Tíminn - 26.08.1973, Page 19
Sunnudágur 26. ágúst'ISTS.
TÍMINN^
19
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson,
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðaistræti 7, simi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Biaðaprent h.f
“ :
25.7 aukning
kaupmáttar á
tveimur árum
Skv. útreikningum Hagrannsóknadeildar
Framkvæmdastofnunarinnar jókst kaupmátt-
ur atvinnutekna einstaklinga um 18.2% á árinu
1972 miðað við visitölu framfærslukostnaðar.
Hagrannsóknadeildin spáir svo, að á þessu ári
aukist kaiiþmáttur atvinnuteknanna um 6.4%.
Séu þessi tvö ár tekin saman, sem eru tvö
fyrstu heilu árin á valdáferli núverandi rikis-
stjórnar, mun kaupmáttur atvinnuteknanna
aukast um 25.7% á þessu timabili.
Rikisstjórnin kom til valda á miðju árinu
1971. Aukning kaupmáttar atvinnutekna ein-
staklinga varð 17% á þvi ári miðað við árs-
meðaltal skv. skýrslu Hagrannsóknadeildar.
Þær ráðstafanir, sem núverandi rikisstjórn
gerði i kjaramálum þegar er hún kom til valda,
þ.e. visitöluleiðrétting, stórhækkun launa sjó-
manna og fl. áverulegan þátt i þeirri miklu
aukningu kaupmáttar sem varð á þvi ári.
Kaupmáttaraukning á valdatima núverandi
rikisstjórnar fram til loka þessa árs verður þvi
verulega meiri en 25.7%, þótt að sinni verði við
þá tölu haldið, þar sem um meðaltal tveggja
ára er að ræða skv. töflu Hagrannsóknadeild-
ar, en skyl.t er þó að geta þess, að i þessum út-
reikningum er aukning atvinnumagns þessara
ára meðtalin.
Verðbólgan
Sú verðbólguaukning, sem verið hefur hér á
landi að undanförnu hefur valdið rikisstjórn-
inni miklum áhyggjum. í skýrslu Hagrann-
sóknadeildar Framkvæmdastofnunarinnar er
spáð 22% hækkun verðlags á þessu ári. 1
skýrslunni kemur einnig fram, hve stóran hlut
erlendar verðhækkanir og gengisbreytingar
eiga i þessari þróun.
Á tveggja ára afmæli rikisstjórnarinnar lét
Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, i ljós
ugg vegna þessarar þróunar, en benti á þá
staðreynd, að yið vissa þætti þessarar þróunar
fengi enginn við ráðið. Ólafur sagði þá rma.:
„Verðbólgan hefur reynzt erfið viðureignar.
Verðbólguþróun hefur verið hér meiri én við
hefðum viljáð. Það hefur heldur alls ekki verið
á valdi rikisstjórnarinnar að ráða við vissa
þætti, sem stuðlað hafa að verðbólgu hér á
landi, — erlendar gengisbreytingar og verð-
bólgu og stórkostlegar verðhækkanir á heim-
markaði á mörgum helztu innflutningsvörum
okkar. Þessar verðhækkanir allar fær enginn
mannlegur máttur á íslandi við ráðið og þær
verðum við að taka á okkur nauðugir viljugir.
Og miðað við þessar óviðráðanlegu aðstæður
hefur a.m.k. á vissum sviðum tekizt vel að
halda verðhækkunum svo i skefjum sem nokk-
ur kostur var. En verðbólgan er nú eitt mesta
áhyggjuefni okkar i rikisstjórninni og væntum
við góðrar samvinnu við öll öfl þjóðfélagsins til
að halda henni i skefjum.”
Michael Brown, The Scotsman:
Reynt verður að forða
Eystrasalti frá eyðingu
Frárennsli frá þéttbýli, úrgangsefni frá verksmiðjum
og sjóflutningar um erfiðar siglingaleiðir
valda síaukinni mengunarhættu
BÆTT sambúð rikja i
Evrópu hefir valdið flóði
umræðna, ráðstefna og samn-
inga, sem gæti haft þær
óvæntu afleiðingar að bjarga
Eystrasalti.
Visindamenn hafa árum
saman varað við þvi, að lif i
Eystrasalti væri i bráðri
hættu. Sumir spá, að það verði
orðið aldauða um næstu alda-
mót. Visindamennirnir hafa
hvatt stjórnir rikja við strend-
ur Eystrasalts til sameigin-
legra ráðstafana, þar sem þvi
verði aldrei bjargað með öðru
móti, en slik samvinna hefir
ekki verið möguleg um langt
skeið.
