Tíminn - 26.08.1973, Síða 9
Sunnudagur 26. ágúst 1973.
TÍMINN
9
þvi getur ekki tarið og við erum
þvi reiðubúnir til þess að taka á
móti henni i söltunarstöðina og til
bræðslu, þótt hins vegar efist ég
um að sild verði brædd meir i
stórum stil á íslandi. Hjá okkur er
öllu vel við haldið og við getum
fyrirvaralaust byrjað sildarsölt-
un. Hjá söltunarstöðinni geta 50
sildarstúlkur saltað undir þaki og
við höfum sildarbragga (heimili
fyrir sildarfólk) og stórt mötu-
neyti fyrir 100 manns, allt i topp
lagi.
Hér á árunum vann hér hundr-
að manns að sildarsöltun og pækl-
un og sildarvinnslu og nóg var að
gera allt árið fyrir verkafólk við
prósessa og afskipanir.
Sildarverksmiðjan
bræðir loðnu
Eins og þér mun kunnugt, þá
erum við bræður aðalhluthafar i
Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Þar
eigum við fullkomna sildarverk-
smiðju, sem brætt hefur sild og
loðnu. Að visu bræddi hún sild að-
eins siðari hluta sumars árið 1967,
en hefur verið notuð til loðnu-
bræðslu eftir það. Þar voru brædd
30.000 tonn af loðnu árið 1971,
15.000 tonn árið 1972 og i ár voru
brædd 30.000 tonn. Astæður fyrir
þviu að aðeins 15.000 tonn voru
brædd i fyrra voru þær, að þá var
mikil ferð á loðnunni vestur með
landi og bátarnir velja auðvitað
þær hafnir sem stytzt er á til lönd-
unar. Þetta er einhver fullkomn-
asta fiskimjölsverksmiðja lands-
ins og afkastar 400 tonnum á sól-
arhring og hefur geymslurými
fyrir 10.000 tonn, eða 25 daga
vinnslu.
— Hvað með skipakaup?
Sildarflotinn
i Norðursjó
— Um það hefur ekkert verið
afráðið. 1 svipinn eru allar linur
of óskýrar til að hægt sé að úttala
sig með það. Vissuiega væri
freistandi að láta smiða nýtt skip
hér innanlands. En eitthvað verð-
ur að vera til að veiða. Núna eru
okkar stóri sildarfloti að veiðum i
Norðursjó og leggur upp aflann i
Danmörku og Þýzkalandi. Æski-
legast væri að geta landað hér
heima. Talað er um nýjar fiskteg-
undir og svo frameftir götunum,
en auðvitað höfum við augum op-
in fyrir hráefnisöflun. Núna hefur
mest verið fjárfest til að tryggja
hraðfrystihúsinu hráefni og til að
bæta vinnsluskilyrðin i hrað-
frystihúsinu og saltfiskverkun.
Viðhöfum fengið einn skuttogara
og annar, sem við eigum meö
Reyðfirðingum er væntanlegur.
Skipakaup til nótaveiða verða aö
viða enn um sinn.
Sildarköttur með
bandið laust
Við gegnum siðan út á sildar-
planið með Kristni Jónss. Auð
húsin ilma enn af kryddi, sætum
berki og allehone. Færiböndin
standa kyrr og sildarkötturinn
sefur með bandið laust. Verkfæri
dixilmanna hanga á vegg og
liggja á borðum, eins og þeir hafi
fjeygt sér til svefns eftir langa
I törn. Allt er smurt og farðað og
okkur er ljóst aö hér er sett i gang
með einum hnapp. Uppi i sildar-
bragganum er allt i finasta lagi.
Sprengingamenn úr Oddsskarði
hafa hér viðlegu i sumar, mat og
húsnæði og bragginn minnir á
velbúið og snyrtilegt sumarhótel,
fremur en bragga i sildarlausu
plássi, þar sem skuggar hafa
lengzt úr hömlu og þegar við
kveðjum Kristin Jónsson, for-
stjóra uppi við hundrað ára
gamla, litla húsið hans, er okkur
það ljóst, að enn verður tekið á
móti sild á Eskifirði, ef hún gefur
sig til.
—JG.
Rætt við Kristin Jónsson forstjóra
ó Eskifirði og gengið með honum
um söltunarstöðina miklu, þar sem
50 stúlkur geta saltað undir þaki
og braggarnir minna ó sumarhótel.
Texti og myndir
Jónas
Guðmundsson
A nýju liainarsvæði, hefur Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. reist fullkomna sildarverksmiöju, sem hefur geymslurými f tönkum og steinþró
fyrir 16.000 tonn af loðnu. Vélsmiðjan Héöinn hf hefur reist verksmiðj una sem ber fagran vott um kunnáttu og afl Islenzks iönaöar.
Síldarverksmiðjan á Eskifirði bræðir 400 tonn af loðnu á sólarhring. Þetta er cin fullkomnasta vcrksmiðja
á tslandi og þrifnaður er þar með ólikindum.
