Tíminn - 22.07.1973, Síða 30

Tíminn - 22.07.1973, Síða 30
liftr vc‘ rr 1/rwrrMfT , 30 TÍMINN Sunnudagur 22. júll 1973. Stein á Fornebu-flugvelli vift heimkomuna ásamt foreldrum sinum og systkinum. STEIN Gabrielsen lifði það af. Hæglátur véla- maður, sem ekkert hafði sér til varnar gegn foss- andi úthafsöldunum annað en geysilegan viljastyrk og góða sund- kunnáttu. Það er ekki mikið, þegar maður á að takast á við náttúruöflin sjálf. En hann sigraði. Þetta þótti næstum ótrúlega vel af sér vikið. Baráttu Steins fyrir lifi sinu var slegið upp i sjón- varps- og blaöafréttum um allan heim. En jafnvel hugmyndarik- ustu fréttamenn gátu ekki komið öllu þvi á framfæri, sem hann þurfti aö ganga i gegnum. Það var feiminn og rólegur sjó- maður, sem mætti fréttamiðlun- Þann 22. marz í vetur geröi mikið óveður á Atlantshafinu milli Ný- fundnalands og Bermúdaeyja. Eins og margir væntanlega muna, fórust tvö norsk skip í veðri þessu, systurskipin „Norse Variant" og „Anita", með 30 manna áhöfn hvort. Af þessum 60 mönnum komst aðeins einn af, Stein Gabriel- sen. Hér segir frá hrakningum hans og björgun um við heimkomuna, en hálfum mánuði siðar lýsti hann öllu, eftir þvi sem hann gat, við sjópróf i Osló. Fárviðri Þetta byrjaði að morgni 22. marz. Norse Variant hafði lagt úr höfn i Norfolk um áttaleytið morguninn áður að staðartima. Þá hafði veður verið þolanlegt, en enginn vissi hvað úti fyrir beið. Slðdegis komu nokkrar skarpar vindhviður en þær hræddu engan. Það var áhyggjulaus hópur, sem hló og skemmti sér yfir gaman- mynd i sjónvarpinu um kvöldið. Þegar vélamaðurinn Stein Gabrielsen var ræstur morguninn eftir, hafði vindur aukizt. Þegar Stein var beðinn að skýra frá þvi við sjóprófin, hvað skipið hafi olt- ið mikið, svaraði hann, að það hefði verið anzi erfitt að hemja ostinn ofan á brauðinu. Hann var einn þeirra, sem átti vaktina frá átta til tólf á hádegi. Þeir gerðu sér grein fyrir að hún yröi erfið og skapið var ekki alveg upp á það bezta. Þegar Stein yfir- gaf borðsalinn eftir morgunmat- inn, mætti hann háseta, sem sagði að stormurinn mældist fár- viðri. Skipstjórinn var I brúnni og var að hugsa upp ráöstafanir, ef ástandiö skyldi versna. Annar stýrimaður var á leið til að leysa fyrsta stýrimann af og skipiö gekk aöeins meö þriöjungs hraöa. Vindurinn og sjórinn stóö úr norðurátt á skipið, en þetta var aöeins fyrsti þáttur i leik kattar- ins að músinni. Fyrsta árás úthafsins var gerð rétt eftir að morgunvaktin kom upp úr borðsalnum. Þungur brot- sjór reið yfir framdekkið og tók með sér nokkrar festingar á fremstu lestarlúgunni. Sjórinn fossaði niður um lúguna. Nú var alvara á ferðum. En Stein vissi ekkert um þetta, fyrr en hann kom i kaffi um tiu- leytið. Þá sá hann á þungbúnu andliti bátsmannsins, að eitthvað alvarlegt var á seyði. Fá orð voru sögð, en nægilega mörg til að Stein fannst isköld hönd herða að hálsi sér. Bátsmaðurinn var siður en svo þekktur fyrir ýkjur. Skipið lekur En verra átti það eftir að verða. Skömmu siðar kom röðin að lúgu númer tvö og brúin skemmdist af brotsjóunum. Nú fossaði vatn inn I mörgum stöðum. Loftdælikerfið eyðilagðist og sjórinn rann eftir leiðslunum. Einnig var kominn leki að vatnsgeymum hér og þar. Þegar Stein kom i matinn var ekki talað um annað en veðrið og skemmdirnar á skipinu. Að visu var vitað, það gæti haldist á floti, þó að tvö hólf fylltust af sjó, en þar sem sjór streymdi viða inn, var greinilegt, að aðstoö varð að berast. Loftskeytamennirnir unnu starf sitt og nú barst fyrsta alvar- lega tilkynningin út i loftið: — Skipið lekur og við þörfnumst að- stoðar. Bandariska standgæzlan heyrði tilkynninguna og bátar og flug- vélar voru höfð til taks. Skömmu siöar tók skipstjórinn mikilvæga ákvörðun. Hann ætlaði að snúa skipinu við. Stein var i herbergi sinu ásamt tveimur öðrum og hann fann snúninginn greinilega, þvi að skipið nötraði og skalf stafna á milli. Þeir töldu, að skip- stjórinn ætlaði að leita næstu hafnar. Skömmu siðar glumdi um allt skipið: — Ahöfnin beðin að búa sig undir að fara i bátana. Við verðum að fá aðstoð. Aöeins skömmu siöar heyrði Stein Gabrielsen, kominn um borð I flugvélamóðurskipiö Independence, eftir þriggja sólarhringa hrakninga i stórsjó, stormi og hagléljum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.