Samtök rikja við Eystrasalt
hafa ekki komið til greina
meöan þýzku rikin tvö nutu
ekki viðurkenningár annarra
rikja og viðurkenndu ekki
hvort annað. Barátta visinda-
mannanna hefir þvi staðnað
eins og Eystrasaltið sjálft.
Baráttan gegn menguninni
hefir magnazt og orðið að
krossferð viða annars staðar á
undangengnum árum, en við
Eystrasaltið hefir þeirra
framvindu ekki notið við.
FLESTIR hafa nú að lokum
viðurkennt tilveru þýzku rikj-
anna tveggja. Þá fyrst varð
unnt að gera einhvers konar
sameiginlegar ráðstafanir.
Sérfræðingar i haffræði,
mengun og löggjöf frá Dan-
mörku, Finnlandi, Austur-
Þýzkalandi, Vestur-Þýzka-
landi, Póllandi, Sviþjóð og
Sovétrikjunum komu saman i
Helsinki i sumar. Viðræður
urðu „furðulega jákvæðar og
sýndu óvætnan einhug” og
fram komu uppástungur um
nýjar, viðtækar sameigin-
legar ráðstafanir.
Eystrasalt er náttúruvernd-
armönnum erfitt viðfangsefni.
Það er sagt stærsta svæði sjó-
og ferskvatnsblöndu i heimi
hér og þvi um flesta eiginleika
mitt i milli fersksvatns og
sævar. Margs konar lifverur
finnast i Eystrasalti. Dýr og
jurtir úr fersku vatni halda
þar i sér liftórunni i umhverfi,
sem er þeim allt að þvi of salt.
Eins er um sjávardýr og
sjávargróður, að umhverfið er
þeim helzt til ferskt. Um-
hverfisjafnvægið er þvi ákaf-
lega viðkvæmt og mengun,
sem varla gætti jafnvel i
Norðursjó, gæti nægt til að
raska þessu jafnvægi og
þurrka út ákveðnar gerðir lifs
á stórum svæðum i Eystra-
salti.
EN fleira veldur vandkvæð-
um. Eystrasalt er tiltölulega
grunnt, meðaldýpi ekki nema
55 metrar. Misdýpi er allmik-
ið, margar skálar bptninn en
örgrúbnt milli þeirra. Sundið
út i Norðursjóinn er jafnvel
þröngt og grunnt. Sjávarskipti
milli djúpsvæðanna i Eystra-
salti og milli þess og Norður-
sjávar eru þvi afar íitil.
Auk þess gætir sjávarfalla
varla svo aö heitið geti og lóð-
rétt hreyfing sjávar er þvi af-
ar litil. Eystrasalt er oft Isi
lagt þriðjung ársins, en kuld-
inn dregur úr starfsemi gerla
og annars þess, sem á eitur-
efnum vinnur. Ef einhver hluti
Eystrasalts verður verulega
mengaöur verða fá öfl þvi til
þess að eyöa, slæva eöa dreifa
mengunarvaldinum.
MARGT getur valdiö meng-
un og er þvi margt að varast.
Taliöer, að fjórir fimmtu hlut-
ar mengunar i Eystrasalti séu
af landi runnir. Þar má nefna
óhreinsað frárennsli byggðar,
úrgangsefni frá verksmiðjum
og efnasambönd notuð við
landbúnað.
Meðal afrennslis frá verk-
smiðjum eru úrgangsefni frá
trjákvoðuframleiðslu og trjá-
vöruiðnaði hvers konar, en
hann er afar snar þáttur og
áhrifamikill i atvinnulifi á
Norðurlöndum. Flestir hafa
sýnt ýmiss konar viðleitni til
mengunarvarna, en þegjandi
samkomulag má heita um, að
Sovétrikin valdi mestri megn-
un. Iðnbylting hófst þar miklu
.sjðaren i öðrum rikjum og þar
ýandi er þvi enn litið á tillit til
áferifa á umhverfið sem óþarft
óíióf eða luxus öðru nafni.
