Skagafirði. Eigandi Skúli Steinsson, Eyarbakka. Hjá Smára sigraði i A flokki Glaumur 10 v., Rauður, Neista- son, eigandi Jón Sigurðsson, Neisti Leifs Eirikssonar á Hlemmiskeiði hlutskarpastur. Þá völdu mótsgestir bezta gæðinginn og var það gert þannig, að eitt atkvæði var með hverri kveppendaskrá og gátu þeir, sem skrána keyptu, tekið þátt i kosningunni. Sigurvegari varð Reynir, grár 10 vetra hestur, eigandi Þor- steinn Vigfússon, Húsatóftum, Skeiðum — hjá dómnefnd var Reynir i öðru sæti sem alhliða gæðingur, næst á eftir Glaumi frá Skollagróf. óðinn, sá sem setti tslandsmet i 250 m folahlaupi, á 18,3 sek. Knapi var Sigurbjörn Bárftarson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.