þekkja allir, sem komnir eru til
vits og ára. Flestir þó, sem nafn á
frægu sildarskipi, en bankar og
yfirvöld, sem Jón Kjartansson hf,
milljónafélag, sem græddi á sild,
En nú er hún Snorrabúð stekkur
og þótt eigendur Jóns Kjartans-
sonar hf. séu siður en svo blankir
og hafi fyrir lifandislöngu snúið
sér að öðru viðfangsefnum, hafa
þeir ekki gleymt sildinni. Hjá
þeim fær marfló og ormur ekkert
næði til langvinnra veizluhalda.
Fullkomin sildarsöltunarstöð
þeirra biður tilbúin, eins og
stopphlaðin kanóna, svo ekki þarf
nema eitt orð til þess að setja allt
i gang aftur, eftir sex, eða sjö ára
hlé og þegar menn frá Timanum
voru á ferð á Eskifirði á dögun-
um, þá notuðu þeir timann og
ræddu við hinn fræga sildarmann,
Kristin Jónsson, forstjóra Jóns
Kjartanssonar hf. á Eskifirði, en
Kristinn er einhver mesti sildar-
stjóri Austfjarða, fyrr og siðar.
Býr i 90 ára
gömlu húsi
Við hittum Kristin að máli i
hundrað ára gömlu húsi hans ofan
við plönin á Eskifirði, en þetta
litla timburhús, sem stendur i
yndislegum garði, var reist árið
1882, og var þá barnaskóli Esk-
firðinga. Báðum við Kristin að
segja okkur ögn frá tildrögum að
sildarævintýri þeirra bræðra,
Alla rika og hans, og varð hann
góðfúslega við þeirri beiðni.
Sagðist honum frá á þessa leið:
Jón Kjartansson
SV III — Happaskip
Jón Kjartansson hf. var stofnað
árið 1956, þegar við keyptum
samnefnt skip JÓN KJARTANS-
SON SU III til landsins, en bátur-
inn var 64 tonn. Eigendur hluta-
félagsins voru fjölskyldur okkar
Aðalsteins, en við höfðum þá unn-
ið margvisleg störf og stundað
sjóinn. Ég var vörubilstjóri og
gerði út þrjá vörubila, en Aðal-
steinn var verkstjóri i hraðfrysti-
húsinu á Eskifirði.
Jón Kjartansson SU III varð
strax happaskip á sildveiðum
undir stjórn Þorsteins Einarsson-
ar skipstjóra úr Garðinum og svo
fengum við okkar góða mann
Þorstein Gislason, skipstjóra,
sem lika var úr Garðinum, til að
vera með bátinn á sildveiðum, en
hann er sem kunnugt er einhver
mesti aflamaður á sildveiðum,
sem um getur. Var Þorsteinn með
bátinn á $umrin, en var kennari
að vetrinum við barnaskóla suður
að skuttogaraútgerð og bolfisk-
vinnslunni að mestu.
Síldarsöltun
Upphafið að sildarsöltun okkar
var það, að Aðalsteinn bróðir
hafði verið i sildarsöltun með
nokkrum mönnum á Ólafsfirði.
Ég gerðist síðar hluthafi i þessari
stöð og þegar sildin færðist á
Austfjarðamið, þá fór Jón Kjart-
ansson hf að salta hér sild og varð
fljótlega ein stærsta sildarstöðin
hér á Austurlandi og var saltað
hér i 30.000 tunnur á stöðvum okk-
ar. Hélt þessi mikla sildarsölt-
un áfram til ársins 1967, er sild-
veiðarhættu. Siðan höfum við að-
eins saltað einhverja slatta, mest
úr Norðursjó og t.d. i fyrra voru
saltaðar ér tæpar 1200 tunnur af
sild.
— Er sildarævintýrið þá búið,
spyrjum við?
Kemur aftur sild?
— Nei við erum ekki i vafa um,
að sildveiðar verða leyfðar aftur
við Suðurland og Austurland. Hjá
með sjó, og siðar við Stýrimanna-
skólann, en á vetrum var Böðvar
Einarsson frá Eskifirði með
þennan bát.
Frá þessu er auðvitað sagt, þar
eð þessir duglegu skipstjórar áttu
sinn þátt i þvi sem á eftir kom,
með þvi að afla betur en flestir
aðrir.
Jörundur sökk, —
ekkert skip
til nótaveiða
Þennan bát áttum við i ein sex
ár. Svo fengum við Guðrúnu Þor-
kelsdóttur, sem var 150 tonna
sildarskip, sem byggt var fyrir
okkur i Noregi og bar 1600 mál af
sild. Svo nýjan Jón Kjartansson,
en sá siðasti með þvi nafni var
togari (Jörundur), sem við keypt-
um og létum endurbyggja i Nor-
egi i fyrra, en hann sökk hér i
fjarðarkjaftinum undir 400 tonn-
um af loðnu i sinni fyrstu veiði-
ferð á loðnuvertiðinni, svo að i
svipinn eigum við nú ekkert sild-
arskip, þvi við höfum snúið okkur