Tíminn - 22.07.1973, Síða 32

Tíminn - 22.07.1973, Síða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 22. júll 1973. FRÁ ÞVÍ AÐ heims- pressan skýrði frá þvi fyrir nokkrum árum, að brazilizk yfirvöld ynnu skipulagt að þvi að út- rýma Indiánum þar i landi, hefur litið heyrzt af þeim ættbálkum Indi- ána, sem enn lifa i Suð- ur-Ameriku. Það er þó ekki vegna þess, að morðunum hafi verið hætt og að Indiánarnir lifi nú við góða heilsu i löndum forfeðra sinna. Alltaf við og við berast fregnir um fjöldamorð á Indiánum og slæma meðferð á þeim. Til dæmis skýrði braziliska blaðið O Globo frá þvi i byrjun april i ár, að braziliskir Indiánar væru fluttir eins og sauðfé til Perú, Venezu- ela, Columbiu, Surinam og frönsku Gineu af „kaupsýslumönnum” og „iðnjöfrum,” sem selja þá þar fyrir ltiinn pening til að vinna i námum hvitra manna. Blaðið skýrði einnig frá þvi, að ráðuneyti það, er fer með málefni Indiána i Braziliu hefði þá á prjónunum að setja upp varð- stöðvar i þeim landamærahéruð- um, er helzt væri farið um i þessu skyni, til að koma i veg fyrir út- flutninginn og um miðjan mánuð- inn skýrði blaðið frá þvi, að til átaka hefði komið á Amazon- svæðinu á milli stjórnarher- manna og nokkurra „útflytj- enda.” Það er þó ekki þessi likamlega og veraldlega tortiming, sem nú hrjáir Indiána helzt og er þeim mesta ógnunin. A ættbálkum þeirra eru framin „menningar- og samsemdarmorö” af hvitum innflytjendum, sem setjast að á svæðum Indiána og taka af þeim landið. Indiánarnir eru neyddir til að flýja lengra inn i frumskóg- ana, þar sem þeir verða að byrja á ný að rækta upp landið — og frumskógar S-Ameriku eru ekki beinllnis heppilegir til landbúnað- ar. IWGIA (skammstörfun á Inter- nationai Work Group for Indigen- ous Affairs) er alþjóðlegur fé- lagsskapur mannfræðinga, sem hefur aðsetur sitt i Kaupmanna- höfn. Eitt af meginmarkmiðum þeirra er að gefa út skýrslur um ástand og lifsskilyrði ýmissa frumstæðra þjóðflokka. Um Indi- ánaættbálkana i S-Ameriku hafa þegar verið gefnar út fimm slfkar skýrslur og fleiri eru á leiðinni allt á vegum og nafni Iwgia. Ættbálkur Cuiva i Kólumbiu virðist, samkvæmt skýrslunum, AyENEZUELA. ^ M8IA r-j lliift eCUAD BOUVI CHILE cjURCfeuAV ♦ iT'^Montúvidéó Suður-Amerika er feiknarlegt landflæmi og skyldi maður því ætla að nóg pláss væri fyrir alla. Það virðist þó ckki vera, Indiánunum er skipulega útrýmt. • FORNRI MENN INGU INDIANA I SUÐUR- AMERfKU ÚTRÝMT Nokkrir hvítir menn voru handteknir fyrir oð hafa myrt 16 Indíóna Þeir voru sýknaðir: fórnarlömb þeirra voru ekki manneskjur verða hvað verst úti. Á siðustu öldum hefur þeim fækkað svo mjög — i gegnum strið, þræla- sölu, faraldssjúkdóma, sem evrópskir hafa flutt inn með sér, og fleira — að þeir eru nú færri en sex hundruð alls. Hvitu innflytjendurnir á þess- um svæöum halda enn þann dag i dag með ákveðnu millibili á „Indiánaveiðar,” rétteins og þeir hafa gert frá þvi á átjándu öld. Spænska mállýzkan, sem töluð er á þessum slóðum, á meira að segja sérstakt orð yfir veiðar á Cuiva-Indiánum, „Cuiviar.” Fyrir aðeins sex árum siðan 1967, voru sextán Indiánar, sem hvitingjarnir höföu boðið i mat heim á einn herragarðinn, myrtir yfir borðum Efnt var til réttar halda og þá viðurkenndu hinir hvitu, að hafa áður myrt að minnsta kosti 40 Indiána i svipuð- um tilvikum. Þeir voru þó allir sýknaðir, þar eð ekki var hægt að telja þá seka fyrir að myrða skepnur. ómenntaðir innflytjend- ur Innflytjendurnir eru sjálfir i flestum tilfellum algjörlega ómenntaðir og eru oft fólk, sem ekki hefur tekizt að „koma sér áfram” I hinum „menntaða” heimi þéttbýlisins við strendurn- ar og þvi leitað til fjalla til að skapa sér framtið þar. Þar búa þeir siðan i stöðugri samkeppni hver við annan og verja eigur sinar og umráðasvæði af öllum mætti, gagnstætt Indián- unum, sem vita sig aðeins leigu- liða náttúrunnar. Innflytjendur .