• Flutningar á sjó vaida einn-
ig hættu i Eystrasalti. Hættan
af losun úrgangs liggur i aug-
um uppi, en flestir aðilar að
sjóflutningum eru hættir að
hendaúrgangi i hafið. Avallt
vofir yfir hætta af vanrækslu.
eða slysum, sem valda missi
oliu i hafið eða annars hættu-
legs varnings.
ÞEGAR höfð er i huga hin
margvislega, sifellda hætta
þarf engan að undra, þó að
fulltrúar strandrikjanna sjö
fylgi fast fram kröfum, um, að
ráðstefna um vernd Eystra-
salts verði haldin i april að ári.
Verið er að undirbúa fund með
fulltrúum aðila i nóvember i
haust, og á þar að semja upp-
kast að samþykkt eða starfs-
áætlun um verndun og endur-
lifgun Eystrasalt.
Ekki þarf heldur að koma
neinum á óvart, þó að eðlileg-
ur og réttmætur fögnuður yfir
niðurstöðum fyrstu viðræðna
sé nú tekin að þoka fyrir
áhyggjum og kviða vegna
þess, hve tröllaukið viðfangs-
efnið er við nánari athugun.
Kröfurnar, sem gera verður
um starfskrafta visinda-
manna og lögfræðinga við
samningu nauðsynlegra til-
lagna, verða hlutaðeigandi
stofnunum þungar i skauti,
einkum þó i hinum mannfærri
rikjum.
ENGINN, sem heilbrigða
raunsæi aðhyllist, gerir sér
vonir um alþjóðalög, sem
dragi verulega úr mengun, að
minnsta kosti ekki þeirri
mengun, sem runnin er af
þurru landi. Reynt verður að
ná samkomulagi um tak-
markanir, sem aðilar geti sætt
sig viö, en hvert riki um sig
taki að sér að sjá um, að þeim
takmörkunum verði fylgt inn-
an sinna landamæra. Visinda-
menn munu sækja fast á um
algert bann við notkun sumra
efna, svo sem DDT, PBS og
vissra kvikasilfursambanda.
Einnig verður reynt að ákv.
öryggismörk um frárennsli al-
mennra úrgangsefna úr byggð
og úrgangsefna frá verk-
smiðjum, og er mjög senni-
legt, að öryggisákvæðin verði
þyngd smátt og smátt á
ákveðnu árabili..
Lögð mun verða mikil
áherzla á mun viðtækara eft-
irlit með sjóflutningum en nú
tiðkast. Fulltrúar rikja við
Eystrasalt gera efalitið kröfur
til sérstakra reglria um þa6
efni þegar þessi mál veröa til
umræðu á alþjóðaráðstéfnum,
en allmargar slikar ráðstefn-
■ ur eru fyrirhugaðar á næst-
unni. Aform eru uppi um
strangar reglur um sjóleiðir
og ef til vill einstefnubrautir i
siglingu.. Einnig hafa verið
settar fram kröfur um skyldu
til að hafa hafnsögumann með
á ákveðnum svæðum, stöðug-
ar tilkynningar um staðar-
ákvörðun skipa (einkum þo
þegar um háskalegan flutning
er að ræðp) og algert bann við
þvi að varpa úrgangi fyrir
borð.
SKANDINAVAR eru vel á
veg komnir með smiöi nýrrar
geröar skipa til notkunar á
Eystrasalti. Byrjað er á skip-
um, sem flytja oliu með
ströndum fram i þessu eyj-
ahafi, en þau skulu máluð i
mjög sterkum litum, hafa sér-
stakan radar til öryggis og
jafnt útsýni i allar áttir af
stjórnpalli. Gera má ráð fyrir,
að erlendir skipaeigendur
þurfi allt i einu að fullnægja
afar ströngum og margbrotn-
um reglum ef þeir ætla að
annast flutninga á þessum
slóðum.
Mikið er i húfi fyrir þá, sem ■
búa umhverfis Eystrasalt.
Fiskveiðar, ferðalög og öll af-
þreying er meira -eða minna
háð þvi, að heilbrigt lif haldist
i sjónum. Visindamenn greinir
á um, hve lengi Eystrasalt
kunni að þrauka, en þeir eru
sammála um nauðsyn á skjót-
um aðgerðum. En þær aðgerð-
ir verða að vera samræmdar
ef þær eiga að koma að haldi.
Við sj.-'um svo um þetta leyti
að sumri, hvort bjartsýnin,
sem rikti i vor, hefir átt rétt á
sér.
TK