Tíminn - 22.07.1973, Side 31

Tíminn - 22.07.1973, Side 31
Sunnudagur 22. júll 1973. TÍMINN 31 strandgæzlan eftirfarandi til- kynningu. — Norse Variant er að sökkva. Ahöfnin er að fara i bát- ana. í freyðandi öldunum Frá strandgæzlunni barst frétt- in til fjölmiðla og heima fréttist að skip frá Osló hefði farizt i óveðrinu. Aðstandendur vissu ekkert annað, en að skipið var farið og á svæðinu var stórsjór og kuldi. Menn geta litið gert gagn- vart þeim öflum... Stein var eins og áður segir i herbergi sinu með tveimur öör- um, þegar skipunin kom um að fara i bátana. Hann þreif jakka og fór upp á bátadekk. Aður en hann gaf sér tima til að lita i kring um sig, greip hann björgunarvesti úr kassa og festi á sig. Siðan fór hann að reyna að gera sér grein fyrir aðstæðunum. Hann sá, að liklega helmingur áhafnarinnar var kominn upp og allir voru klæddir -björgunarvestum. Stormurinn öskraði umhverfis og öldurnar voru eins og fjöll. Stýri- maður vildi setja út lifbát, en það virtist vonlaust. Þá var ákveðið að setja út gúmbátana. En i þvi sökk skipið og eins og járnhönd dró Stein niður i djúpið. — Fyrst varð allt hvitt i kring um mig, sagði hann — en siðan varð allt svart. Hann sneri aftur til lifsins, en vissi ekki, hvað liðið hafði langur timi. Skyndilega fór allt að lýsast aftur. Hann var kominn upp á freyðandi yfirborðið og hélt dauðahaldi I eitthvað, sem hlaut að vera brak. Oldurnar sýndu enga miskunn. bær köstuðu sér stanzlaust yfir hann og grófu hann i grænu myrkri. Það var á sliku augnabliki, að Stein missti takið og nú var hann einn og alls- laus. Hann sá ekkert, en reyndi þó að lita i kring um sig. Hann hugs- aði um félaga sina og það að þreyta sjálfan sig ekki um of, og að aðalóvinir hans við þessar að- stæður væru þreytan og ör- væntingin, ef þeir næðu taki á honum, hefði hann enga mögu- leika. Þá rakst eitthvað á hann og það reyndist vera heill björgunar- fleki. Eftir dálitið sund af öllum mætti. tókst honum að ná flekan- um, sem varð heimili hans næstu þrjá dagana. Hann vissi, að ef hann sleppti takinu, væri hann glataður. Þess vegna lá hann kyrr I sjónum dágóða stund til að safna kröftum til að klifra upp á flek- ann. Upp komst hann og það var ólýsanlegur léttir, að hafa eitt- hvað annað undir sér en sjóinn. En sú tilfinning entist ekki lengi. Flekinn valt og Stein féll aftur i sjóinn. En með einhverjum yfirnáttúrlegum kröftum tókst honum að klifra upp á hann aftur. Þá kom hann auga á tvo skips- félaga sina og hann hélt, að hann gæti með viljanum einum stýrt flekanum til þeirra, en það var vonlaust. Hann sé ekki hverjir það voru, en þegar næsta alda reið yfir, hurfu þeir. Flugvél! Allir hinir höfðu farizt i þessum ógnarsjóum, en um það vissi Stein ekkert, þarna sem hann lá á flekanum. Hann tók að rannsaka flekann og fann ekki margt merkilegt. Þarna voru þó dósir með niðursoðnu vatni og talsvert af kexi. Vatnið var ódrekkandi og kexið of þurrt til að hann kæmi þvi niður. Að auki voru þarna tvö neyðarblys og tvær neyðarrakett- ur. Það gaf honum nýja von. Ef hann gæti skotið rakettunum, sæ- ist kannski til hans frá skipum eða bátum i nágrenninu, ef farið væri að lejta. Og hvort það var leitað! Banda- riska strandgæzlan hafði sent út heilan flota báta, flugvélar og þyrlur, strax éftir að siðasta til- kynningin barst frá Norse Vari- ant. En þegar þau komu á stað- inn, sem skipið hafði gefið upp á fimmtudagskvöld, sáust ekki minnstu merki um skip eða áhöfn. Það var ekki fyrr en dag- inn eftir, að skip frá Liberiu til- kynnti, að það hefði séð eitthvað, sem gæti verið lifbátur á hvolfi, en strandgæzlan staðfesti þetta ekki. Það fyrsta, sem vitað var með vissu að væri af Norse Vari- ant, fannst á laugardag eftir há- degi. Það var hluti af björgunar- fleka, með nafni og númeri skips- ins. bað voru flugvélar á sveimi yf- ir Stein fyrsta kvöldið, þegar hann hélt sér i flekann og hann vissi að þær voru að leita. Hann reyndi að kveikja i rakettunum, en það var erfitt, þvi að þær voru blautar, en honum tókst það um siðir. En flugvélin var of langt burtu og Stein