- ir, eða frumbyggjarnir, hafa eng- an skilning á málefnum og menn- ingu Indiánanna og kenna i hæsta lagi i brjósti um þá. Flestir þeirra álita Indiánana þó vera skepnur, er beri að útrýma. í Perú, Venezuela og Kólumbiu — þar sem Indiánabálkar Iwgia- skýrslanna búa — eru til lagabók- stafir, sem eiga að gæta hags- muna hinna raunverulegu frum- byggja landsins á ýmsan hátt. Þar finnst einnig fólk, sem styður Indiána og baráttu þeirra fyrir tilveru sinpi, svo sem trúboðar, mannfræðingar og samtök eins og Comite de Defensa del Indioe Colombia. Hitt er svo annað mál, að farið er i kringum lögin og fjárhagsáætlanir til mjög skamms tima verða alltaf ofan á: Indiánarnir eru ekki arðbærir. Menningarmorð Hvað varðar Aguaruna-Indián- ana i Perú — en þeir eru skyldir Jivaros-Indiánum sem eru hörku- miklir veiðimenn — er sú ógn, sem þeim stafar frá menningu hinna hvitu meira óbein. Smám saman eru þeir hraktir af veiði- svæðum sinum. — Aguarunarnir og aðrir Indi- ánar af Jivaros-stofni eru að deyja út. Ekki skjótum dauða með napalmi eða sprengjum, heldur er murkað úr þeim lifið, skrifar norski mannfræðingurinn Henning Siverts. — Hér er um að ræða menningarmorð I staðinn fyrir þjóðarmorð. Annar nafn yfir þetta — og það er hið opinbera hugtak — er „framfarir.” Yfir- völd vilja meina, að nauðsynlegt sé að rækta og nýta landið á skyn- samlegri hátt en Indiánarnir gera. Innflytjandi sem fengið hfur pappir upp á umráðarétt sinn yfir ákveðnu landi, getur þar með flæmt i burtu þá Iryilána, sem á svæðinu voru og skiptir þá engu máli, hvort þar hafi áður verið veiðilendur þeirra, yucca-ekrur eða hreinlega bústaðir. Burtu skulu þeir og engum kemur við hvað um þá verður. Jafnvel opin- berar stofnanir, eins og Þjóðvörð- urinn og Lambayeque-háskólinn, hafa lagtundir sig land, sem áður var ræktað og nýtt af Indiánum. Martröð Þeir, sem leyfa sér að mótmæla þessu ástandi eiga yfir höfði sér „Kafkaa-iska” martröð, sem oft endar illa. Ónafngreindur svindl- ari ætlaði að hrekja Aguaruna- Indiánann Andreash Kumbia Pati og fjölskyldu hans af bæ þeirra, þegar Indiáninn neitaði. Honum var umsvifalaust stefnt fyrir rétt og hann dæmdur i þriggja ára fangeldi. Þetta gerðist árið 1969. Var honum gefið að sök að hafa virt eigandaréttinn að vettugi Þarlendur prestur, faðir Guall- art, sem hafði talað máli fjöl- skyldunnar fyrir réttinum, var dæmdur i sex ára fangelsi fyrir að hafa verið „andlegur upphafs- maður” þessara óspekta. Dómn- um yfir prestinum var áfrýjað og erenn beðið niðurstöðu æðri dóm- stóla. Indiánarnir eru einnig blekkhir og svekktir fjárhagslega. Hvitur daglaunamaður fær margfalt meira fyrir vinnu sina en indi- ánskur starfsbróðir hans. Henn- ing Siverts segir glas með verkja- stillandi töflum kosta 90 soles á trúboðsstöðinni en svo selja kaup- menn hana fyrir 180 soles. Jesúit- arnir selja skotfærapakka fyrir 125 soles en kaupmaðurinn hviti fær 300 soles fyrir sina pakka. Þá fá Indiánar litið fyrir fram- leiðslu sina og eru arðrændir á þann hátt. Indiáni, sem verkar rándýrsskinn fær fyrir það 350 soles. Það er siðan selt i borginni Iquitos fyrir 1500 soles. DDT um allt Ein af vafasamari blessunar- aðferðum menningarinnar er að sprauta DDT um allt til að hindra útbreiðslu malariu. DDT er sett i utanborðsmótora, svefnherbergi, mataráhöld og viðar og Indiána- konum ekkert sagt um skaðvæn- leg áhrif þess. Veiðihundar og kettir eiga á hættu að smitast og deyja og hænur Indiánanna drep- ast unnvörpum, þannig að Idián- arnir missa þar með mikilvægan fjörefnisgjafa. Sumir Indiánanna hætta við sitt forna lif i skógunum og halda nið- ur til strandar, þar sem þeir taka við daglaunavinnu eða þá að þeir gerast verkamenn I þágu hinna hvitu innflytjenda. Þar með tapa þeir félagaskirteini sinu i lifandi menningu án þess að fá mikið i staðinn. — Þegar þeir eru orðnir of gamlir til að geta verið vinnuveit- anda sinum að gagni, verður þeim flestum ljóst, að þeir hafa látið menningu sina i skiptum fyrir eitthvað af slitnum fötum, notuðum eldhúsáhöldum og kannski hálfónýtt vasaljós, skrif- ar brezki mannfræðingurinn John Bodley, sem hefur kynnt sér mál- efni Campa-Indiánanna i Perú. — Ér.umhverfiseyðandi þróun okkar og tækni. svo mikils virði, að okkur sé nauðsynlegt að þröngva henni upp á aðra? spyr John Bodley. — t 400 ár hafa

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.