fannst ekki þá með aðstoð rakettanna. En hljóðið i flugvélinni hafði gefið honum nýja von og aukna krafta. Bjargað Hann var þó næstum viss um, að hann hefði ekki mikla mögu- leika þá stundina. begar raketturnar voru horfnar, missti hann næstum móðinn á ný, þó að hann endurtæki sifellt við sjálfan sig, að nú mætti hann ekki gefast upp, ekki sofna og halda sér fast. Bjartsýnin var I lágmarki. Nóttin varð löng. Stein vissi ekki, hve oft öldurnar gengu yfir hann. En hann mundi, að þær voru hræðilega kaldar og hann skalf. Það var freistandi að láta sig renna niður I vatnið og þurfa ekkert að hafa fyrir neinu lengur. Hann hugsaði um mjólk og siga- rettur. Haglélin tóku að dynja úr kol- svörtum skýjum, um leið og lýsa tók af degi. Oldurnar voru enn há- ar og það var erfitt verk að halda sér föstum. Um nóttina hafði Stein bundið sig fastan með liflínu bátsins, en það veitti litið öryggi I sjálfu sér. En nú voru kraftarnir næstum á þrotum. Það kom dagur, siðan nótt og þá dagur á ný. Ennþá var lif um borð i flekanum frá Norse Vari- ant. Fleiri flekar fundust á svæð- inu, en þeir voru allir tómir. Stein lá á hnjánum á flekanum og veifaði eins og vitlaus maður, þegar hann fannst loks. Augun voru bólgin af saltvatninu og hann var allur I sárum af árekstr- um og átökum. En hann gerði sér þess fulla grein að martröðin var á enda. UR OG SKARTGRIPIR KORNELlUS JONSSON JONSSON SKÓLAVOROUSTIG8 BANKASTRÆTI6 18588-18500 Kennarastöður Við barnaskólann á Sauðárkróki eru kennarastöður lausar til umsóknar. Við gagnfræðaskólann á Sauðárkróki er kennarastaða laus. Kennslugreinar: islenzka, saga, danska. Söngkennarastaða við ofangreinda skóla. Upplýsingar veita skólastjórar. Fræðsluráð. Hinzta kveðja til félaganna frá þeim eina, sem eftir lifði Flekinn var þá staddur 250 sjó- milur i suðaustur frá Cap May i New Jersey, einmitt þar sem strandgæzlan hafði reiknað út, að vindur og sjór myndi hafa borið brak úr skipinu. Flugvélin hafði sveimað þarna yfir i þrjár klukkustundir, þegar hún upp- götvaði flekann úr 500 feta hæð. bá hafði hann verið þárna á reki i þrjá sólarhringa i stormi, stórsjó og kulda. En þegar flugvél sleppti niður tveimur froskmönnum i fallhlif- um, var farið að lygna mikið og hlýna i veðri. Hálfri annarri klukkustundu siðar kom banda- riska tankskipið Mobile Lube á vettvang, en það hafði verið rétt komið framhjá og sneri nú við, eftir skipun frá flugvélinni. Heim.... Froskmennirnir gáfu Stein heita, þunna súpu og báru eitt- hvað á sárin. Þeir einbeittu sér að þvi að halda honum volgum og rólegum til að koma i veg fyrir lost. Þeir vöfðu hann i ullarteppi, sem þeir höfðu með sér og skömmu siðar voru þeir allir þrir teknir um borð i flugvélamóður- skipið Independence, þar sem læknar tóku við Stein. A þriðjudeginum kom hann til new York og þar beið hans allur heimurinn. Fréttamenn og ljós- myndarar kepptust um hann og hann fékk freistandi tilboð um að selja frásögn sina með einkarétti. Allir vildu fá eitthvað sérstakt. En norski sjómaðurinn leit ekki sömu augum á reynslu sina og þetta fólk, sem sá i henni peninga. Hann var rétt snúinn aftur frá dyrum dauðans og var hamingju- samur yfir að vera lifandi, en sorgmæddur vegna félaga sinna. Og svo þreyttur, svo þreyttur.. Ileyndir sjómenn sögðu, að hann hefði féngið eitt tækifæri af milljón! Nú vildi hann fara heim sem fyrst. Móðir hans kom til New York og sótti hann. Honum höfðu verið gefin föt og allir vildu gera eitthvað fyrir hann. Það voru þúsundir manns komnir á flug- völlinn til að kveðja hann. Heima var næstum þjóð- hátiðarstemning. Fjölbýlishúsið i Osló var fánum skreytt og á Fornebu-flugvelli voru komnar margar þúsundir manna til að fagna hetjunni ungu. Faðirinn sagði: — Ég vissi, að þú varst harður, Stein. En ég vissi ekki að þú værir svona harður. Hann greip fast i hönd hans og það sagði meira en nokkur tár. SB. viitu oreyia r Þarftu að bæta? .1 inn i Jtaver Grensásvegi Veggfóður Fjölbreyttasta veggfóður sem völ er á. Vymura og Decorene ásamt fjölda annarra geróa.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.